„Víða herjað á störf blaðamanna“: Heimir Már býður sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2021 19:18 „Við þurfum líka að verja sjálfan tilverugrundvöll frjálsrar fjölmiðlunar sem ég man ekki eftir að þrengt hafi verið eins mikið að og á undanförnum árum í þá áratugi sem ég hef komið að starfi fjölmiðla,“ segir Heimir. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á ritstjórn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir almenna stöðu fjölmiðlunnar og nauðsyn þess að verja kjör blaðamanna ástæðu framboðsins. Frá þessu er greint á vefsíðu BÍ en kosið verður um nýjan formann á aðalfundi félagsins í vor. Í tilkynningu sinni til BÍ segir Heimir meðal annars að á þeim þrjátíu árum sem eru liðin frá því hann hóf störf í blaðamennsku hafi svo miklar breytingar orðið á fjölmiðlun að nánast sé hægt að tala um aðra veröld þá og nú. Hann segir miklu skipta um þessar mundir að standa vörð um störf blaðamanna og vandaða blaðamennsku þar sem vinnubrögð eru höfð í heiðri gagnvart þeirri gífurlegu upplýsingaóreiðu sem nú herji á almenning. Á sama tíma berjist frjálsir og óháðir fjölmiðlar fyrir tilveru sinni í samkeppni við erlenda samfélagsmiðla sem engu skili til íslensks samfélags. „Víða er herjað á og þrengt að störfum frétta- og blaðamanna bæði að hálfu opinberra aðila og hagsmunaaðila sem og því umhverfi sem heiðarleg blaðamennska þarf að þrífast í um þessar mundir. Almenningur á ekki bara í erfiðleikum með að greina á milli frétta sem unnar eru eftir reglum blaðamennskunnar og hreinna falsfrétta heldur er honum í vaxandi mæli att gegn fjölmiðlafólki sem stjórnmálamenn víða um heim hafa séð sér hag í að gera að óvinum fólksins. Þannig vinna ákveðin öfl beinlínis að því að upphefja lygina yfir sannleikann eins og hann verður best höndlaður með vandaðri blaðamennsku,“ segir Heimir. „Það er þessi almenna staða sem og nauðsyn þess að verja kjör blaðamanna sem knýr mig til að bjóða mig fram til formanns Blaðamannafélagsins. Ég tel að reynsla mín geti nýst í samstarfi með góðu fólki í stjórn félagsins til að standa vörð um hag blaðamanna í sem víðasta skilningi þess orðs. Til að verja tjáningarfrelsið, málfrelsið, réttindi blaðamanna til að sinna störfum sínum hvar sem er á vettvangi samfélagsins og standa vörð um kjör félagsfólks sem alla tíð hafa notið lítil skilnings.“ Fjölmiðlar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu BÍ en kosið verður um nýjan formann á aðalfundi félagsins í vor. Í tilkynningu sinni til BÍ segir Heimir meðal annars að á þeim þrjátíu árum sem eru liðin frá því hann hóf störf í blaðamennsku hafi svo miklar breytingar orðið á fjölmiðlun að nánast sé hægt að tala um aðra veröld þá og nú. Hann segir miklu skipta um þessar mundir að standa vörð um störf blaðamanna og vandaða blaðamennsku þar sem vinnubrögð eru höfð í heiðri gagnvart þeirri gífurlegu upplýsingaóreiðu sem nú herji á almenning. Á sama tíma berjist frjálsir og óháðir fjölmiðlar fyrir tilveru sinni í samkeppni við erlenda samfélagsmiðla sem engu skili til íslensks samfélags. „Víða er herjað á og þrengt að störfum frétta- og blaðamanna bæði að hálfu opinberra aðila og hagsmunaaðila sem og því umhverfi sem heiðarleg blaðamennska þarf að þrífast í um þessar mundir. Almenningur á ekki bara í erfiðleikum með að greina á milli frétta sem unnar eru eftir reglum blaðamennskunnar og hreinna falsfrétta heldur er honum í vaxandi mæli att gegn fjölmiðlafólki sem stjórnmálamenn víða um heim hafa séð sér hag í að gera að óvinum fólksins. Þannig vinna ákveðin öfl beinlínis að því að upphefja lygina yfir sannleikann eins og hann verður best höndlaður með vandaðri blaðamennsku,“ segir Heimir. „Það er þessi almenna staða sem og nauðsyn þess að verja kjör blaðamanna sem knýr mig til að bjóða mig fram til formanns Blaðamannafélagsins. Ég tel að reynsla mín geti nýst í samstarfi með góðu fólki í stjórn félagsins til að standa vörð um hag blaðamanna í sem víðasta skilningi þess orðs. Til að verja tjáningarfrelsið, málfrelsið, réttindi blaðamanna til að sinna störfum sínum hvar sem er á vettvangi samfélagsins og standa vörð um kjör félagsfólks sem alla tíð hafa notið lítil skilnings.“
Fjölmiðlar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent