Solskjær kennir þreytu um frammistöðu Man Utd gegn Leicester Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. mars 2021 23:00 „Erum of þreyttir“ vísir/Getty Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir sitt lið hafa verið þjakað af þreytu í leik liðsins gegn Leicester í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag. Staðan var jöfn í leikhléi, 1-1, en þegar leið á leikinn sigu heimamenn í Leicester fram úr og unnu að lokum 1-3 sigur. „Okkur skorti neistann sem til þarf og það er skiljanlegt. Liðið hefur verið frábært síðustu þrjá til fjóra mánuði. Við höfum spilað á þriggja daga fresti og verið á góðri siglingu. Nú var tankurinn tómur eftir alla þessa leiki og öll þessi ferðalög.“ „Við áttum stórt kvöld í Milan á fimmtudagskvöldið og það tók mikið af okkur, líkamlega. Í dag höfðum við ekki kraftinn, orkuna eða sjálfstraustið,“ segir Solskjær. „Við reyndum hvað við gátum og byrjuðum vel. Stundum getur þú gefið sjálfum þér adrenalínskot með því að ná marki og þú getur harkað í gegnum leiki en við vorum með of marga leikmenn sem hafa spilað of marga leiki og aðra sem hafa ekki spilað nógu marga leiki. Við höfðum ekki nóg til að keppa við erfiðan andstæðing.“ "It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021 „Við vinnum saman og töpum saman. Við erum ekki að benda á einhvern og kenna einhverjum um. Annað markið þeirra var vel gert hjá stráknum en ef við hefðum haft smá orku hefðum við náð honum,“ sagði Solskjær en Man Utd situr í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Nú höfum við Evrópudeildina og ensku úrvalsdeildina til að einbeita okkur að. Við hefðum viljað fara á Wembley en nú verðum við að einbeita okkur að okkar verkefnum. Við erum í góðri stöðu í deildinni og viljum bæta okkur,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Staðan var jöfn í leikhléi, 1-1, en þegar leið á leikinn sigu heimamenn í Leicester fram úr og unnu að lokum 1-3 sigur. „Okkur skorti neistann sem til þarf og það er skiljanlegt. Liðið hefur verið frábært síðustu þrjá til fjóra mánuði. Við höfum spilað á þriggja daga fresti og verið á góðri siglingu. Nú var tankurinn tómur eftir alla þessa leiki og öll þessi ferðalög.“ „Við áttum stórt kvöld í Milan á fimmtudagskvöldið og það tók mikið af okkur, líkamlega. Í dag höfðum við ekki kraftinn, orkuna eða sjálfstraustið,“ segir Solskjær. „Við reyndum hvað við gátum og byrjuðum vel. Stundum getur þú gefið sjálfum þér adrenalínskot með því að ná marki og þú getur harkað í gegnum leiki en við vorum með of marga leikmenn sem hafa spilað of marga leiki og aðra sem hafa ekki spilað nógu marga leiki. Við höfðum ekki nóg til að keppa við erfiðan andstæðing.“ "It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021 „Við vinnum saman og töpum saman. Við erum ekki að benda á einhvern og kenna einhverjum um. Annað markið þeirra var vel gert hjá stráknum en ef við hefðum haft smá orku hefðum við náð honum,“ sagði Solskjær en Man Utd situr í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Nú höfum við Evrópudeildina og ensku úrvalsdeildina til að einbeita okkur að. Við hefðum viljað fara á Wembley en nú verðum við að einbeita okkur að okkar verkefnum. Við erum í góðri stöðu í deildinni og viljum bæta okkur,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira