Erlent

Óttast að fleiri deyi úr krabba­meini vegna á­hrifa far­aldursins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa
Skimunum og skoðunum fyrir krabbameini hefur verið frestað í stórum stíl vegna faraldursins.
Skimunum og skoðunum fyrir krabbameini hefur verið frestað í stórum stíl vegna faraldursins. Getty

Óttast er að fleiri Bandaríkjamenn gætu dáið úr krabbameini á næstu árum en síðustu misseri vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á heilbrigðiskerfi landsins.

Skimunum og skoðunum fyrir krabbameini hefur verið frestað í stórum stíl allt frá því að faraldurinn blossaði upp í Bandaríkjunum. Fjöldi þeirra sem ekki hefur komist í skimun hleypur á milljónum.

Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna gaf út spá í sumar, þar sem fram kom að andlátum af völdum brjóstakrabbameins gæti fjölgað um tíu þúsund vegna frestana í mars, apríl, maí og júní. Ljóst er að faraldurinn hafði mikil áhrif á heilbrigðiskerfið aðra mánuði en einungis þessa fjóra.

Otis Brawley, prófessor við John Hopkins háskólann, segir ljóst að faraldurinn muni hafa mikil áhrif, enda séu skimanir og meðferðir bráðnauðsynlegar til að koma í veg fyrir dauðsföll.

„Þegar við lítum á brjóstakrabbamein og þær 45 þúsund konur sem deyja úr brjóstakrabbameini á hverju ári þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 10 prósent þessara dauðsfalla ef konur fengju venjubundnar skimanir,“ segir Brawley.

Rannsóknir á áhrifum faraldursins á dauðsföll af völdum krabbameins standa enn yfir og niðurstaðan mun væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum árum liðnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.