Innlent

Fegurð eldgossins í gegnum linsu ljósmyndarans

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndasyrpa aðalmynd
Vísir/Vilhelm

Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt en það þykir sjónrænt og jafnvel fallegt. Það hófst skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi og síðan þá hefur dregið nokkuð úr virkni.

Hér að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók af Fagradalsfjalli í morgun. Hann fór með þyrlu yfir svæðið og var henni svo lent á Fagradalsfjalli þar sem hann tók einnig myndir.

Eldgosið hófst í gærkvöldi og hefur dregið úr virkni þess síðan þá.Vísir/Vilhelm
Eldgosið þykir mjög sjónrænt.Vísir/Vilhelm
Veðurstofan segir ólíklegt að hraunið muni valda tjóni.Vísir/Vilhelm
Engin gosaska hefur mælst frá eldstöðvunum.Vísir/Vilhelm
Almannavarnastig var lækkað niður á hættustig í morgun.Vísir/Vilhelm
Búist er við því að gas frá eldgosinu muni berast til höfuðborgarsvæðisins í litlu magni í dag.Vísir/Vilhelm
Hraunið flæðir úr iðrum jarðar.Vísir/Vilhelm
Fólk hefur verið beðið um að fara ekki óundirbúið. Svæðið er hættusvæði og mikið er um lægðir þar sem gas getur safnast saman og verið hættulegt fólki.Vísir/Vilhelm
Nokkrir gígar sem þessi hafa myndast í hrauninu.Vísir/Vilhelm
Litlar líkur eru taldar á því að hraunið muni komast upp úr Geldingadal.Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.