Zlatan lagði upp sigurmark og Grikkir náðu í stig á Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 22:30 Svíar unnu 1-0 sigur í endurkomu Zlatans. EPA-EFE/Janerik Henriksson Fjöldinn allur af leikjum fór fram í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld. Þar ber helsta að nefna endurkomu Zlatan Ibrahimović í sænska landsliðið og óvænt 1-1 jafntefli á Spáni. Þá vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu í riðli okkar Íslendinga. B-riðill Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með knattspyrnu að Zlatan Ibrahimović er mættur aftur í sænska landsliðið. Hann lagði upp eina mark leiksins á 35. mínútu er Viktor Claesson kom Svíþjóð yfir gegn Georgíu. Lokatölur 1-0 Svíþjóð í vil og þrjú stig í pokann. Í hinum leik riðilsins mættust Spánn og Grikkland. Álvaro Morata kom Spánverjum yfir þegar rétt rúmlega hálftími var liðinn eftir sendingu fyrrum samherja síns Koke en þeir léku báðir með Atlético Madrid á sínum tíma. Staðan 1-0 í hálfleik en á 57. mínútu braut Iñigo Martínez af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Anastasios Bakasetas fór á punktinn og jafnaði metin. C-riðill Ítalía átti ekki í miklum vandræðum með Norður-Írland í kvöld. Domenico Berardi kom heimamönnum yfir þegar rétt stundarfjórðungur var liðinn. Ciro Immobile tvöfaldaði svo forystuna áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins. Þessir tveir skoruðu mörk Ítalíu í kvöld.EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI F-riðill Í Skotlandi var Austurríki í heimsókn. Sasa Kalajdzic kom gestunum yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Grant Hanley jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Saša Kalajdžić kom Austurríki yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en aftur tókst Skotum að jafna metin. Þar var að verki John McGuinn, leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur 2-2 í Skotlandi. Meinhard Olsen tryggði Færeyingum svo stig gegn Moldóvu á útivelli. Lokatölur þar 1-1 og Færeyingar flaust sáttir með stigið eftir að hafa lent undir strax á 9. mínútu leiksins. J-riðill Í riðli okkar Íslendinga vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu. Florin Tanase kom Rúmeníu 1-0 yfir í fyrri hálfleik. Valentin Mihaila tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Arjan Ademi og Aleksandar Trajkovski jöfnuðu metin fyrir gestina með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum seint í leiknum. Ianis Hagi steig þá upp og tryggði Rúmeníu 3-2 sigur. Þá vann Armenía 1-0 útisigur á Liechtenstein. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Sviss og Danmörk byrja undankeppnina á útisigrum Sviss og Danmörk byrja undankeppnina fyrir HM 2022 í Katar á góðum útisigrum. Sviss vann Búlgaríu 3-1 á meðan Danmörk vann Ísrael 2-0. 25. mars 2021 19:05 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-0 | Martraðarbyrjun í fyrsta leiknum undir stjórn Arnars Þórs Þýskaland vann fyrirhafnarlítinn sigur á Íslandi, 3-0, í Duisburg í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leon Goretzka, Kai Havertz og Ilkay Gündogan skoruðu mörk þýska liðsins í leiknum. 25. mars 2021 21:34 England skoraði fimm | Dramatík í Ungverjalandi England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra. 25. mars 2021 21:45 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
Þá vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu í riðli okkar Íslendinga. B-riðill Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með knattspyrnu að Zlatan Ibrahimović er mættur aftur í sænska landsliðið. Hann lagði upp eina mark leiksins á 35. mínútu er Viktor Claesson kom Svíþjóð yfir gegn Georgíu. Lokatölur 1-0 Svíþjóð í vil og þrjú stig í pokann. Í hinum leik riðilsins mættust Spánn og Grikkland. Álvaro Morata kom Spánverjum yfir þegar rétt rúmlega hálftími var liðinn eftir sendingu fyrrum samherja síns Koke en þeir léku báðir með Atlético Madrid á sínum tíma. Staðan 1-0 í hálfleik en á 57. mínútu braut Iñigo Martínez af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Anastasios Bakasetas fór á punktinn og jafnaði metin. C-riðill Ítalía átti ekki í miklum vandræðum með Norður-Írland í kvöld. Domenico Berardi kom heimamönnum yfir þegar rétt stundarfjórðungur var liðinn. Ciro Immobile tvöfaldaði svo forystuna áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins. Þessir tveir skoruðu mörk Ítalíu í kvöld.EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI F-riðill Í Skotlandi var Austurríki í heimsókn. Sasa Kalajdzic kom gestunum yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Grant Hanley jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Saša Kalajdžić kom Austurríki yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en aftur tókst Skotum að jafna metin. Þar var að verki John McGuinn, leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur 2-2 í Skotlandi. Meinhard Olsen tryggði Færeyingum svo stig gegn Moldóvu á útivelli. Lokatölur þar 1-1 og Færeyingar flaust sáttir með stigið eftir að hafa lent undir strax á 9. mínútu leiksins. J-riðill Í riðli okkar Íslendinga vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu. Florin Tanase kom Rúmeníu 1-0 yfir í fyrri hálfleik. Valentin Mihaila tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Arjan Ademi og Aleksandar Trajkovski jöfnuðu metin fyrir gestina með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum seint í leiknum. Ianis Hagi steig þá upp og tryggði Rúmeníu 3-2 sigur. Þá vann Armenía 1-0 útisigur á Liechtenstein.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Sviss og Danmörk byrja undankeppnina á útisigrum Sviss og Danmörk byrja undankeppnina fyrir HM 2022 í Katar á góðum útisigrum. Sviss vann Búlgaríu 3-1 á meðan Danmörk vann Ísrael 2-0. 25. mars 2021 19:05 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-0 | Martraðarbyrjun í fyrsta leiknum undir stjórn Arnars Þórs Þýskaland vann fyrirhafnarlítinn sigur á Íslandi, 3-0, í Duisburg í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leon Goretzka, Kai Havertz og Ilkay Gündogan skoruðu mörk þýska liðsins í leiknum. 25. mars 2021 21:34 England skoraði fimm | Dramatík í Ungverjalandi England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra. 25. mars 2021 21:45 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
Sviss og Danmörk byrja undankeppnina á útisigrum Sviss og Danmörk byrja undankeppnina fyrir HM 2022 í Katar á góðum útisigrum. Sviss vann Búlgaríu 3-1 á meðan Danmörk vann Ísrael 2-0. 25. mars 2021 19:05
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-0 | Martraðarbyrjun í fyrsta leiknum undir stjórn Arnars Þórs Þýskaland vann fyrirhafnarlítinn sigur á Íslandi, 3-0, í Duisburg í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leon Goretzka, Kai Havertz og Ilkay Gündogan skoruðu mörk þýska liðsins í leiknum. 25. mars 2021 21:34
England skoraði fimm | Dramatík í Ungverjalandi England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra. 25. mars 2021 21:45