Víðir mælir með að vel búið göngufólk gangi frá Bláa lóninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2021 12:23 Svona leit himininn út séð frá Bláa lóninu í nótt. vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn beinir þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. Um margra klukkutíma gönguferð er að ræða, kalt er í veðri, slydda og gasmengun nærri gosstöðvunum. Þá geri gos ekki boð á undan sér og nýjar sprungur geta myndast. Víðir var í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í dag þar sem hann ræddi stöðuna. Mikið er um hæðir og lægðir á svæðinu við Fagradalsfjall þar sem gýs í Geldingadal. Fólk þarf að vera vel búið, bæði í góðum gönguskóm og vel klætt með tilliti til veðurs. Þá þarf að hafa með sér nesti og hafa í huga að símasamband á svæðinu er slæmt. Kortið sýnir staðsetningu gosstöðvanna miðað við Grindavík og fleiri staði. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur eru opnir eftir að hafa verið lokaðir á tíma í gærkvöldi. Suðurstrandavegur er enn lokaður vegna skemmda sem urðu á vegunum. Veðurspá dagsins hljóðar upp á hvassviðri og rigningu eða slyddu. Víðir mælir með því, fyrir fólk sem ætlar í þessa þrautargöngu að gossvæðinu, að ganga frá Bláa lóninu. En minnir á að gangan sé ekki fyrir hvern sem er. Vindáttin er vestlæg og því er fólk með vindinn í bakið frá Bláa lóninu í átt að gosstöðvunum og fær þá ekki gasmengunina í fangið. Björgunarsveitarmaður sem stendur vaktina við lokun á Suðurstrandarvegi sagði í hádegisfréttunum að fólk væri að streyma að. Sumir væru aðeins klæddir í gallabuxur og strigaskó, einhverjir eru með reiðhjól. Einhverjir hafa horfið frá vitandi að um langa göngu er að ræða og mikilvægt að búa sig vel. Nánari leiðbeiningar frá almannavörnum má lesa hér að neðan. Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Bláa lónið Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Sjá meira
Um margra klukkutíma gönguferð er að ræða, kalt er í veðri, slydda og gasmengun nærri gosstöðvunum. Þá geri gos ekki boð á undan sér og nýjar sprungur geta myndast. Víðir var í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í dag þar sem hann ræddi stöðuna. Mikið er um hæðir og lægðir á svæðinu við Fagradalsfjall þar sem gýs í Geldingadal. Fólk þarf að vera vel búið, bæði í góðum gönguskóm og vel klætt með tilliti til veðurs. Þá þarf að hafa með sér nesti og hafa í huga að símasamband á svæðinu er slæmt. Kortið sýnir staðsetningu gosstöðvanna miðað við Grindavík og fleiri staði. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur eru opnir eftir að hafa verið lokaðir á tíma í gærkvöldi. Suðurstrandavegur er enn lokaður vegna skemmda sem urðu á vegunum. Veðurspá dagsins hljóðar upp á hvassviðri og rigningu eða slyddu. Víðir mælir með því, fyrir fólk sem ætlar í þessa þrautargöngu að gossvæðinu, að ganga frá Bláa lóninu. En minnir á að gangan sé ekki fyrir hvern sem er. Vindáttin er vestlæg og því er fólk með vindinn í bakið frá Bláa lóninu í átt að gosstöðvunum og fær þá ekki gasmengunina í fangið. Björgunarsveitarmaður sem stendur vaktina við lokun á Suðurstrandarvegi sagði í hádegisfréttunum að fólk væri að streyma að. Sumir væru aðeins klæddir í gallabuxur og strigaskó, einhverjir eru með reiðhjól. Einhverjir hafa horfið frá vitandi að um langa göngu er að ræða og mikilvægt að búa sig vel. Nánari leiðbeiningar frá almannavörnum má lesa hér að neðan. Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið.
Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Bláa lónið Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Sjá meira