Tvöfaldaði bólusetningarmarkmiðið og staðfesti framboð 2024 Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 23:50 Joe Biden Bandaríkjaforseti á fyrsta blaðamannafundi sínum í Hvíta húsinu í dag. getty/Chip Somodevilla Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans hygðist útdeila 200 milljón bóluefnisskömmtum á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. Það eru tvöfalt fleiri skammtar en Biden hafði áður lofað að yrðu gefnir á sama tímabili. Þetta kom fram í upphafi fyrsta blaðamannafundar Bidens síðan hann tók við forsetaembættinu. Hann kvaðst meðvitaður um að hið uppfærða markmið um tvö hundruð milljónir skammta væri djarft. „En ekkert annað land í heiminum kemst einu sinni nálægt því sem við erum að gera,“ sagði forsetinn. Biden þurfti þó einnig að svara spurningum um öllu vandasamari málefni. Þannig hefur ríkisstjórn hans sætt talsverðri gagnrýni síðustu vikur vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem börnum sem koma til landsins án fylgdar fullorðinna er enn haldið í þúsundatali. Blaðamannafundinn í heild sinni má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Biden var inntur eftir því hvort stefna hans í málaflokknum stuðlaði ef til vill að aukningu í straumi barna sem koma ein til Bandaríkjanna frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann þvertók fyrir það; sagði aukninguna árstíðabundna og eðlilega, auk þess sem hann kenndi fyrirrennara sínum Donald Trump um ástandið. Þá lagði Biden áherslu á að staðan á landamærunum teldist ekki „neyðarástand“ og lofaði að tryggja aðgengi fjölmiðla að landamærastöðvunum, hvar innflytjendum er haldið. Biden sagði einnig að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs í næstu forsetakosningum árið 2024. Hann hafði ekki staðfest þetta fyrr en nú. Biden, sem nú er 78 ára, verður 82 ára þegar kosningarnar fara fram. Næði hann endurkjöri yrði hann því 86 ára í lok embættistíðar sinnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira
Þetta kom fram í upphafi fyrsta blaðamannafundar Bidens síðan hann tók við forsetaembættinu. Hann kvaðst meðvitaður um að hið uppfærða markmið um tvö hundruð milljónir skammta væri djarft. „En ekkert annað land í heiminum kemst einu sinni nálægt því sem við erum að gera,“ sagði forsetinn. Biden þurfti þó einnig að svara spurningum um öllu vandasamari málefni. Þannig hefur ríkisstjórn hans sætt talsverðri gagnrýni síðustu vikur vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem börnum sem koma til landsins án fylgdar fullorðinna er enn haldið í þúsundatali. Blaðamannafundinn í heild sinni má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Biden var inntur eftir því hvort stefna hans í málaflokknum stuðlaði ef til vill að aukningu í straumi barna sem koma ein til Bandaríkjanna frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann þvertók fyrir það; sagði aukninguna árstíðabundna og eðlilega, auk þess sem hann kenndi fyrirrennara sínum Donald Trump um ástandið. Þá lagði Biden áherslu á að staðan á landamærunum teldist ekki „neyðarástand“ og lofaði að tryggja aðgengi fjölmiðla að landamærastöðvunum, hvar innflytjendum er haldið. Biden sagði einnig að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs í næstu forsetakosningum árið 2024. Hann hafði ekki staðfest þetta fyrr en nú. Biden, sem nú er 78 ára, verður 82 ára þegar kosningarnar fara fram. Næði hann endurkjöri yrði hann því 86 ára í lok embættistíðar sinnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira