Tvöfaldaði bólusetningarmarkmiðið og staðfesti framboð 2024 Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 23:50 Joe Biden Bandaríkjaforseti á fyrsta blaðamannafundi sínum í Hvíta húsinu í dag. getty/Chip Somodevilla Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans hygðist útdeila 200 milljón bóluefnisskömmtum á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. Það eru tvöfalt fleiri skammtar en Biden hafði áður lofað að yrðu gefnir á sama tímabili. Þetta kom fram í upphafi fyrsta blaðamannafundar Bidens síðan hann tók við forsetaembættinu. Hann kvaðst meðvitaður um að hið uppfærða markmið um tvö hundruð milljónir skammta væri djarft. „En ekkert annað land í heiminum kemst einu sinni nálægt því sem við erum að gera,“ sagði forsetinn. Biden þurfti þó einnig að svara spurningum um öllu vandasamari málefni. Þannig hefur ríkisstjórn hans sætt talsverðri gagnrýni síðustu vikur vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem börnum sem koma til landsins án fylgdar fullorðinna er enn haldið í þúsundatali. Blaðamannafundinn í heild sinni má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Biden var inntur eftir því hvort stefna hans í málaflokknum stuðlaði ef til vill að aukningu í straumi barna sem koma ein til Bandaríkjanna frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann þvertók fyrir það; sagði aukninguna árstíðabundna og eðlilega, auk þess sem hann kenndi fyrirrennara sínum Donald Trump um ástandið. Þá lagði Biden áherslu á að staðan á landamærunum teldist ekki „neyðarástand“ og lofaði að tryggja aðgengi fjölmiðla að landamærastöðvunum, hvar innflytjendum er haldið. Biden sagði einnig að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs í næstu forsetakosningum árið 2024. Hann hafði ekki staðfest þetta fyrr en nú. Biden, sem nú er 78 ára, verður 82 ára þegar kosningarnar fara fram. Næði hann endurkjöri yrði hann því 86 ára í lok embættistíðar sinnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þetta kom fram í upphafi fyrsta blaðamannafundar Bidens síðan hann tók við forsetaembættinu. Hann kvaðst meðvitaður um að hið uppfærða markmið um tvö hundruð milljónir skammta væri djarft. „En ekkert annað land í heiminum kemst einu sinni nálægt því sem við erum að gera,“ sagði forsetinn. Biden þurfti þó einnig að svara spurningum um öllu vandasamari málefni. Þannig hefur ríkisstjórn hans sætt talsverðri gagnrýni síðustu vikur vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem börnum sem koma til landsins án fylgdar fullorðinna er enn haldið í þúsundatali. Blaðamannafundinn í heild sinni má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Biden var inntur eftir því hvort stefna hans í málaflokknum stuðlaði ef til vill að aukningu í straumi barna sem koma ein til Bandaríkjanna frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann þvertók fyrir það; sagði aukninguna árstíðabundna og eðlilega, auk þess sem hann kenndi fyrirrennara sínum Donald Trump um ástandið. Þá lagði Biden áherslu á að staðan á landamærunum teldist ekki „neyðarástand“ og lofaði að tryggja aðgengi fjölmiðla að landamærastöðvunum, hvar innflytjendum er haldið. Biden sagði einnig að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs í næstu forsetakosningum árið 2024. Hann hafði ekki staðfest þetta fyrr en nú. Biden, sem nú er 78 ára, verður 82 ára þegar kosningarnar fara fram. Næði hann endurkjöri yrði hann því 86 ára í lok embættistíðar sinnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira