Arnar um fjarveru Gylfa Þórs: Slæmt að missa okkar allra besta mann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2021 18:30 Arnar segir það að sjálfsögðu mjög slæmt fyrir landsliðið að missa sinn besta mann en nýtt leikkerfi gæti hjálpað liðinu í fjarveru Gylfa Þórs. Vísir/Vilhelm/Daniel Thor Arnar Gunnlaugsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, ræddi fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar í komandi landsleikjum Íslands við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Mjög slæmt að missa okkar allra besta mann. Sérstaklega á móti liði sem við munum ekki sjá mikið af boltanum. Þurfum að nýta hvert einasta fasta leikatriði og vera klókir,“ sagði Arnar um fjarveru Gylfa Þórs gegn Þýskalandi. „Gylfi er búinn að vera í toppstandi í vetur. Hann hefur sýnt gríðarlegan karakter og styrk með því að komast aftur inn í lið Everton og standa sig mjög vel. Það gæti verið til happs að við erum kannski að nýju þjálfararnir eru að breyta aðeins til og vilja spila 4-1-4-1. Við erum með leikmenn til að leysa þá stöðu mjög vel,“ bætti Arnar við. Illa hefur gengið að vinna leiki án Gylfa Þórs undanfarin ár „Einhvern tímann er allt fyrst. Það er smá bölmóður í landanum núna af því hann er ekki með en við þurfum að hætta að væla, þetta er leikur við Þjóðverja. Það er tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp og gera eitthvað af viti. Stærra svið gerist það varla heldur en gegn Þjóðverjum á útivelli.“ „Ég hlakka til að sjá þennan leik og sérstaklega hvernig liðinu verður stillt upp því þetta er fyrsti leikurinn hjá Arnari [Þór Viðarssyni] og Eiði Smára [Guðjohnsen]. Sjá hvaða áherslur þeir verða með. Hver getur leyst stöðu Gylfa Þórs? „Ef það er 4-1-4-1 þá held ég að Aron Einar [Gunnarsson, fyrirliði] verði aftastur á miðju og þá ertu með tvær áttur sem ég held að verði Guðlaugur Victor [Pálsson] og Birkir [Bjarnason]. Mögulega færi Albert [Guðmundsson] á vinstri kantinn og Jóhann Berg [Guðmundsson] á þann hægri. Svo er þetta spurning hvort Kolbeinn [Sigþórsson] eða Jón Daði [Böðvarsson] verði frammi.“ „Að breyta þessu kerfi hjálpar aðeins til við að missa Gylfa út. Þá ertu ekki með þessa eiginlegu tíu heldur tvær áttur fyrir framan sexuna. Það hjálpar manni að sofa aðeins betur,“ sagði Arnar að lokum varðandi vandræði Íslands þegar kemur að því að fylla skarð Gylfa Þórs. Nánar var rætt við Arnar í dag og birtist síðari hluti viðtalsins síðar í kvöld. Klippa: Arnar Gunnlaugs, fyrri hluti Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum og lætur Elon Musk efast Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
„Mjög slæmt að missa okkar allra besta mann. Sérstaklega á móti liði sem við munum ekki sjá mikið af boltanum. Þurfum að nýta hvert einasta fasta leikatriði og vera klókir,“ sagði Arnar um fjarveru Gylfa Þórs gegn Þýskalandi. „Gylfi er búinn að vera í toppstandi í vetur. Hann hefur sýnt gríðarlegan karakter og styrk með því að komast aftur inn í lið Everton og standa sig mjög vel. Það gæti verið til happs að við erum kannski að nýju þjálfararnir eru að breyta aðeins til og vilja spila 4-1-4-1. Við erum með leikmenn til að leysa þá stöðu mjög vel,“ bætti Arnar við. Illa hefur gengið að vinna leiki án Gylfa Þórs undanfarin ár „Einhvern tímann er allt fyrst. Það er smá bölmóður í landanum núna af því hann er ekki með en við þurfum að hætta að væla, þetta er leikur við Þjóðverja. Það er tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp og gera eitthvað af viti. Stærra svið gerist það varla heldur en gegn Þjóðverjum á útivelli.“ „Ég hlakka til að sjá þennan leik og sérstaklega hvernig liðinu verður stillt upp því þetta er fyrsti leikurinn hjá Arnari [Þór Viðarssyni] og Eiði Smára [Guðjohnsen]. Sjá hvaða áherslur þeir verða með. Hver getur leyst stöðu Gylfa Þórs? „Ef það er 4-1-4-1 þá held ég að Aron Einar [Gunnarsson, fyrirliði] verði aftastur á miðju og þá ertu með tvær áttur sem ég held að verði Guðlaugur Victor [Pálsson] og Birkir [Bjarnason]. Mögulega færi Albert [Guðmundsson] á vinstri kantinn og Jóhann Berg [Guðmundsson] á þann hægri. Svo er þetta spurning hvort Kolbeinn [Sigþórsson] eða Jón Daði [Böðvarsson] verði frammi.“ „Að breyta þessu kerfi hjálpar aðeins til við að missa Gylfa út. Þá ertu ekki með þessa eiginlegu tíu heldur tvær áttur fyrir framan sexuna. Það hjálpar manni að sofa aðeins betur,“ sagði Arnar að lokum varðandi vandræði Íslands þegar kemur að því að fylla skarð Gylfa Þórs. Nánar var rætt við Arnar í dag og birtist síðari hluti viðtalsins síðar í kvöld. Klippa: Arnar Gunnlaugs, fyrri hluti
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum og lætur Elon Musk efast Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira