Fótbolti

Blatter í nýtt bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sep Blatter var forseti FIFA á árunum 1998 til 2015 en það gustaði um hann og rúmlega það undir lok stjóratíð hans.
Sep Blatter var forseti FIFA á árunum 1998 til 2015 en það gustaði um hann og rúmlega það undir lok stjóratíð hans. Federico Gambarini/Getty

Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028.

Blatter var ásamt fyrrum forseta UEFA dæmdur í átta ára bann frá fótboltanum árið 2015.

Það bann var þó stytt í sex ár eftir að þeir fóru með málið fyrir áfrýjunardómstólinn. Núverandi bann Blatter á því að renna út í október á þessu ári.

Nú hefur hann hins vegar verið dæmdur í nýtt sex ára og átta mánaða bann og er hann því í banni frá fótboltanum til ársins 2028.

Bannið fær Blatter vegna ýmissa brot á siðareglum FIFA en hann á meðal annars að hafa greitt háttsettum mönnum innan sambandsins.

Það er ekki bara Blatter sem hefur verið dæmdur í bann því framkvæmdastjórinn Jerome Valcke var einnig dæmdur í bann.

Einnig voru Blatter og Valcke sektaðir um 780 þúsund pund.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.