Innlent

Engan sakaði þegar flug­vél þurfti að lenda vegna reyks í flugstjórnarklefa

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Yfirlitsmynd yfir Keflavíkurflugvöll.
Yfirlitsmynd yfir Keflavíkurflugvöll. Vilhelm Gunnarsson

Kafbátaeftirlitsflugvél á vegum bandaríska sjóhersins af gerðinni P8 var nýfarin á loft á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar hún þurfti að lenda vegna reyks í flugstjórnarklefa.

Níu manns voru um borð og engan sakaði. Mbl.is greindi fyrst frá.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að flugvélin hafi hringsólað í um klukkutíma í þeim tilgangi að brenna eldsneyti áður en hún lenti aftur á flugvellinum.

Verið er að skoða hvað það var sem átti sér stað. Vélin var í eftirliti á svæðinu og var nýtekin á loft þegar atvikið kom upp. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×