Arnar um fjarveru Gylfa Þórs: Slæmt að missa okkar allra besta mann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2021 18:30 Arnar segir það að sjálfsögðu mjög slæmt fyrir landsliðið að missa sinn besta mann en nýtt leikkerfi gæti hjálpað liðinu í fjarveru Gylfa Þórs. Vísir/Vilhelm/Daniel Thor Arnar Gunnlaugsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, ræddi fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar í komandi landsleikjum Íslands við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Mjög slæmt að missa okkar allra besta mann. Sérstaklega á móti liði sem við munum ekki sjá mikið af boltanum. Þurfum að nýta hvert einasta fasta leikatriði og vera klókir,“ sagði Arnar um fjarveru Gylfa Þórs gegn Þýskalandi. „Gylfi er búinn að vera í toppstandi í vetur. Hann hefur sýnt gríðarlegan karakter og styrk með því að komast aftur inn í lið Everton og standa sig mjög vel. Það gæti verið til happs að við erum kannski að nýju þjálfararnir eru að breyta aðeins til og vilja spila 4-1-4-1. Við erum með leikmenn til að leysa þá stöðu mjög vel,“ bætti Arnar við. Illa hefur gengið að vinna leiki án Gylfa Þórs undanfarin ár „Einhvern tímann er allt fyrst. Það er smá bölmóður í landanum núna af því hann er ekki með en við þurfum að hætta að væla, þetta er leikur við Þjóðverja. Það er tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp og gera eitthvað af viti. Stærra svið gerist það varla heldur en gegn Þjóðverjum á útivelli.“ „Ég hlakka til að sjá þennan leik og sérstaklega hvernig liðinu verður stillt upp því þetta er fyrsti leikurinn hjá Arnari [Þór Viðarssyni] og Eiði Smára [Guðjohnsen]. Sjá hvaða áherslur þeir verða með. Hver getur leyst stöðu Gylfa Þórs? „Ef það er 4-1-4-1 þá held ég að Aron Einar [Gunnarsson, fyrirliði] verði aftastur á miðju og þá ertu með tvær áttur sem ég held að verði Guðlaugur Victor [Pálsson] og Birkir [Bjarnason]. Mögulega færi Albert [Guðmundsson] á vinstri kantinn og Jóhann Berg [Guðmundsson] á þann hægri. Svo er þetta spurning hvort Kolbeinn [Sigþórsson] eða Jón Daði [Böðvarsson] verði frammi.“ „Að breyta þessu kerfi hjálpar aðeins til við að missa Gylfa út. Þá ertu ekki með þessa eiginlegu tíu heldur tvær áttur fyrir framan sexuna. Það hjálpar manni að sofa aðeins betur,“ sagði Arnar að lokum varðandi vandræði Íslands þegar kemur að því að fylla skarð Gylfa Þórs. Nánar var rætt við Arnar í dag og birtist síðari hluti viðtalsins síðar í kvöld. Klippa: Arnar Gunnlaugs, fyrri hluti Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
„Mjög slæmt að missa okkar allra besta mann. Sérstaklega á móti liði sem við munum ekki sjá mikið af boltanum. Þurfum að nýta hvert einasta fasta leikatriði og vera klókir,“ sagði Arnar um fjarveru Gylfa Þórs gegn Þýskalandi. „Gylfi er búinn að vera í toppstandi í vetur. Hann hefur sýnt gríðarlegan karakter og styrk með því að komast aftur inn í lið Everton og standa sig mjög vel. Það gæti verið til happs að við erum kannski að nýju þjálfararnir eru að breyta aðeins til og vilja spila 4-1-4-1. Við erum með leikmenn til að leysa þá stöðu mjög vel,“ bætti Arnar við. Illa hefur gengið að vinna leiki án Gylfa Þórs undanfarin ár „Einhvern tímann er allt fyrst. Það er smá bölmóður í landanum núna af því hann er ekki með en við þurfum að hætta að væla, þetta er leikur við Þjóðverja. Það er tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp og gera eitthvað af viti. Stærra svið gerist það varla heldur en gegn Þjóðverjum á útivelli.“ „Ég hlakka til að sjá þennan leik og sérstaklega hvernig liðinu verður stillt upp því þetta er fyrsti leikurinn hjá Arnari [Þór Viðarssyni] og Eiði Smára [Guðjohnsen]. Sjá hvaða áherslur þeir verða með. Hver getur leyst stöðu Gylfa Þórs? „Ef það er 4-1-4-1 þá held ég að Aron Einar [Gunnarsson, fyrirliði] verði aftastur á miðju og þá ertu með tvær áttur sem ég held að verði Guðlaugur Victor [Pálsson] og Birkir [Bjarnason]. Mögulega færi Albert [Guðmundsson] á vinstri kantinn og Jóhann Berg [Guðmundsson] á þann hægri. Svo er þetta spurning hvort Kolbeinn [Sigþórsson] eða Jón Daði [Böðvarsson] verði frammi.“ „Að breyta þessu kerfi hjálpar aðeins til við að missa Gylfa út. Þá ertu ekki með þessa eiginlegu tíu heldur tvær áttur fyrir framan sexuna. Það hjálpar manni að sofa aðeins betur,“ sagði Arnar að lokum varðandi vandræði Íslands þegar kemur að því að fylla skarð Gylfa Þórs. Nánar var rætt við Arnar í dag og birtist síðari hluti viðtalsins síðar í kvöld. Klippa: Arnar Gunnlaugs, fyrri hluti
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira