Innlent

Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Bólusetning fólks á aldrinum 1946-1949 í Laugardalshöll í dag
Bólusetning fólks á aldrinum 1946-1949 í Laugardalshöll í dag Vísir/Sigurjón

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 

Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag starfaði eins og þaulskipulagður her þegar tekið var á móti hópi fólks fæddu á árunum 1946-1946 í bólusetningu. Grinilegt var að flestir voru afar ánægðir með að komast loks í bólusetningu. 

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fór í bólusetningu í dag með bóluefni Astra Zeneca.Vísir/Sigurjón

Meðal þeirra sem komu í dag var Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar sem sagðist þakklátur fyrir bólusetninguna og hvatti hann fólk til að þiggja boð í hana. 

Í lok dags kom í ljós að um átta af hverjum tíu þeirra sem voru boðaðir í dag mættu og var starfsfólk Heilsugæslunnar afar ánægt með daginn. 


Tengdar fréttir

Boða hraðari afhendingu bóluefna í Evrópu

Búist er við því að framleiðslugeta bóluefnaframleiðenda í Evrópu aukist á næstunni með opnun nýrra framleiðslustaða. Þetta muni skila sér í hraðari afhendingu bóluefna í álfunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.