Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2021 16:20 Korpuskóli sem áður var hluti af Kelduskóla. Vísir/SigurjónÓ Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna flutnings nemenda við Fossvogsskóla í Korpuskóla. Nemendur fara í kynningu á skólanum á morgun og skólastarf hefst á miðvikudaginn. Í tilkynningunni er vísað til umræðu um heilnæmi húsnæðis Korpuskóla og vísað til fréttar í Morgunblaðinu í kjölfar vettvangsferðar starfsfólks og skólaráðs Fossvogsskóla í Korpuskóla í síðustu viku. „Við gátum auðvitað ekki mælt neitt þarna, en þarna voru útfellingar á plötuskilum, þrútnar loftaplötur, kíttistaumar á milli loftaplatna, sem láku niður en það gefur til kynna að þar hafi eitthvað gengið á áður,“ sagði Karl Óskar Þráinsson, formaður Foreldrafélags Fossvogsskóla, í Morgunblaðinu í dag. „Í það minnsta kosti einn starfsmaður í skólanum hefur fundið fyrir einkennum þarna í skólahúsinu.“ Reykjavíkurborg segist í framhaldi af þessu hafa ráðist í ítarlega rýni á sögu byggingarinnar. Aflað hafi verið upplýsinga frá fasteignastjóra byggingarinnar á umhverfis- og skipulagssviði, frá fyrrum skólastjórnendum og umsjónarmanni fasteignar Korpuskóla sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Staðan á húsnæðinu •Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla. •Engar kvartanir, ábendingar eða athugasemdir hafa borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar upp kom leki í húsnæðinu. Saga byggingarinnar •Árið 2005, á framkvæmdatíma skólans, kom vatn í loftaplötur í kjölfar leka og var lekinn strax upprættur. •Árið 2008 kom upp mygla í færanlegum kennslustofum á lóð skólans og sama ár voru kennslustofurnar fjarlægðar af lóðinni og þeim fargað. •Árið 2017 kom upp leki í byggingunni og framkvæmdum vegna hans lauk sama ár. •Eftir að framkvæmdum lauk var verkið tekið út af fagaðilum með þeirri niðurstöðu að ekki væri um myglu í húsnæðinu að ræða. •Raki getur komið upp í eignum borgarinnar fyrirvaralaust líkt og í öðrum mannvirkjum. Ef ábendingar koma um raka er strax brugðist við þeim. •Þá skal þess getið að Korpuskóla hefur verið haldið við, líkt og öðrum eignum borgarinnar í gegnum árin. Framkvæmdir nú um helgina •Um helgina var unnið að lagfæringu sýnilegra rakaskemmda í loftaklæðningu í íþróttahúsi og áhaldageymslu þess. •Um helgina var unnið að því að mála valin svæði í Korpuskóla. •Um helgina var Korpuskóli þrifinn hátt og lágt. Skólaráð Fossvogsskóla hefur farið fram á að fá ítarlegri upplýsingar um byggingu Korpuskóla og er það í vinnslu að sögn Reykjavíkurborgar. Reykjavík Grunnskólar Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna flutnings nemenda við Fossvogsskóla í Korpuskóla. Nemendur fara í kynningu á skólanum á morgun og skólastarf hefst á miðvikudaginn. Í tilkynningunni er vísað til umræðu um heilnæmi húsnæðis Korpuskóla og vísað til fréttar í Morgunblaðinu í kjölfar vettvangsferðar starfsfólks og skólaráðs Fossvogsskóla í Korpuskóla í síðustu viku. „Við gátum auðvitað ekki mælt neitt þarna, en þarna voru útfellingar á plötuskilum, þrútnar loftaplötur, kíttistaumar á milli loftaplatna, sem láku niður en það gefur til kynna að þar hafi eitthvað gengið á áður,“ sagði Karl Óskar Þráinsson, formaður Foreldrafélags Fossvogsskóla, í Morgunblaðinu í dag. „Í það minnsta kosti einn starfsmaður í skólanum hefur fundið fyrir einkennum þarna í skólahúsinu.“ Reykjavíkurborg segist í framhaldi af þessu hafa ráðist í ítarlega rýni á sögu byggingarinnar. Aflað hafi verið upplýsinga frá fasteignastjóra byggingarinnar á umhverfis- og skipulagssviði, frá fyrrum skólastjórnendum og umsjónarmanni fasteignar Korpuskóla sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Staðan á húsnæðinu •Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla. •Engar kvartanir, ábendingar eða athugasemdir hafa borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar upp kom leki í húsnæðinu. Saga byggingarinnar •Árið 2005, á framkvæmdatíma skólans, kom vatn í loftaplötur í kjölfar leka og var lekinn strax upprættur. •Árið 2008 kom upp mygla í færanlegum kennslustofum á lóð skólans og sama ár voru kennslustofurnar fjarlægðar af lóðinni og þeim fargað. •Árið 2017 kom upp leki í byggingunni og framkvæmdum vegna hans lauk sama ár. •Eftir að framkvæmdum lauk var verkið tekið út af fagaðilum með þeirri niðurstöðu að ekki væri um myglu í húsnæðinu að ræða. •Raki getur komið upp í eignum borgarinnar fyrirvaralaust líkt og í öðrum mannvirkjum. Ef ábendingar koma um raka er strax brugðist við þeim. •Þá skal þess getið að Korpuskóla hefur verið haldið við, líkt og öðrum eignum borgarinnar í gegnum árin. Framkvæmdir nú um helgina •Um helgina var unnið að lagfæringu sýnilegra rakaskemmda í loftaklæðningu í íþróttahúsi og áhaldageymslu þess. •Um helgina var unnið að því að mála valin svæði í Korpuskóla. •Um helgina var Korpuskóli þrifinn hátt og lágt. Skólaráð Fossvogsskóla hefur farið fram á að fá ítarlegri upplýsingar um byggingu Korpuskóla og er það í vinnslu að sögn Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Grunnskólar Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira