Hættustig, neyðarstig og alls konar bannað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 23:54 Fjórir ráðherrar kynntu hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að ætla að hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti hafi verið mörgum vonbrigði. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og ná til landsins alls. Til viðbótar við hertar aðgerðir hefur hættustigi verið lýst yfir á Landspítala og neyðarstigi almannavarna hefur sömuleiðis verið lýst yfir. Aðgerðirnar taka allar gildi á miðnætti en frá þeim tíma mega ekki fleiri en tíu manns koma saman næstu þrjár vikurnar í von um að hefta útbreiðslu covid-19. Að meginreglu gilda fjöldatakmörk fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Helstu aðgerðir Trú-- og lífskoðunarfélög mega taka á móti allt að 30 gestum. Sund- og baðstöðum verður lokað sem og líkamsræktarstöðvum og heilsurækt. Íþróttir barna þar sem hætta er á snertismiti eru óheimilar. Sviðslistir verða óheimilar og þar með verður leikhúsum og kvikmyndahúsum lokað. Skemmtistöðum, krám og spilasölum verður lokað. Veitingastaðir mega taka á móti 20 gestum og hafa opið til klukkan 22 þar sem síðustu gestum er hleypt inn klukkan 21. Ekki mega fleiri en fimmtíu manns vera í hverri verslun og færri í minni verslunum og aldrei fleiri en fimm manns á hverja tíu fermetra. Ökunám og flugnám með kennara verður óheimilt. Hársnyrtistofur og snyrtistofur mega hins vegar hafa opið áfram með almennum takörkunum. Skólum allt frá grunn- og upp í háskóla verður lokað frá og með morgundeginum og fram yfir páskafrí en nánar er unnið að reglum sem taka gildi að því loknu. Ítarlega er fjallað um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Leikskólar lokaðir til hádegis Þá hefur Reykjavíkurborg tekið ákvörðun um að allir leikskólar borgarinnar verði lokaðir til hádegis á morgun, en stjórn Félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg frá því í kvöld er birtur listi yfir alla þá þjónustu, skóla- og frístundastarf sem verður lokað. Má þar til að mynda nefna alla tónlistarskóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili, æfingar skólahljómsveita falla niður og ylströndin í Nauthólsvík og skíðasvæði verða lokuð. Sama á við um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn en söfn borgarinnar verða opin með tilliti til tíu manna fjöldatakmarkana. Öllum auglýstum viðburðum verður þó aflýst. Nánar er gerð grein fyrir þjónustu á vegum þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í tilkynningu á vef borgarinnar. Engin áhrif á Strætó en Landspítali á hættustig Hertar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda munu aftur á móti ekki hafa áhrif á starfsemi Strætó en þar gilda áfram þær reglur sem verið hafa í gildi, til að mynda hvað lýtur að grímuskyldu og persónubundnar sóttvarnir. Ljóst er að fermingar og aðrar athafnir á vegum trú- og lífsskoðunarfélaga kunna að vera í uppnámi næstu þrjár vikurnar. Líkt og áður segir hefur Landspítalinn verið færður á hættustig sem hefur í för með sér að gerðar eru sérstakar ráðstafanir umfram það sem gilt hefur að undanförnu. Á það til að mynda við um heimsóknir og flutning sjúklinga milli stofnanna líkt og nánar er fjallað um hér. Þá hefur verið ákveðið að endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisráðuneytið óskaði í dag eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólk sem er reiðubúið að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara. Upplýsingafundir aftur í streymi Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan ellefu í fyrramálið þar sem fjölmiðlum er boðið að taka þátt í gegnum fjarfund líkt og áður var, en ekki með því að mæta í hús líkt og verið hefur upp á síðkastið. Á fundinum munu þau Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Rögnvaldur Ólafsson, fara yfir stöðu mála vegna faraldursins. Samkvæmt þeim tölum sem þegar hafa verið birtar á covid.is eru nú 75 í einangrun á Íslandi, smitaðir af covid-19 og 454 eru í sóttkví. Ætla má að þeim hafi farið fjölgandi í dag eftir því sem smitrakningu vindur fram. Búast má við að tölur verði næst uppfærðar í fyrramálið. AstraZeneca og óljós skilaboð frá ESB Hátt í tuttugu þúsund hafa þegar lokið bólusetningu hér á landi en stjórnvöld greindu frá því í dag að ákveðið hafi verið að hefja aftur bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. Þá hafa stjórnvöld komið á framfæri mótmælum við Evrópusambandið vegna hertra reglna um útflutning bóluefnis frá sambandinu sem kynntar voru í dag. Ráða mátti af yfirlýsingu ESB að Ísland væri meðal þeirra ríkja sem höftin næðu til en það stenst ekki skoðun að sögn ráðherra og brýtur í bága við EES-samninginn. Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur fullvissað íslensk stjórnvöld um að bannið nái ekki til innflutning bóluefnis til Íslands frá ESB. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Almannavarnir Landspítalinn Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Aðgerðirnar taka allar gildi á miðnætti en frá þeim tíma mega ekki fleiri en tíu manns koma saman næstu þrjár vikurnar í von um að hefta útbreiðslu covid-19. Að meginreglu gilda fjöldatakmörk fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Helstu aðgerðir Trú-- og lífskoðunarfélög mega taka á móti allt að 30 gestum. Sund- og baðstöðum verður lokað sem og líkamsræktarstöðvum og heilsurækt. Íþróttir barna þar sem hætta er á snertismiti eru óheimilar. Sviðslistir verða óheimilar og þar með verður leikhúsum og kvikmyndahúsum lokað. Skemmtistöðum, krám og spilasölum verður lokað. Veitingastaðir mega taka á móti 20 gestum og hafa opið til klukkan 22 þar sem síðustu gestum er hleypt inn klukkan 21. Ekki mega fleiri en fimmtíu manns vera í hverri verslun og færri í minni verslunum og aldrei fleiri en fimm manns á hverja tíu fermetra. Ökunám og flugnám með kennara verður óheimilt. Hársnyrtistofur og snyrtistofur mega hins vegar hafa opið áfram með almennum takörkunum. Skólum allt frá grunn- og upp í háskóla verður lokað frá og með morgundeginum og fram yfir páskafrí en nánar er unnið að reglum sem taka gildi að því loknu. Ítarlega er fjallað um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Leikskólar lokaðir til hádegis Þá hefur Reykjavíkurborg tekið ákvörðun um að allir leikskólar borgarinnar verði lokaðir til hádegis á morgun, en stjórn Félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg frá því í kvöld er birtur listi yfir alla þá þjónustu, skóla- og frístundastarf sem verður lokað. Má þar til að mynda nefna alla tónlistarskóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili, æfingar skólahljómsveita falla niður og ylströndin í Nauthólsvík og skíðasvæði verða lokuð. Sama á við um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn en söfn borgarinnar verða opin með tilliti til tíu manna fjöldatakmarkana. Öllum auglýstum viðburðum verður þó aflýst. Nánar er gerð grein fyrir þjónustu á vegum þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í tilkynningu á vef borgarinnar. Engin áhrif á Strætó en Landspítali á hættustig Hertar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda munu aftur á móti ekki hafa áhrif á starfsemi Strætó en þar gilda áfram þær reglur sem verið hafa í gildi, til að mynda hvað lýtur að grímuskyldu og persónubundnar sóttvarnir. Ljóst er að fermingar og aðrar athafnir á vegum trú- og lífsskoðunarfélaga kunna að vera í uppnámi næstu þrjár vikurnar. Líkt og áður segir hefur Landspítalinn verið færður á hættustig sem hefur í för með sér að gerðar eru sérstakar ráðstafanir umfram það sem gilt hefur að undanförnu. Á það til að mynda við um heimsóknir og flutning sjúklinga milli stofnanna líkt og nánar er fjallað um hér. Þá hefur verið ákveðið að endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisráðuneytið óskaði í dag eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólk sem er reiðubúið að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara. Upplýsingafundir aftur í streymi Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan ellefu í fyrramálið þar sem fjölmiðlum er boðið að taka þátt í gegnum fjarfund líkt og áður var, en ekki með því að mæta í hús líkt og verið hefur upp á síðkastið. Á fundinum munu þau Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Rögnvaldur Ólafsson, fara yfir stöðu mála vegna faraldursins. Samkvæmt þeim tölum sem þegar hafa verið birtar á covid.is eru nú 75 í einangrun á Íslandi, smitaðir af covid-19 og 454 eru í sóttkví. Ætla má að þeim hafi farið fjölgandi í dag eftir því sem smitrakningu vindur fram. Búast má við að tölur verði næst uppfærðar í fyrramálið. AstraZeneca og óljós skilaboð frá ESB Hátt í tuttugu þúsund hafa þegar lokið bólusetningu hér á landi en stjórnvöld greindu frá því í dag að ákveðið hafi verið að hefja aftur bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. Þá hafa stjórnvöld komið á framfæri mótmælum við Evrópusambandið vegna hertra reglna um útflutning bóluefnis frá sambandinu sem kynntar voru í dag. Ráða mátti af yfirlýsingu ESB að Ísland væri meðal þeirra ríkja sem höftin næðu til en það stenst ekki skoðun að sögn ráðherra og brýtur í bága við EES-samninginn. Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur fullvissað íslensk stjórnvöld um að bannið nái ekki til innflutning bóluefnis til Íslands frá ESB.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Almannavarnir Landspítalinn Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira