Innlent

Sjáðu eld­gosið úr þyrlu Land­helgis­gæslunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hraunið spýtist upp úr sprungunni.
Hraunið spýtist upp úr sprungunni. Skjáskot

Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir.

Myndböndin má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Gossprungan sem myndast hefur í eldgosinu er 500 til 700 metra löng. Hraun rennur í tvær áttir, annars vegar til suðurs og hins vegar til vesturs.

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, sagði í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú fyrir skemmstu að ólíklegt væri að hraun komi til með að renna nálægt byggð eða að gosið hafi áhrif á innviði á svæðinu.

Sigurjón Guðni Ólason, tökumaður Stöðvar 2, myndaði gosið sömuleiðis úr þyrlu síðar í nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.