Beckham segir að Inter Miami sé lið sem Ronaldo og Messi vilji spila fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2021 13:01 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið tveir allra bestu fótboltamenn heims í rúman áratug. Getty/Harold Cunningham David Beckham, meðeigandi í bandaríska fótboltafélaginu Inter Miami CF, segir að MLS-félagið ætli sér að ná í stór nöfn í næstu framtíð. Beckham ræddi framtíðarsýn Inter Miami í viðtali við ESPN en það er ljós á því að félagið vill vera góður valkostur fyrir stærstu nöfn fótboltans þegar þeir koma inn á lokakafla ferils síns. „Þegar við opinberuðum Miami liðið þá var umræðan alltaf um hvaða leikmenn við gætum fengið, hvort sem það var Ronaldo, Messi eða Neymar,“ sagði David Beckham. „Þetta var alltaf að fara að vera í umræðunni og í rauninni tel ég að það yrði ekki erfið ákvörðun að taka fyrir þessa leikmenn af því að þetta er frábær staður,“ sagði Beckham. Það lítur fyrir að gamli enski landsliðsmaðurinn sé bjartsýnn á því að Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo spili fyrir lið hans í framtíðinni. Beckham optimistic about signing Messi and Cristiano Ronaldo for Inter Miami.https://t.co/h9bhxRS9gr— AS English (@English_AS) March 22, 2021 Inter Miami er þegar kominn með nokkur þekkt nöfn í liðið sitt eins og Gonzalo Higuain, Blaise Matuidi og Rodolfo Pizarro. Liðið náði hins vegar bara tíunda sæti á fyrsta ári og datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Beckham nýtti sér ákvæði í samningi sínum við LA Galaxy til að eignast MLS-lið og félagið í Miami fékk síðan grænt ljós árið 2018. Beckham segir að staðsetningin í suður Flórída eigi að hjálpa félaginu að ná í leikmenn. „Þetta er auðvitað frábær borg og mér finnst við vera komin með góðan kjarna af stuðningsmönnum. Ég veit líka að það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í Miami og suður Flórída og þetta er frábært tækifæri til að nýta sér það. Miami er borg sem kallar til sín stóru fótboltastjörnurnar frá Evrópu,“ sagði Beckham. Beckham hefur líka trú á því að nýi þjálfarinn Phil Neville nái því besta út úr liðinu á tímabili tvö. Reynsla hans frá Manchester United hafi þar mikið um að segja. "Those are the type of players we aspire to bring to the club"David Beckham answers whether Lionel Messi or Cristiano Ronaldo could play for Inter Miami in the future and references the type of players Sir Alex Ferguson brought to Manchester United pic.twitter.com/YZoIKiCI8Z— Football Daily (@footballdaily) March 1, 2021 Fótbolti MLS Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Sjá meira
Beckham ræddi framtíðarsýn Inter Miami í viðtali við ESPN en það er ljós á því að félagið vill vera góður valkostur fyrir stærstu nöfn fótboltans þegar þeir koma inn á lokakafla ferils síns. „Þegar við opinberuðum Miami liðið þá var umræðan alltaf um hvaða leikmenn við gætum fengið, hvort sem það var Ronaldo, Messi eða Neymar,“ sagði David Beckham. „Þetta var alltaf að fara að vera í umræðunni og í rauninni tel ég að það yrði ekki erfið ákvörðun að taka fyrir þessa leikmenn af því að þetta er frábær staður,“ sagði Beckham. Það lítur fyrir að gamli enski landsliðsmaðurinn sé bjartsýnn á því að Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo spili fyrir lið hans í framtíðinni. Beckham optimistic about signing Messi and Cristiano Ronaldo for Inter Miami.https://t.co/h9bhxRS9gr— AS English (@English_AS) March 22, 2021 Inter Miami er þegar kominn með nokkur þekkt nöfn í liðið sitt eins og Gonzalo Higuain, Blaise Matuidi og Rodolfo Pizarro. Liðið náði hins vegar bara tíunda sæti á fyrsta ári og datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Beckham nýtti sér ákvæði í samningi sínum við LA Galaxy til að eignast MLS-lið og félagið í Miami fékk síðan grænt ljós árið 2018. Beckham segir að staðsetningin í suður Flórída eigi að hjálpa félaginu að ná í leikmenn. „Þetta er auðvitað frábær borg og mér finnst við vera komin með góðan kjarna af stuðningsmönnum. Ég veit líka að það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í Miami og suður Flórída og þetta er frábært tækifæri til að nýta sér það. Miami er borg sem kallar til sín stóru fótboltastjörnurnar frá Evrópu,“ sagði Beckham. Beckham hefur líka trú á því að nýi þjálfarinn Phil Neville nái því besta út úr liðinu á tímabili tvö. Reynsla hans frá Manchester United hafi þar mikið um að segja. "Those are the type of players we aspire to bring to the club"David Beckham answers whether Lionel Messi or Cristiano Ronaldo could play for Inter Miami in the future and references the type of players Sir Alex Ferguson brought to Manchester United pic.twitter.com/YZoIKiCI8Z— Football Daily (@footballdaily) March 1, 2021
Fótbolti MLS Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Sjá meira