„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2021 19:18 Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. Skjáskot Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. Einhverjir hafa sett spurningamerki við að loka hafi þurft sundlaugum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum - en á sama tíma flykkist landsmenn óáreittir í Geldingadali. Forstöðumaður Hlíðarfjalls á Akureyri segir það hafa verið mikið reiðarslag að þurfa að skella í lás fyrir páska, stærstu skíðahelgi ársins. „Það er svolítið sérstakt að horfa upp á auðar brekkur þegar fólk er að fara í mörgþúsundatali að skoða eldgosið. Hvort það er rétt eða rangt er ekki mitt að segja,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. „Manni finnst líka svolítið sérstakt að það er verið að bæta aðstöðuna þarna, bílastæðum og annað. Manni finnst ekki eins og það sé verið að halda alveg fjöldanum niðri. Þannig að þetta er svolítið sérstakt.“ Fjölmenni hefur verið við gosstöðvarnar síðustu daga.Vísir/Vilhelm Brynjar kveðst þó skilja vel að stöðva þurfi útbreiðslu kórónuveirunnar - og þá átti hann sig á því að það sé erfitt að setja reglur í þessum efnum. „Kannski hefði maður bara vilja sjá gossvæðið lokað á meðan við erum öll í því að reyna að koma í veg fyrir þessa veiru.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur það ekki vænlegan kost að loka gosstöðvunum fyrir almenningi. „Það gæti skapað önnur vandamál sem yrði erfitt að eiga við, fólk færi annars staðar frá að gosinu heldur en gegnum þessa stíga. Þannig að við erum búin að ræða það hvort það sé hreinlega framkvæmanlegt að loka aðgengi að gosinu.“ Hann beinir því eftir sem áður til fólks að gæta vel að sóttvörnum við gosstöðvarnar og fara varlega. „Meira að segja hef ég biðlað til fólks að bíða bara með að fara á gosstöðvarnar núna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Einhverjir hafa sett spurningamerki við að loka hafi þurft sundlaugum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum - en á sama tíma flykkist landsmenn óáreittir í Geldingadali. Forstöðumaður Hlíðarfjalls á Akureyri segir það hafa verið mikið reiðarslag að þurfa að skella í lás fyrir páska, stærstu skíðahelgi ársins. „Það er svolítið sérstakt að horfa upp á auðar brekkur þegar fólk er að fara í mörgþúsundatali að skoða eldgosið. Hvort það er rétt eða rangt er ekki mitt að segja,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. „Manni finnst líka svolítið sérstakt að það er verið að bæta aðstöðuna þarna, bílastæðum og annað. Manni finnst ekki eins og það sé verið að halda alveg fjöldanum niðri. Þannig að þetta er svolítið sérstakt.“ Fjölmenni hefur verið við gosstöðvarnar síðustu daga.Vísir/Vilhelm Brynjar kveðst þó skilja vel að stöðva þurfi útbreiðslu kórónuveirunnar - og þá átti hann sig á því að það sé erfitt að setja reglur í þessum efnum. „Kannski hefði maður bara vilja sjá gossvæðið lokað á meðan við erum öll í því að reyna að koma í veg fyrir þessa veiru.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur það ekki vænlegan kost að loka gosstöðvunum fyrir almenningi. „Það gæti skapað önnur vandamál sem yrði erfitt að eiga við, fólk færi annars staðar frá að gosinu heldur en gegnum þessa stíga. Þannig að við erum búin að ræða það hvort það sé hreinlega framkvæmanlegt að loka aðgengi að gosinu.“ Hann beinir því eftir sem áður til fólks að gæta vel að sóttvörnum við gosstöðvarnar og fara varlega. „Meira að segja hef ég biðlað til fólks að bíða bara með að fara á gosstöðvarnar núna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira