Fótbolti

Guðný og Lára Kristín nálgast öruggt sæti í ítölsku deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðný Árnadóttir í vináttuleik gegn Ítalíu í mars 2019. Hún spilaði allan leikinn í mikilvægum sigri Napoli.
Guðný Árnadóttir í vináttuleik gegn Ítalíu í mars 2019. Hún spilaði allan leikinn í mikilvægum sigri Napoli. Quality Sport Images/Getty Images

Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði Napoli og Lára Kristín Pedersen kom inn á sem varamaður þegar Fiorentina kom í heimsókn í ítölsku deildinni í dag. Napoli vann mikilvægan 3-1 sigur og er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti.

Guðný spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar í sigrinum í dag. Lára Kristín kom inn á sem varamaður á 60. mínútu.

Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik. Isotta Nocchi kom Napoli yfir strax á 5. mínútu, og var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar. 

Melania Martinovic minnkaði muninn fyrir gestina á 17. mínútu, en Eleonora Goldoni kom heimakonum í 3-1 á 38. mínútu.

Eins og áður segir var ekkert skorað í seinni hálfleik og niðurstaðan því 3-1 sigur Napoli sem er enn í næst neðsta sæti ítölsku deildarinnar. Með sigrinum komast þær í átta stig og eru nú aðeins einu stigi á eftir San Marino Academy í öruggu sæti. San Marino á þó einn leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×