Þá vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu í riðli okkar Íslendinga.
B-riðill
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með knattspyrnu að Zlatan Ibrahimović er mættur aftur í sænska landsliðið. Hann lagði upp eina mark leiksins á 35. mínútu er Viktor Claesson kom Svíþjóð yfir gegn Georgíu.
Lokatölur 1-0 Svíþjóð í vil og þrjú stig í pokann.
Í hinum leik riðilsins mættust Spánn og Grikkland. Álvaro Morata kom Spánverjum yfir þegar rétt rúmlega hálftími var liðinn eftir sendingu fyrrum samherja síns Koke en þeir léku báðir með Atlético Madrid á sínum tíma.
Staðan 1-0 í hálfleik en á 57. mínútu braut Iñigo Martínez af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Anastasios Bakasetas fór á punktinn og jafnaði metin.
C-riðill
Ítalía átti ekki í miklum vandræðum með Norður-Írland í kvöld. Domenico Berardi kom heimamönnum yfir þegar rétt stundarfjórðungur var liðinn. Ciro Immobile tvöfaldaði svo forystuna áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins.

F-riðill
Í Skotlandi var Austurríki í heimsókn. Sasa Kalajdzic kom gestunum yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Grant Hanley jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks.
Saša Kalajdžić kom Austurríki yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en aftur tókst Skotum að jafna metin. Þar var að verki John McGuinn, leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur 2-2 í Skotlandi.
Meinhard Olsen tryggði Færeyingum svo stig gegn Moldóvu á útivelli. Lokatölur þar 1-1 og Færeyingar flaust sáttir með stigið eftir að hafa lent undir strax á 9. mínútu leiksins.
J-riðill
Í riðli okkar Íslendinga vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu. Florin Tanase kom Rúmeníu 1-0 yfir í fyrri hálfleik. Valentin Mihaila tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Arjan Ademi og Aleksandar Trajkovski jöfnuðu metin fyrir gestina með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum seint í leiknum.
Ianis Hagi steig þá upp og tryggði Rúmeníu 3-2 sigur. Þá vann Armenía 1-0 útisigur á Liechtenstein.