Fyrrverandi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ákærður fyrir skattalagabrot Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 16:59 Héraðssaksóknari fer fram á að Jónmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Jónmund Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Meint brot voru framin eftir að hann lét af þeim störfum en hann er ákærður fyrir að oftelja rekstrargjöld félagsins Polygon á skattframtölum um tæpar 95 milljónir króna. Jónmundur á 99 prósent hlut í félaginu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Kostnaður sagður hafa verið í eigin þágu Í ákæru héraðssaksóknara sem fréttastofa hefur undir höndum er Jónmundi gert að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna Polygon á árunum 2015 til 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Þar er meðal annars vísað til greiðslna sem tilgreint var í skattframtölum að hefðu átt sér stað til félagsins Kennel Consulting Ltd. sem er með aðsetur í Þýskalandi. Þá er honum gert að hafa annars vegar fært til gjalda kostnað vegna kaupa á vörum og þjónustu og hins vegar fyrningu eigna sem hafi hvort tveggja verið í þágu Jónmundar persónulega og rekstri félagsins óviðkomandi. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður ákæran þingfest eftir páska. World Class, Elko og Michelsen Í ákærunni eru til að mynda tilteknar greiðslur til World Class, Svefn og heilsu, Elko, Símans, úrsmiðsins Frank Michelsen og Hörpu tónlistarhúss fyrir hundruð þúsunda króna. Embætti héraðssaksóknari segir þær hafa verið færðar til gjalda í skattframtölum Polygon að tilhæfulausu. Veigamestar eru þó greiðslurnar til Kennel Consulting Ltd. sem eru sagðar nema um 93 milljónum króna. Eru þær sagðar hafa verið rekstri Polygon óviðkomandi. Í ákærunni kemur fram að bókhald félagsins hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þess og er Jónmundur sömuleiðis ákærður fyrir að rangfæra bókhald Polygon á þessum árum. Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019. Dómsmál Skattar og tollar Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Meint brot voru framin eftir að hann lét af þeim störfum en hann er ákærður fyrir að oftelja rekstrargjöld félagsins Polygon á skattframtölum um tæpar 95 milljónir króna. Jónmundur á 99 prósent hlut í félaginu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Kostnaður sagður hafa verið í eigin þágu Í ákæru héraðssaksóknara sem fréttastofa hefur undir höndum er Jónmundi gert að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna Polygon á árunum 2015 til 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Þar er meðal annars vísað til greiðslna sem tilgreint var í skattframtölum að hefðu átt sér stað til félagsins Kennel Consulting Ltd. sem er með aðsetur í Þýskalandi. Þá er honum gert að hafa annars vegar fært til gjalda kostnað vegna kaupa á vörum og þjónustu og hins vegar fyrningu eigna sem hafi hvort tveggja verið í þágu Jónmundar persónulega og rekstri félagsins óviðkomandi. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður ákæran þingfest eftir páska. World Class, Elko og Michelsen Í ákærunni eru til að mynda tilteknar greiðslur til World Class, Svefn og heilsu, Elko, Símans, úrsmiðsins Frank Michelsen og Hörpu tónlistarhúss fyrir hundruð þúsunda króna. Embætti héraðssaksóknari segir þær hafa verið færðar til gjalda í skattframtölum Polygon að tilhæfulausu. Veigamestar eru þó greiðslurnar til Kennel Consulting Ltd. sem eru sagðar nema um 93 milljónum króna. Eru þær sagðar hafa verið rekstri Polygon óviðkomandi. Í ákærunni kemur fram að bókhald félagsins hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þess og er Jónmundur sömuleiðis ákærður fyrir að rangfæra bókhald Polygon á þessum árum. Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019.
Dómsmál Skattar og tollar Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56