Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2021 02:32 Rauðglóandi hraunið sést hér úr lofti í kvöld. Vísir/Sigurjón Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. Talið er að sprungan þar sem hraun flæðir nú upp í Geldingadal sé allt að 700 metra löng. Ekki er talið að nein hætta stafi af gosinu og það raunar sagt á besta mögulega stað. Norska ríkisútvarpið ræðir við norska jarðfræðinginn Børge Johannes Wigum, sem búsettur er í Reykjavík. Hann segir eldgosið hafa komið fólki á óvart, þrátt fyrir hina miklu skjálftavirkni dagana á undan. „Eldfjall sem legið hefur lengi í dvala lifnar við á suðvesturhorni Íslands,“ segir AP-fréttaveitan í fyrirsögn sinni. CNN slær því upp í fyrirsögn að eldgosið sé í grennd við höfuðborgina Reykjavík en bæði Berlingske í Danmörku og De Telegraaf í Hollandi einblína á flugumferð í sínum fyrirsögnum. „Eldgos stöðvar flugumferð til Reykjavíkur“ segir í fyrirsögn Berlingske. Þá ræðir Reuters-fréttaveitan við Rannveigu Guðmundsdóttur íbúa í Grindavík. „Ég sé rauðan himininn út um gluggann hjá mér. Allir hérna eru að fara upp í bílana sína til að keyra upp eftir,“ segir Rannveig. Þá rifjar Reuters upp eldgosið sem varð í Eyjafjallajökli fyrir rúmum áratug. „Ólíkt því sem gerðist við gosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stöðvaði um það bil 900 þúsund flug og neyddi hundruð Íslendinga til að flýja heimili sín, er ekki talið að þetta gos spúi mikilli ösku eða reyk upp í loft.“ Þá fjalla breskir fjölmiðlar einnig um gosið, sem prýðir forsíður bæði BBC og Guardian. Sky News segir eldfjallið „Fagradals Mountain volcano“ hafa loksins vaknað til lífsins í kvöld eftir þúsundir lítilla jarðskjálfta undanfarnar vikur. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20. mars 2021 01:26 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Talið er að sprungan þar sem hraun flæðir nú upp í Geldingadal sé allt að 700 metra löng. Ekki er talið að nein hætta stafi af gosinu og það raunar sagt á besta mögulega stað. Norska ríkisútvarpið ræðir við norska jarðfræðinginn Børge Johannes Wigum, sem búsettur er í Reykjavík. Hann segir eldgosið hafa komið fólki á óvart, þrátt fyrir hina miklu skjálftavirkni dagana á undan. „Eldfjall sem legið hefur lengi í dvala lifnar við á suðvesturhorni Íslands,“ segir AP-fréttaveitan í fyrirsögn sinni. CNN slær því upp í fyrirsögn að eldgosið sé í grennd við höfuðborgina Reykjavík en bæði Berlingske í Danmörku og De Telegraaf í Hollandi einblína á flugumferð í sínum fyrirsögnum. „Eldgos stöðvar flugumferð til Reykjavíkur“ segir í fyrirsögn Berlingske. Þá ræðir Reuters-fréttaveitan við Rannveigu Guðmundsdóttur íbúa í Grindavík. „Ég sé rauðan himininn út um gluggann hjá mér. Allir hérna eru að fara upp í bílana sína til að keyra upp eftir,“ segir Rannveig. Þá rifjar Reuters upp eldgosið sem varð í Eyjafjallajökli fyrir rúmum áratug. „Ólíkt því sem gerðist við gosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stöðvaði um það bil 900 þúsund flug og neyddi hundruð Íslendinga til að flýja heimili sín, er ekki talið að þetta gos spúi mikilli ösku eða reyk upp í loft.“ Þá fjalla breskir fjölmiðlar einnig um gosið, sem prýðir forsíður bæði BBC og Guardian. Sky News segir eldfjallið „Fagradals Mountain volcano“ hafa loksins vaknað til lífsins í kvöld eftir þúsundir lítilla jarðskjálfta undanfarnar vikur.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20. mars 2021 01:26 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39
Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20. mars 2021 01:26
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels