Fótbolti

Guðlaugur Victor skoraði í jafntefli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðlaugur Victor í lek með íslenska landsliðinu.
Guðlaugur Victor í lek með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Guðlaugur Victor Pálsson skoraði fyrra mark Darmstadt þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli á útivelli gegn Eintracht Braunschweig í þýsku annari deildinni.

Guðlaugur Victor kom gestunum yfir á 13. mínútu leiksins eftir undirbúning Erich Berko.

Gestirnir voru þó ekki lengi með forystuna, en á 17. mínútu jafnaði Nick Proschwitz metin úr vítaspyrnu.

Nick Proschwitz fékk svo tækifæri til að koma sínum mönnum yfir úr annari vítaspyrnu átta mínútum seinna. Hann nýtti þó ekki spyrnuna og því var jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Erich Berko hélt að hann hefði komið gestunum í 1-2 á 86. mínútu, en myndabandstæknin var nýtt og markið dæmt af. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Guðlaugur Victor og félagar eru í 11. sæti deildarinnar, en Braunschweig situr 15. sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×