Enski boltinn

Meiðsli og engir á­horf­endur á Anfi­eld á­stæðan fyrir slöku gengi Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trent Alexander Arnold á tómlegum Anfield.
Trent Alexander Arnold á tómlegum Anfield. John Powell/Liverpool FC

Adam Lallana, fyrrum leikmaður Liverpool og nú leikmaður Brighton, segir að engir áhorfendur og meiðsli séu ástæðan fyrir því að Liverpool tekst ekki að verja enska titilinn.

Lallana var í Liverpool liðinu á síðustu leiktíð sem varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár en skipti svo yfir til Brighton í sumar eftir sex ár á Anfield.

Liverpool er 25 stigum á eftir toppliði Man. City og á litlan sem engan möguleika á enska meistaratitlinum.

„Ég held að ástæðuna fyrir þessu sjái allir,“ sagði Lallana í samtali við talkSPORT og hélt áfram:

„Þetta er öðruvísi tímabil og annað Covid tímabil. Án stuðningsmanna og það vita allir hversu mikil áhrif stuðningsmennirnir hafa á Anfield.“

Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa verið á meðal þeirra sem hafa glímt við meiðsli og Lallana segir að það hafi spilað sinn þátt í genginu.

„Þeir hafa líkt lent í meiðslum og það er ekki hægt að fela sig á bak við það. Þetta er ekki afsökun. Þeir eru með fullt af leikmönnum og ég tala reglulega við þá.“

„Þeir nota þetta ekki sem afsökun en ég held að þetta séu ástæðurnar fyrir því að þeir hafi lent í vandræðum á þessari leiiktíð,“ sagði Lallana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×