Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2021 14:44 Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal. Gengið er frá lokunarpósti á Suðurstrandarvegi rétt austan megin við Grindavík. Um átta kílómetra göngu er að ræða. Til skoðunar er að útbúa bílastæði nærri gossvæðinu fyrir göngufólk. Vísir/Loftmyndir ehf Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. Hafa margir í kjölfarið lagt bílum sínum við Bláa lónið, Gíghæð og Sýlingafell sem eru við Grindavíkurveg. Eins og staðan er í dag þá er stysta leiðin án efa að hefja gönguna við lokunarpóst björgunarsveita á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík. Á laugardag var veginum lokað við Festarfjall og borið við að sig hefði myndast í veginum vegna skjálftavirkni. Á sunnudeginum hafði lokunarpósturinn verið færður enn fjær gosstöðvunum, og var í raun við bæjarmörk Grindavíkur á Suðurstrandarvegi. Fréttastofa ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumann á Suðurnesjum, við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í gær þar sem hann sagði um átta kílómetra frá þeim stað og að gossvæðinu í Geldingadal. Flestir ganga þá Suðurstrandarveg í átt að Borgarfjalli. Kosturinn við það er að þá er gengið bróðurpartinn á malbiki. Gengið er með fram Borgarfjalli í átt að Nátthagakrika. Þaðan þarf að ganga upp tvær hæðir áður en komið er að Geldingadal. Á laugardag hafði þegar myndast stígur upp hlíðarnar eftir alla þá sem höfðu lagt leið sína að gosstöðvunum. Leiðin frá Suðurstrandavegi, meðfram Borgarfjalli og að Nátthagakrika. Þar þarf að ganga yfir talsverða hæð til að komast að Geldingadal.Vísir/Loftmyndir ehf Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann væri þeirrar skoðunar að frekar ætti að auðvelda fólki förina að gossvæðinu heldur en að láta það ganga langar og torfærar leiðir. Læknirinn Tómas Guðbjartsson deildi þessari skoðun í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú er í skoðun hjá lögreglunni á Suðurnesjum að útbúa bílastæði nær gönguleiðinni að gossvæðinu og hefur björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík til skoðunar að koma upp miðstöð nærri gossvæðinu til að aðstoða göngufólk sem vill skoða gosstöðvarnar. Ákveðið hefur verið að stika leiðina eins og lesa má um hér að neðan. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því vind mun lægja á morgun og þá gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Sterk sunnanátt hefur verið á svæðinu undanfarna daga. Sterkur vindur úr suðri hefur því blásið gasmengunina frá fólki sem gengur að gosstöðvunum. Ef gasið fær hins vegar að vera óáreitt í logni, eins og gæti orðið síðdegis á morgun, gæti safnast upp hátt magn brennisteinstvíildis. Koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem eru þung geta streymt frá gosinu. Þau geta valdið því að það myndist svæði í lægðum þar sem er ekkert súrefni. Ef slíkar aðstæður myndast mun gasgríma engum hjálpa. Það sem fólk ætti líka að hafa í huga ef það ætlar sér að gosstöðvunum er að fjarskiptasamband frá Borgarfjalli og í Geldingadal er mjög slæmt. Það gerir það að verkum að ef fólk er með kveikt á símanum á göngu er hann stöðugt að leita að sambandi. Við það eyðir hann mikilli orku og verður fljótt rafmagnslaus, og hjálpar kuldinn ekki í því ástandi. Er mælst til þess að fólk tryggi að síminn sé með sem mesta hleðslu áður en lagt er af stað. Ef fólk býr yfir aukahleðslu þá ætti það að hafa slíkt meðferðis. Einnig er bent á að hafa símann jafnvel stilltan á „flight mode" svo hann leiti ekki stöðugt eftir sambandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Hafa margir í kjölfarið lagt bílum sínum við Bláa lónið, Gíghæð og Sýlingafell sem eru við Grindavíkurveg. Eins og staðan er í dag þá er stysta leiðin án efa að hefja gönguna við lokunarpóst björgunarsveita á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík. Á laugardag var veginum lokað við Festarfjall og borið við að sig hefði myndast í veginum vegna skjálftavirkni. Á sunnudeginum hafði lokunarpósturinn verið færður enn fjær gosstöðvunum, og var í raun við bæjarmörk Grindavíkur á Suðurstrandarvegi. Fréttastofa ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumann á Suðurnesjum, við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í gær þar sem hann sagði um átta kílómetra frá þeim stað og að gossvæðinu í Geldingadal. Flestir ganga þá Suðurstrandarveg í átt að Borgarfjalli. Kosturinn við það er að þá er gengið bróðurpartinn á malbiki. Gengið er með fram Borgarfjalli í átt að Nátthagakrika. Þaðan þarf að ganga upp tvær hæðir áður en komið er að Geldingadal. Á laugardag hafði þegar myndast stígur upp hlíðarnar eftir alla þá sem höfðu lagt leið sína að gosstöðvunum. Leiðin frá Suðurstrandavegi, meðfram Borgarfjalli og að Nátthagakrika. Þar þarf að ganga yfir talsverða hæð til að komast að Geldingadal.Vísir/Loftmyndir ehf Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann væri þeirrar skoðunar að frekar ætti að auðvelda fólki förina að gossvæðinu heldur en að láta það ganga langar og torfærar leiðir. Læknirinn Tómas Guðbjartsson deildi þessari skoðun í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú er í skoðun hjá lögreglunni á Suðurnesjum að útbúa bílastæði nær gönguleiðinni að gossvæðinu og hefur björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík til skoðunar að koma upp miðstöð nærri gossvæðinu til að aðstoða göngufólk sem vill skoða gosstöðvarnar. Ákveðið hefur verið að stika leiðina eins og lesa má um hér að neðan. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því vind mun lægja á morgun og þá gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Sterk sunnanátt hefur verið á svæðinu undanfarna daga. Sterkur vindur úr suðri hefur því blásið gasmengunina frá fólki sem gengur að gosstöðvunum. Ef gasið fær hins vegar að vera óáreitt í logni, eins og gæti orðið síðdegis á morgun, gæti safnast upp hátt magn brennisteinstvíildis. Koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem eru þung geta streymt frá gosinu. Þau geta valdið því að það myndist svæði í lægðum þar sem er ekkert súrefni. Ef slíkar aðstæður myndast mun gasgríma engum hjálpa. Það sem fólk ætti líka að hafa í huga ef það ætlar sér að gosstöðvunum er að fjarskiptasamband frá Borgarfjalli og í Geldingadal er mjög slæmt. Það gerir það að verkum að ef fólk er með kveikt á símanum á göngu er hann stöðugt að leita að sambandi. Við það eyðir hann mikilli orku og verður fljótt rafmagnslaus, og hjálpar kuldinn ekki í því ástandi. Er mælst til þess að fólk tryggi að síminn sé með sem mesta hleðslu áður en lagt er af stað. Ef fólk býr yfir aukahleðslu þá ætti það að hafa slíkt meðferðis. Einnig er bent á að hafa símann jafnvel stilltan á „flight mode" svo hann leiti ekki stöðugt eftir sambandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira