Tvöfaldaði bólusetningarmarkmiðið og staðfesti framboð 2024 Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 23:50 Joe Biden Bandaríkjaforseti á fyrsta blaðamannafundi sínum í Hvíta húsinu í dag. getty/Chip Somodevilla Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans hygðist útdeila 200 milljón bóluefnisskömmtum á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. Það eru tvöfalt fleiri skammtar en Biden hafði áður lofað að yrðu gefnir á sama tímabili. Þetta kom fram í upphafi fyrsta blaðamannafundar Bidens síðan hann tók við forsetaembættinu. Hann kvaðst meðvitaður um að hið uppfærða markmið um tvö hundruð milljónir skammta væri djarft. „En ekkert annað land í heiminum kemst einu sinni nálægt því sem við erum að gera,“ sagði forsetinn. Biden þurfti þó einnig að svara spurningum um öllu vandasamari málefni. Þannig hefur ríkisstjórn hans sætt talsverðri gagnrýni síðustu vikur vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem börnum sem koma til landsins án fylgdar fullorðinna er enn haldið í þúsundatali. Blaðamannafundinn í heild sinni má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Biden var inntur eftir því hvort stefna hans í málaflokknum stuðlaði ef til vill að aukningu í straumi barna sem koma ein til Bandaríkjanna frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann þvertók fyrir það; sagði aukninguna árstíðabundna og eðlilega, auk þess sem hann kenndi fyrirrennara sínum Donald Trump um ástandið. Þá lagði Biden áherslu á að staðan á landamærunum teldist ekki „neyðarástand“ og lofaði að tryggja aðgengi fjölmiðla að landamærastöðvunum, hvar innflytjendum er haldið. Biden sagði einnig að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs í næstu forsetakosningum árið 2024. Hann hafði ekki staðfest þetta fyrr en nú. Biden, sem nú er 78 ára, verður 82 ára þegar kosningarnar fara fram. Næði hann endurkjöri yrði hann því 86 ára í lok embættistíðar sinnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Sjá meira
Þetta kom fram í upphafi fyrsta blaðamannafundar Bidens síðan hann tók við forsetaembættinu. Hann kvaðst meðvitaður um að hið uppfærða markmið um tvö hundruð milljónir skammta væri djarft. „En ekkert annað land í heiminum kemst einu sinni nálægt því sem við erum að gera,“ sagði forsetinn. Biden þurfti þó einnig að svara spurningum um öllu vandasamari málefni. Þannig hefur ríkisstjórn hans sætt talsverðri gagnrýni síðustu vikur vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem börnum sem koma til landsins án fylgdar fullorðinna er enn haldið í þúsundatali. Blaðamannafundinn í heild sinni má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Biden var inntur eftir því hvort stefna hans í málaflokknum stuðlaði ef til vill að aukningu í straumi barna sem koma ein til Bandaríkjanna frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann þvertók fyrir það; sagði aukninguna árstíðabundna og eðlilega, auk þess sem hann kenndi fyrirrennara sínum Donald Trump um ástandið. Þá lagði Biden áherslu á að staðan á landamærunum teldist ekki „neyðarástand“ og lofaði að tryggja aðgengi fjölmiðla að landamærastöðvunum, hvar innflytjendum er haldið. Biden sagði einnig að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs í næstu forsetakosningum árið 2024. Hann hafði ekki staðfest þetta fyrr en nú. Biden, sem nú er 78 ára, verður 82 ára þegar kosningarnar fara fram. Næði hann endurkjöri yrði hann því 86 ára í lok embættistíðar sinnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Sjá meira