Meintur morðingi eftirlýstur í Albaníu en íslensk stjórnvöld höfnuðu framsali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2021 14:29 Albanski karlmaðurinn er einn fjórtán sakborninga í málinu. Vísir/Vilhelm Albanskur karlmaður sem lögregla segir að hafi játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir vopnað rán og hefur verið um árabil. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að albönsk dómsmálayfirvöld hafi árið 2015 óskað framsals á albönskum karlmanni vegna afplánunar refsingar á grundvelli refsidóms sem hann hlaut í Albaníu fyrir ránsbrot. Beiðnin hafi verið tekin til afgreiðslu hjá dómsmálaráðuneytinu og í kjölfarið hjá embætti ríkissaksóknara á grundvelli laga um framsal og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984. Enn eftirlýstur vegna refsidóms „Þar sem beiðni albanskra yfirvalda uppfyllti ekki skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984 og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að var beiðninni hafnað árið 2017.“ Þá staðfestir ríkissaksóknari að karlmaðurinn sé enn eftirlýstur af albönskum yfirvöldum vegna ofangreinds refsidóms. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á föstudag að karlmaður á fertugsaldri hefði játað morðið. Hann hefði neitað til að byrja með en svo verið kominn með bakið upp við vegg og játað. Hann væri albanskur, líkt og hinn látni, og hefði komið til Íslands fyrir sjö til átta árum. Telja hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögregla sagði einnig að hún teldi að morðið hefði verið skipulagt og samverknaður væri til skoðunar. Lögregla væri með einstakling grunaðan um að hafa ekið bíl og verið á staðnum þegar morðið var framið. Þá kom fram að lögregla teldi hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Vísir hefur sent ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn í framhaldi af fyrsta svari ríkissaksóknara til að fá á hreint að hvaða leyti skilyrði voru ekki uppfyllt fyrir framsali hins meinta morðingja til Albaníu árið 2015. Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Tengdar fréttir Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26. mars 2021 18:46 Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að albönsk dómsmálayfirvöld hafi árið 2015 óskað framsals á albönskum karlmanni vegna afplánunar refsingar á grundvelli refsidóms sem hann hlaut í Albaníu fyrir ránsbrot. Beiðnin hafi verið tekin til afgreiðslu hjá dómsmálaráðuneytinu og í kjölfarið hjá embætti ríkissaksóknara á grundvelli laga um framsal og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984. Enn eftirlýstur vegna refsidóms „Þar sem beiðni albanskra yfirvalda uppfyllti ekki skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984 og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að var beiðninni hafnað árið 2017.“ Þá staðfestir ríkissaksóknari að karlmaðurinn sé enn eftirlýstur af albönskum yfirvöldum vegna ofangreinds refsidóms. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á föstudag að karlmaður á fertugsaldri hefði játað morðið. Hann hefði neitað til að byrja með en svo verið kominn með bakið upp við vegg og játað. Hann væri albanskur, líkt og hinn látni, og hefði komið til Íslands fyrir sjö til átta árum. Telja hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögregla sagði einnig að hún teldi að morðið hefði verið skipulagt og samverknaður væri til skoðunar. Lögregla væri með einstakling grunaðan um að hafa ekið bíl og verið á staðnum þegar morðið var framið. Þá kom fram að lögregla teldi hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Vísir hefur sent ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn í framhaldi af fyrsta svari ríkissaksóknara til að fá á hreint að hvaða leyti skilyrði voru ekki uppfyllt fyrir framsali hins meinta morðingja til Albaníu árið 2015.
Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Tengdar fréttir Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26. mars 2021 18:46 Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26. mars 2021 18:46
Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14