Áfengisnotkun á gossvæðinu veldur lögreglu áhyggjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. mars 2021 20:00 Ásmundur Rúnar Gylfason er aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. STÖÐ2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum brýnir fyrir fólki að vera ekki undir áhrifum áfengis við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Lokað er fyrir umferð að gossvæðinu vegna vonskuveðurs. Áætlað er að um átta þúsund manns hafi verið við gosstöðvarnar í gærkvöldi og nótt enda var veðrið með fínasta móti. Eitthvað var um óhöpp á svæðinu. „Það var þarna aðili sem snéri sig á fæti sem er viðbúið í þessu landslagi sem þarna er og svo annar aðili sem féll á andlitið, þannig við brýnum fyrir fólki að vera vel klætt og vel skóað þegar það leggur af stað,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild lögreglustjórans á Suðurnesjum. Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma. „Það fór í gang skipulögð leit, leitin bar svo árangur um fimmleytið en konan fannst í Grindavík. Hún hafði skilað sér þangað þannig að allt fór það bara mjög vel.“ Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svæðið lokað og staðan endumetin á morgun Lokað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu sem og um gönguleið að svæðinu klukkan eitt í dag vegna versnandi veðurskilyrða. Búast má við allt að 25 metrum á sekúndu í kvöld og er appelsínugul viðvörun í gildi. „Suðurstrandarvegur verður opinn fyrir þá umferð sem þarf um hann að fara. Þannig að ef umferð þarf nauðsynlega að fara um veginn þá verður henni hleypt framhjá lokun,“ sagði Ásmundur. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi.Vilhelm Gunnarsson Töluvert hefur verið um rusl og áfengisneyslu á svæðinu. Lögregla vill brýna fyrir fólki að fara með gát. „Við höfum haft spurnir af því að í gærkvöldi og nótt hafi borið svolítið á því að fólk hafi haft áfengi um hönd. Við viljum beina þeim tilmælum til fólks að þetta fari ekki saman að menn séu að fara í fjallgöngu að vetri til þar sem veður getur snögglega breyst og vera undir áhrifum áfengis að það fari ekki saman.“ Eins vill hann biðla til fólks að taka rusl með sér aftur til baka frá svæðinu. „Það hefur aðeins borið á því að fólk hafi verið að kasta rusli þarna. Það viljum við ekki sjá,“ sagði Ásmundur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Áætlað er að um átta þúsund manns hafi verið við gosstöðvarnar í gærkvöldi og nótt enda var veðrið með fínasta móti. Eitthvað var um óhöpp á svæðinu. „Það var þarna aðili sem snéri sig á fæti sem er viðbúið í þessu landslagi sem þarna er og svo annar aðili sem féll á andlitið, þannig við brýnum fyrir fólki að vera vel klætt og vel skóað þegar það leggur af stað,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild lögreglustjórans á Suðurnesjum. Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma. „Það fór í gang skipulögð leit, leitin bar svo árangur um fimmleytið en konan fannst í Grindavík. Hún hafði skilað sér þangað þannig að allt fór það bara mjög vel.“ Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svæðið lokað og staðan endumetin á morgun Lokað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu sem og um gönguleið að svæðinu klukkan eitt í dag vegna versnandi veðurskilyrða. Búast má við allt að 25 metrum á sekúndu í kvöld og er appelsínugul viðvörun í gildi. „Suðurstrandarvegur verður opinn fyrir þá umferð sem þarf um hann að fara. Þannig að ef umferð þarf nauðsynlega að fara um veginn þá verður henni hleypt framhjá lokun,“ sagði Ásmundur. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi.Vilhelm Gunnarsson Töluvert hefur verið um rusl og áfengisneyslu á svæðinu. Lögregla vill brýna fyrir fólki að fara með gát. „Við höfum haft spurnir af því að í gærkvöldi og nótt hafi borið svolítið á því að fólk hafi haft áfengi um hönd. Við viljum beina þeim tilmælum til fólks að þetta fari ekki saman að menn séu að fara í fjallgöngu að vetri til þar sem veður getur snögglega breyst og vera undir áhrifum áfengis að það fari ekki saman.“ Eins vill hann biðla til fólks að taka rusl með sér aftur til baka frá svæðinu. „Það hefur aðeins borið á því að fólk hafi verið að kasta rusli þarna. Það viljum við ekki sjá,“ sagði Ásmundur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52
Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32