Zlatan lagði upp sigurmark og Grikkir náðu í stig á Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 22:30 Svíar unnu 1-0 sigur í endurkomu Zlatans. EPA-EFE/Janerik Henriksson Fjöldinn allur af leikjum fór fram í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld. Þar ber helsta að nefna endurkomu Zlatan Ibrahimović í sænska landsliðið og óvænt 1-1 jafntefli á Spáni. Þá vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu í riðli okkar Íslendinga. B-riðill Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með knattspyrnu að Zlatan Ibrahimović er mættur aftur í sænska landsliðið. Hann lagði upp eina mark leiksins á 35. mínútu er Viktor Claesson kom Svíþjóð yfir gegn Georgíu. Lokatölur 1-0 Svíþjóð í vil og þrjú stig í pokann. Í hinum leik riðilsins mættust Spánn og Grikkland. Álvaro Morata kom Spánverjum yfir þegar rétt rúmlega hálftími var liðinn eftir sendingu fyrrum samherja síns Koke en þeir léku báðir með Atlético Madrid á sínum tíma. Staðan 1-0 í hálfleik en á 57. mínútu braut Iñigo Martínez af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Anastasios Bakasetas fór á punktinn og jafnaði metin. C-riðill Ítalía átti ekki í miklum vandræðum með Norður-Írland í kvöld. Domenico Berardi kom heimamönnum yfir þegar rétt stundarfjórðungur var liðinn. Ciro Immobile tvöfaldaði svo forystuna áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins. Þessir tveir skoruðu mörk Ítalíu í kvöld.EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI F-riðill Í Skotlandi var Austurríki í heimsókn. Sasa Kalajdzic kom gestunum yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Grant Hanley jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Saša Kalajdžić kom Austurríki yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en aftur tókst Skotum að jafna metin. Þar var að verki John McGuinn, leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur 2-2 í Skotlandi. Meinhard Olsen tryggði Færeyingum svo stig gegn Moldóvu á útivelli. Lokatölur þar 1-1 og Færeyingar flaust sáttir með stigið eftir að hafa lent undir strax á 9. mínútu leiksins. J-riðill Í riðli okkar Íslendinga vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu. Florin Tanase kom Rúmeníu 1-0 yfir í fyrri hálfleik. Valentin Mihaila tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Arjan Ademi og Aleksandar Trajkovski jöfnuðu metin fyrir gestina með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum seint í leiknum. Ianis Hagi steig þá upp og tryggði Rúmeníu 3-2 sigur. Þá vann Armenía 1-0 útisigur á Liechtenstein. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Sviss og Danmörk byrja undankeppnina á útisigrum Sviss og Danmörk byrja undankeppnina fyrir HM 2022 í Katar á góðum útisigrum. Sviss vann Búlgaríu 3-1 á meðan Danmörk vann Ísrael 2-0. 25. mars 2021 19:05 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-0 | Martraðarbyrjun í fyrsta leiknum undir stjórn Arnars Þórs Þýskaland vann fyrirhafnarlítinn sigur á Íslandi, 3-0, í Duisburg í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leon Goretzka, Kai Havertz og Ilkay Gündogan skoruðu mörk þýska liðsins í leiknum. 25. mars 2021 21:34 England skoraði fimm | Dramatík í Ungverjalandi England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra. 25. mars 2021 21:45 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
Þá vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu í riðli okkar Íslendinga. B-riðill Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með knattspyrnu að Zlatan Ibrahimović er mættur aftur í sænska landsliðið. Hann lagði upp eina mark leiksins á 35. mínútu er Viktor Claesson kom Svíþjóð yfir gegn Georgíu. Lokatölur 1-0 Svíþjóð í vil og þrjú stig í pokann. Í hinum leik riðilsins mættust Spánn og Grikkland. Álvaro Morata kom Spánverjum yfir þegar rétt rúmlega hálftími var liðinn eftir sendingu fyrrum samherja síns Koke en þeir léku báðir með Atlético Madrid á sínum tíma. Staðan 1-0 í hálfleik en á 57. mínútu braut Iñigo Martínez af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Anastasios Bakasetas fór á punktinn og jafnaði metin. C-riðill Ítalía átti ekki í miklum vandræðum með Norður-Írland í kvöld. Domenico Berardi kom heimamönnum yfir þegar rétt stundarfjórðungur var liðinn. Ciro Immobile tvöfaldaði svo forystuna áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins. Þessir tveir skoruðu mörk Ítalíu í kvöld.EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI F-riðill Í Skotlandi var Austurríki í heimsókn. Sasa Kalajdzic kom gestunum yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Grant Hanley jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Saša Kalajdžić kom Austurríki yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en aftur tókst Skotum að jafna metin. Þar var að verki John McGuinn, leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur 2-2 í Skotlandi. Meinhard Olsen tryggði Færeyingum svo stig gegn Moldóvu á útivelli. Lokatölur þar 1-1 og Færeyingar flaust sáttir með stigið eftir að hafa lent undir strax á 9. mínútu leiksins. J-riðill Í riðli okkar Íslendinga vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu. Florin Tanase kom Rúmeníu 1-0 yfir í fyrri hálfleik. Valentin Mihaila tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Arjan Ademi og Aleksandar Trajkovski jöfnuðu metin fyrir gestina með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum seint í leiknum. Ianis Hagi steig þá upp og tryggði Rúmeníu 3-2 sigur. Þá vann Armenía 1-0 útisigur á Liechtenstein.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Sviss og Danmörk byrja undankeppnina á útisigrum Sviss og Danmörk byrja undankeppnina fyrir HM 2022 í Katar á góðum útisigrum. Sviss vann Búlgaríu 3-1 á meðan Danmörk vann Ísrael 2-0. 25. mars 2021 19:05 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-0 | Martraðarbyrjun í fyrsta leiknum undir stjórn Arnars Þórs Þýskaland vann fyrirhafnarlítinn sigur á Íslandi, 3-0, í Duisburg í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leon Goretzka, Kai Havertz og Ilkay Gündogan skoruðu mörk þýska liðsins í leiknum. 25. mars 2021 21:34 England skoraði fimm | Dramatík í Ungverjalandi England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra. 25. mars 2021 21:45 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
Sviss og Danmörk byrja undankeppnina á útisigrum Sviss og Danmörk byrja undankeppnina fyrir HM 2022 í Katar á góðum útisigrum. Sviss vann Búlgaríu 3-1 á meðan Danmörk vann Ísrael 2-0. 25. mars 2021 19:05
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-0 | Martraðarbyrjun í fyrsta leiknum undir stjórn Arnars Þórs Þýskaland vann fyrirhafnarlítinn sigur á Íslandi, 3-0, í Duisburg í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leon Goretzka, Kai Havertz og Ilkay Gündogan skoruðu mörk þýska liðsins í leiknum. 25. mars 2021 21:34
England skoraði fimm | Dramatík í Ungverjalandi England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra. 25. mars 2021 21:45