Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2021 18:46 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn var á fundinum í dag. Spurður sagði hann lögreglu telja sig þekkja ástæður morðsins en vildi ekki tjá sig um þær að svo stöddu. Þá svaraði hann játandi spurður að því hvort fórnarlambið væri talið hafa tengst skipulagðri brotastarfsemi. Vísir/ArnarHalldórs Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Einn aðili er í haldi vegna málsins, annar afplánar af sér eldri dóma og sjö sæta farbanni. Lögregla telur að hinn látni, sem bjó hér á landi í rúm sjö ár, hafi tengst skipulagðri brotastarfsemi. Framkvæmdar voru sautján leitir í húsnæðum, ökutækjum og á víðavangi í tengslum við rannsóknina. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki og skotvopn svo eitthvað sé nefnt. Játaði þegar hann var kominn „upp við vegg“ Játning liggur fyrir í málinu og kemur sá sem játaði frá Albaníu líkt og hinn látni. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs segir að játningin hafi markað þáttaskil í rannsókn málsins. „Hann neitaði þangað til að hann var kominn upp við vegg ef svo má segja,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa segir játningu mjög sterkt sönnunargagn en hún dugi ekki ein og sér til að brot teljist sannað. Þarf játningin að vera studd öðrum gögnum og telur lögreglan sig hafa slík gögn undir höndum. Meðal slíkra gagna er skotvopnið sem er tuttugu og tveggja kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi sem fannst við strendur höfuðborgarsvæðisins í mars. Verið er að rannsaka hvort unnt sé að finna fingraför eða önnur sýni á byssunni. Önnur gögn sem styðja við játninguna eru gögn úr síma, tölvu og öryggismyndavélum. Framúrskarandi rannsóknartækni varð til þess að morðvopnið fannst Hulda Elsa segir að morðvopnið hafi ekki komið upp í hendurnar á lögreglu frekar en önnur sönnunargögn í málinu. „Það var enginn sem benti á það, það var í raun og veru einungis fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og ég ætla að leyfa mér að segja framúrskarandi rannsóknartækni sem að morðvopnið fannst,“ sagði Hulda Elsa. Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn sé Sá sem hefur játað, teljið þið að hann hafi verið einn á vettvangi, var annar sem keyrði bílinn eða einhver hlutdeildarmaður? „Já við teljum að það hafi verið hlutdeildarmaður,“ sagði Margeir. Vitið þið hver það er? „Já við teljum okkur vita hver það er.“ Flókin morðrannsókn Rannsókn lögreglu beinist einnig að því hvort hópur manna ætli að ráðast gegn þeim sem liggja undir grun í málinu og fjölskyldum þeirra. Margeir segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. „Umfangið sem við vorum með var gríðarlega mikið og það var á mörkum þess að við réðum við það,“ sagði Margeir. Talið er að morðið hafi verið skipulagt en það er enn í rannsókn. Lögreglan telur sig vita ástæðu að baki morðinu en vildi ekki upplýsa um hana að svo stöddu. Blaðamannafundur var haldinn um málið í dag. Hér að neðan má sjá hvað kom fram á honum. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Einn aðili er í haldi vegna málsins, annar afplánar af sér eldri dóma og sjö sæta farbanni. Lögregla telur að hinn látni, sem bjó hér á landi í rúm sjö ár, hafi tengst skipulagðri brotastarfsemi. Framkvæmdar voru sautján leitir í húsnæðum, ökutækjum og á víðavangi í tengslum við rannsóknina. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki og skotvopn svo eitthvað sé nefnt. Játaði þegar hann var kominn „upp við vegg“ Játning liggur fyrir í málinu og kemur sá sem játaði frá Albaníu líkt og hinn látni. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs segir að játningin hafi markað þáttaskil í rannsókn málsins. „Hann neitaði þangað til að hann var kominn upp við vegg ef svo má segja,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa segir játningu mjög sterkt sönnunargagn en hún dugi ekki ein og sér til að brot teljist sannað. Þarf játningin að vera studd öðrum gögnum og telur lögreglan sig hafa slík gögn undir höndum. Meðal slíkra gagna er skotvopnið sem er tuttugu og tveggja kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi sem fannst við strendur höfuðborgarsvæðisins í mars. Verið er að rannsaka hvort unnt sé að finna fingraför eða önnur sýni á byssunni. Önnur gögn sem styðja við játninguna eru gögn úr síma, tölvu og öryggismyndavélum. Framúrskarandi rannsóknartækni varð til þess að morðvopnið fannst Hulda Elsa segir að morðvopnið hafi ekki komið upp í hendurnar á lögreglu frekar en önnur sönnunargögn í málinu. „Það var enginn sem benti á það, það var í raun og veru einungis fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og ég ætla að leyfa mér að segja framúrskarandi rannsóknartækni sem að morðvopnið fannst,“ sagði Hulda Elsa. Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn sé Sá sem hefur játað, teljið þið að hann hafi verið einn á vettvangi, var annar sem keyrði bílinn eða einhver hlutdeildarmaður? „Já við teljum að það hafi verið hlutdeildarmaður,“ sagði Margeir. Vitið þið hver það er? „Já við teljum okkur vita hver það er.“ Flókin morðrannsókn Rannsókn lögreglu beinist einnig að því hvort hópur manna ætli að ráðast gegn þeim sem liggja undir grun í málinu og fjölskyldum þeirra. Margeir segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. „Umfangið sem við vorum með var gríðarlega mikið og það var á mörkum þess að við réðum við það,“ sagði Margeir. Talið er að morðið hafi verið skipulagt en það er enn í rannsókn. Lögreglan telur sig vita ástæðu að baki morðinu en vildi ekki upplýsa um hana að svo stöddu. Blaðamannafundur var haldinn um málið í dag. Hér að neðan má sjá hvað kom fram á honum.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira