Þetta eru stjörnurnar sem Ísland þarf að eiga við í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2021 13:01 Timo Werner og Ilkay Gündogan fengu undanþágu frá ferðatakmörkunum, til að ferðast frá Bretlandi til Þýskalands í leikinn við Ísland. Getty Joachim Löw getur ef að líkum lætur stillt fram ógnarsterku byrjunarliði gegn Íslandi í kvöld þegar Þýskaland og Ísland hefja undankeppni HM í Katar, þangað sem bæði lið stefna. Miðað við nýjustu upplýsingar fer leikurinn fram, þó að tveir leikmenn hafi í dag helst úr lestinni hjá Þjóðverjum. Jonas Hofmann greindist með kórónuveirusmit en hann hefði að öllum líkindum hvort sem er ekki verið í byrjunarliði Þjóðverja í kvöld. Bakvörðurinn Marcel Halstenberg, sem nú hefur verið settur í sóttkví vegna smits Hofmanns, hefði aftur á móti líklega byrjað leikinn. Ef ekki verða frekari skakkaföll tengd smiti Hofmanns, vegna sóttkvíar eða fleiri smita, er líklegt byrjunarlið Þýskalands svona, samkvæmt þýskum miðlum: Mögulegt byrjunarlið Þýskalands (4-3-3) Markvörður: Manuel Neuer, 34 ára, Bayern, 96 landsleikir. Hægri bakvörður: Lukas Klostermann, 24 ára, RB Leipzig, 10 landsleikir. Miðvörður: Matthias Ginter, 27 ára, Gladbach, 35 landsleikir. Miðvörður: Antonio Rüdiger, 28 ára, Chelsea, 37 landsleikir. Vinstri bakvörður: Philipp Max, 27 ára, PSV, 3 landsleikir. Miðjumaður: Joshua Kimmich, 26 ára, Bayern, 50 landsleikir. Miðjumaður: Leon Goretzka, 26 ára, Bayern, 29 landsleikir. Miðjumaður: Ilkay Gündogan, 30 ára, Man. City, 42 landsleikir. Sóknarmaður: Leroy Sané, 25 ára, Bayern, 25 landsleikir. Sóknarmaður: Timo Werner, 25 ára, Chelsea, 35 landsleikir. Sóknarmaður: Serge Gnabry, 25 ára, Bayern, 17 landsleikir. Fimm leikmenn úr Evrópumeistaraliði Bayern München eru í líklegu byrjunarliði Þýskalands í kvöld, og þar er einnig sá sem valinn hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu tvo mánuði, Ilkay Gündogan úr Manchester City. Leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni fengu undanþágu frá sóttvarnareglum í Þýskalandi, til að taka þátt í leiknum. Vilja svara fyrir sig eftir sex marka tap Þýska landsliðið tapaði 6-0 gegn Spáni í síðasta landsleik sínum, í Þjóðadeildinni í nóvember, og ætlar að svara fyrir sig í kvöld. Leikmenn liðsins eru jafnframt að berjast fyrir sæti EM-hópnum í sumar þegar liðið leikur sína síðustu leiki undir stjórn Löws. Þjóðverjar eru án Toni Kroos í kvöld en hann dró sig úr hópnum vegna meiðsla. Varnarmennirnir Niklas Süle og Robin Gosens verða ekki heldur með í kvöld, ekki frekar en Hofmann sem er miðjumaður. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segir að leikurinn í kvöld fari örugglega fram eins og staðan er núna Talsmaður þýska knattspyrnusambandsins segir að eins og staðan sé núna fari leikur Þýskalands og Íslands í undankeppni HM 2022 í kvöld örugglega fram. 25. mars 2021 12:39 Hvernig verður fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs sem landsliðsþjálfara? Hvernig mun fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta líta út? Vísir fer yfir möguleikana í stöðunni. 25. mars 2021 10:00 „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni“ Bjarni Þór Viðarsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, segir að íslenska U21 árs landsliðið eigi að njóta mótsins í Ungverjalandi og að krafan sé sett á sex stig í A-landsliðsglugganum sem framundan er. 24. mars 2021 18:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Miðað við nýjustu upplýsingar fer leikurinn fram, þó að tveir leikmenn hafi í dag helst úr lestinni hjá Þjóðverjum. Jonas Hofmann greindist með kórónuveirusmit en hann hefði að öllum líkindum hvort sem er ekki verið í byrjunarliði Þjóðverja í kvöld. Bakvörðurinn Marcel Halstenberg, sem nú hefur verið settur í sóttkví vegna smits Hofmanns, hefði aftur á móti líklega byrjað leikinn. Ef ekki verða frekari skakkaföll tengd smiti Hofmanns, vegna sóttkvíar eða fleiri smita, er líklegt byrjunarlið Þýskalands svona, samkvæmt þýskum miðlum: Mögulegt byrjunarlið Þýskalands (4-3-3) Markvörður: Manuel Neuer, 34 ára, Bayern, 96 landsleikir. Hægri bakvörður: Lukas Klostermann, 24 ára, RB Leipzig, 10 landsleikir. Miðvörður: Matthias Ginter, 27 ára, Gladbach, 35 landsleikir. Miðvörður: Antonio Rüdiger, 28 ára, Chelsea, 37 landsleikir. Vinstri bakvörður: Philipp Max, 27 ára, PSV, 3 landsleikir. Miðjumaður: Joshua Kimmich, 26 ára, Bayern, 50 landsleikir. Miðjumaður: Leon Goretzka, 26 ára, Bayern, 29 landsleikir. Miðjumaður: Ilkay Gündogan, 30 ára, Man. City, 42 landsleikir. Sóknarmaður: Leroy Sané, 25 ára, Bayern, 25 landsleikir. Sóknarmaður: Timo Werner, 25 ára, Chelsea, 35 landsleikir. Sóknarmaður: Serge Gnabry, 25 ára, Bayern, 17 landsleikir. Fimm leikmenn úr Evrópumeistaraliði Bayern München eru í líklegu byrjunarliði Þýskalands í kvöld, og þar er einnig sá sem valinn hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu tvo mánuði, Ilkay Gündogan úr Manchester City. Leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni fengu undanþágu frá sóttvarnareglum í Þýskalandi, til að taka þátt í leiknum. Vilja svara fyrir sig eftir sex marka tap Þýska landsliðið tapaði 6-0 gegn Spáni í síðasta landsleik sínum, í Þjóðadeildinni í nóvember, og ætlar að svara fyrir sig í kvöld. Leikmenn liðsins eru jafnframt að berjast fyrir sæti EM-hópnum í sumar þegar liðið leikur sína síðustu leiki undir stjórn Löws. Þjóðverjar eru án Toni Kroos í kvöld en hann dró sig úr hópnum vegna meiðsla. Varnarmennirnir Niklas Süle og Robin Gosens verða ekki heldur með í kvöld, ekki frekar en Hofmann sem er miðjumaður.
Mögulegt byrjunarlið Þýskalands (4-3-3) Markvörður: Manuel Neuer, 34 ára, Bayern, 96 landsleikir. Hægri bakvörður: Lukas Klostermann, 24 ára, RB Leipzig, 10 landsleikir. Miðvörður: Matthias Ginter, 27 ára, Gladbach, 35 landsleikir. Miðvörður: Antonio Rüdiger, 28 ára, Chelsea, 37 landsleikir. Vinstri bakvörður: Philipp Max, 27 ára, PSV, 3 landsleikir. Miðjumaður: Joshua Kimmich, 26 ára, Bayern, 50 landsleikir. Miðjumaður: Leon Goretzka, 26 ára, Bayern, 29 landsleikir. Miðjumaður: Ilkay Gündogan, 30 ára, Man. City, 42 landsleikir. Sóknarmaður: Leroy Sané, 25 ára, Bayern, 25 landsleikir. Sóknarmaður: Timo Werner, 25 ára, Chelsea, 35 landsleikir. Sóknarmaður: Serge Gnabry, 25 ára, Bayern, 17 landsleikir.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segir að leikurinn í kvöld fari örugglega fram eins og staðan er núna Talsmaður þýska knattspyrnusambandsins segir að eins og staðan sé núna fari leikur Þýskalands og Íslands í undankeppni HM 2022 í kvöld örugglega fram. 25. mars 2021 12:39 Hvernig verður fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs sem landsliðsþjálfara? Hvernig mun fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta líta út? Vísir fer yfir möguleikana í stöðunni. 25. mars 2021 10:00 „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni“ Bjarni Þór Viðarsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, segir að íslenska U21 árs landsliðið eigi að njóta mótsins í Ungverjalandi og að krafan sé sett á sex stig í A-landsliðsglugganum sem framundan er. 24. mars 2021 18:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Segir að leikurinn í kvöld fari örugglega fram eins og staðan er núna Talsmaður þýska knattspyrnusambandsins segir að eins og staðan sé núna fari leikur Þýskalands og Íslands í undankeppni HM 2022 í kvöld örugglega fram. 25. mars 2021 12:39
Hvernig verður fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs sem landsliðsþjálfara? Hvernig mun fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta líta út? Vísir fer yfir möguleikana í stöðunni. 25. mars 2021 10:00
„Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni“ Bjarni Þór Viðarsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, segir að íslenska U21 árs landsliðið eigi að njóta mótsins í Ungverjalandi og að krafan sé sett á sex stig í A-landsliðsglugganum sem framundan er. 24. mars 2021 18:03