Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2021 14:44 Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal. Gengið er frá lokunarpósti á Suðurstrandarvegi rétt austan megin við Grindavík. Um átta kílómetra göngu er að ræða. Til skoðunar er að útbúa bílastæði nærri gossvæðinu fyrir göngufólk. Vísir/Loftmyndir ehf Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. Hafa margir í kjölfarið lagt bílum sínum við Bláa lónið, Gíghæð og Sýlingafell sem eru við Grindavíkurveg. Eins og staðan er í dag þá er stysta leiðin án efa að hefja gönguna við lokunarpóst björgunarsveita á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík. Á laugardag var veginum lokað við Festarfjall og borið við að sig hefði myndast í veginum vegna skjálftavirkni. Á sunnudeginum hafði lokunarpósturinn verið færður enn fjær gosstöðvunum, og var í raun við bæjarmörk Grindavíkur á Suðurstrandarvegi. Fréttastofa ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumann á Suðurnesjum, við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í gær þar sem hann sagði um átta kílómetra frá þeim stað og að gossvæðinu í Geldingadal. Flestir ganga þá Suðurstrandarveg í átt að Borgarfjalli. Kosturinn við það er að þá er gengið bróðurpartinn á malbiki. Gengið er með fram Borgarfjalli í átt að Nátthagakrika. Þaðan þarf að ganga upp tvær hæðir áður en komið er að Geldingadal. Á laugardag hafði þegar myndast stígur upp hlíðarnar eftir alla þá sem höfðu lagt leið sína að gosstöðvunum. Leiðin frá Suðurstrandavegi, meðfram Borgarfjalli og að Nátthagakrika. Þar þarf að ganga yfir talsverða hæð til að komast að Geldingadal.Vísir/Loftmyndir ehf Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann væri þeirrar skoðunar að frekar ætti að auðvelda fólki förina að gossvæðinu heldur en að láta það ganga langar og torfærar leiðir. Læknirinn Tómas Guðbjartsson deildi þessari skoðun í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú er í skoðun hjá lögreglunni á Suðurnesjum að útbúa bílastæði nær gönguleiðinni að gossvæðinu og hefur björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík til skoðunar að koma upp miðstöð nærri gossvæðinu til að aðstoða göngufólk sem vill skoða gosstöðvarnar. Ákveðið hefur verið að stika leiðina eins og lesa má um hér að neðan. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því vind mun lægja á morgun og þá gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Sterk sunnanátt hefur verið á svæðinu undanfarna daga. Sterkur vindur úr suðri hefur því blásið gasmengunina frá fólki sem gengur að gosstöðvunum. Ef gasið fær hins vegar að vera óáreitt í logni, eins og gæti orðið síðdegis á morgun, gæti safnast upp hátt magn brennisteinstvíildis. Koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem eru þung geta streymt frá gosinu. Þau geta valdið því að það myndist svæði í lægðum þar sem er ekkert súrefni. Ef slíkar aðstæður myndast mun gasgríma engum hjálpa. Það sem fólk ætti líka að hafa í huga ef það ætlar sér að gosstöðvunum er að fjarskiptasamband frá Borgarfjalli og í Geldingadal er mjög slæmt. Það gerir það að verkum að ef fólk er með kveikt á símanum á göngu er hann stöðugt að leita að sambandi. Við það eyðir hann mikilli orku og verður fljótt rafmagnslaus, og hjálpar kuldinn ekki í því ástandi. Er mælst til þess að fólk tryggi að síminn sé með sem mesta hleðslu áður en lagt er af stað. Ef fólk býr yfir aukahleðslu þá ætti það að hafa slíkt meðferðis. Einnig er bent á að hafa símann jafnvel stilltan á „flight mode" svo hann leiti ekki stöðugt eftir sambandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Hafa margir í kjölfarið lagt bílum sínum við Bláa lónið, Gíghæð og Sýlingafell sem eru við Grindavíkurveg. Eins og staðan er í dag þá er stysta leiðin án efa að hefja gönguna við lokunarpóst björgunarsveita á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík. Á laugardag var veginum lokað við Festarfjall og borið við að sig hefði myndast í veginum vegna skjálftavirkni. Á sunnudeginum hafði lokunarpósturinn verið færður enn fjær gosstöðvunum, og var í raun við bæjarmörk Grindavíkur á Suðurstrandarvegi. Fréttastofa ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumann á Suðurnesjum, við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í gær þar sem hann sagði um átta kílómetra frá þeim stað og að gossvæðinu í Geldingadal. Flestir ganga þá Suðurstrandarveg í átt að Borgarfjalli. Kosturinn við það er að þá er gengið bróðurpartinn á malbiki. Gengið er með fram Borgarfjalli í átt að Nátthagakrika. Þaðan þarf að ganga upp tvær hæðir áður en komið er að Geldingadal. Á laugardag hafði þegar myndast stígur upp hlíðarnar eftir alla þá sem höfðu lagt leið sína að gosstöðvunum. Leiðin frá Suðurstrandavegi, meðfram Borgarfjalli og að Nátthagakrika. Þar þarf að ganga yfir talsverða hæð til að komast að Geldingadal.Vísir/Loftmyndir ehf Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann væri þeirrar skoðunar að frekar ætti að auðvelda fólki förina að gossvæðinu heldur en að láta það ganga langar og torfærar leiðir. Læknirinn Tómas Guðbjartsson deildi þessari skoðun í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú er í skoðun hjá lögreglunni á Suðurnesjum að útbúa bílastæði nær gönguleiðinni að gossvæðinu og hefur björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík til skoðunar að koma upp miðstöð nærri gossvæðinu til að aðstoða göngufólk sem vill skoða gosstöðvarnar. Ákveðið hefur verið að stika leiðina eins og lesa má um hér að neðan. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því vind mun lægja á morgun og þá gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Sterk sunnanátt hefur verið á svæðinu undanfarna daga. Sterkur vindur úr suðri hefur því blásið gasmengunina frá fólki sem gengur að gosstöðvunum. Ef gasið fær hins vegar að vera óáreitt í logni, eins og gæti orðið síðdegis á morgun, gæti safnast upp hátt magn brennisteinstvíildis. Koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem eru þung geta streymt frá gosinu. Þau geta valdið því að það myndist svæði í lægðum þar sem er ekkert súrefni. Ef slíkar aðstæður myndast mun gasgríma engum hjálpa. Það sem fólk ætti líka að hafa í huga ef það ætlar sér að gosstöðvunum er að fjarskiptasamband frá Borgarfjalli og í Geldingadal er mjög slæmt. Það gerir það að verkum að ef fólk er með kveikt á símanum á göngu er hann stöðugt að leita að sambandi. Við það eyðir hann mikilli orku og verður fljótt rafmagnslaus, og hjálpar kuldinn ekki í því ástandi. Er mælst til þess að fólk tryggi að síminn sé með sem mesta hleðslu áður en lagt er af stað. Ef fólk býr yfir aukahleðslu þá ætti það að hafa slíkt meðferðis. Einnig er bent á að hafa símann jafnvel stilltan á „flight mode" svo hann leiti ekki stöðugt eftir sambandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira