Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2021 10:47 Funduri bandarískra og kínverskra embættismann fór ekki vel af stað en fregnir hafa borist af því að dregið hafi úr deilum þegar fundurinn færðist á bakvið tjöldin. AP/Frederic J. Brown Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund. Þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Yang Jiechi, yfirmaður utanríkismála hjá Kommúnistaflokki Kína, funduðu auk annarra embættismanna. Fundurinn hófst með upphafsræðum fyrir framan myndavélar þar sem Blinken sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra staðráðna og sameinaða í því að standa í hárinu á Kína. Hann sagði að á fundinum myndu þeir ræða áhyggjur Bandaríkjanna af aðgerðum Kínverja í Xinjiang héraði, þar sem þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð, Taívan og Hong Kong. Þá nefndi hann tölvuárásir í Bandaríkjunum og þrýsting á bandamenn Bandaríkjanna. Yang hélt því næst rúmlega fimmtán mínútna langa ræðu þar sem hann fór hörðum orðum um Bandaríkin. Sakaði hann Bandaríkin um hræsni og sagði ríkið lengi hafa beitt yfirráðum sínum til að halda öðrum niðri. Hann gagnrýndi Bandaríkin einnig vegna slæms ástands lýðræðis þar og ofbeldis í garð minnihlutahópa. Þá sagði Yang að málefni Hong Kong, Taívan og Úígúra í Xinjiang væru innanríkismál Kína og kæmu öðrum ekki við. Í frétt Reuters segir að Blinken hafi krafist þess að blaðamönnum yrði ekki vikið úr herberginu eftir ræðu Yang, svo hann gæti svarað henni. Meðal annars sagði hann að málefnin sem Yang hefði nenft væru ekki eingöngu innanríkismál, því þau séu gegn alþjóðalögum og ógni stöðugleika heimsins. AP fréttaveitan segir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Bidens, hafa tekið undir það og sakað Kína um „árás á grunngildi“. Kínverjar kröfðust þess svo að fá að svara svari Blinken og deildu báðir um hvenær fjölmiðlum yrði vikið út. Miðað við fréttir fjölmiðla vestanhafs og í Asíu saka báðar fylkingar hina um að hafa mætt á fundinn með það í huga að skapa sjónarspil og að hafa rofið samkomulag um opnunarræðurnar. Bandaríkjamenn segja að Kínverjar hafi talað mun lengur en þeir hafi samþykkt að gera, eða í fimmtán mínútur í stað tveggja, og Kínverjar segja Bandaríkjamenn hafa brotið samkomulag með grunnlausum ásökunum í garð Kína. South China Morning Post hefur eftir ónefndum bandarískum embættismanni sem ræddi við blaðamenn eftir fundinn að leggja línurnar varðandi komandi samskipti ríkjanna en kínversku embættismennirnir hafi mætt með það í huga að halda einhverskonar sýningu. Samband ríkjanna hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og hefur það versnað sérstaklega mikið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem lagði meðal annars tolla á ýmsar vörur frá Kína. Ráðamenn í Kína hafa viljað losna við þessa tolla en Biden hefur ekki sagt hvort hann ætli sér að gera það. Þar að auki hefur hann ekki opinberað formlega afstöðu sína gagnvart Kína, að öðru leyti en Hvíta húsið hefur lagt meiri áherslu á mannréttindabrot Kínverja. Viðræðurnar munu halda áfram í dag. Bandaríkin Kína Taívan Hong Kong Suður-Kínahaf Mannréttindi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Yang Jiechi, yfirmaður utanríkismála hjá Kommúnistaflokki Kína, funduðu auk annarra embættismanna. Fundurinn hófst með upphafsræðum fyrir framan myndavélar þar sem Blinken sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra staðráðna og sameinaða í því að standa í hárinu á Kína. Hann sagði að á fundinum myndu þeir ræða áhyggjur Bandaríkjanna af aðgerðum Kínverja í Xinjiang héraði, þar sem þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð, Taívan og Hong Kong. Þá nefndi hann tölvuárásir í Bandaríkjunum og þrýsting á bandamenn Bandaríkjanna. Yang hélt því næst rúmlega fimmtán mínútna langa ræðu þar sem hann fór hörðum orðum um Bandaríkin. Sakaði hann Bandaríkin um hræsni og sagði ríkið lengi hafa beitt yfirráðum sínum til að halda öðrum niðri. Hann gagnrýndi Bandaríkin einnig vegna slæms ástands lýðræðis þar og ofbeldis í garð minnihlutahópa. Þá sagði Yang að málefni Hong Kong, Taívan og Úígúra í Xinjiang væru innanríkismál Kína og kæmu öðrum ekki við. Í frétt Reuters segir að Blinken hafi krafist þess að blaðamönnum yrði ekki vikið úr herberginu eftir ræðu Yang, svo hann gæti svarað henni. Meðal annars sagði hann að málefnin sem Yang hefði nenft væru ekki eingöngu innanríkismál, því þau séu gegn alþjóðalögum og ógni stöðugleika heimsins. AP fréttaveitan segir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Bidens, hafa tekið undir það og sakað Kína um „árás á grunngildi“. Kínverjar kröfðust þess svo að fá að svara svari Blinken og deildu báðir um hvenær fjölmiðlum yrði vikið út. Miðað við fréttir fjölmiðla vestanhafs og í Asíu saka báðar fylkingar hina um að hafa mætt á fundinn með það í huga að skapa sjónarspil og að hafa rofið samkomulag um opnunarræðurnar. Bandaríkjamenn segja að Kínverjar hafi talað mun lengur en þeir hafi samþykkt að gera, eða í fimmtán mínútur í stað tveggja, og Kínverjar segja Bandaríkjamenn hafa brotið samkomulag með grunnlausum ásökunum í garð Kína. South China Morning Post hefur eftir ónefndum bandarískum embættismanni sem ræddi við blaðamenn eftir fundinn að leggja línurnar varðandi komandi samskipti ríkjanna en kínversku embættismennirnir hafi mætt með það í huga að halda einhverskonar sýningu. Samband ríkjanna hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og hefur það versnað sérstaklega mikið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem lagði meðal annars tolla á ýmsar vörur frá Kína. Ráðamenn í Kína hafa viljað losna við þessa tolla en Biden hefur ekki sagt hvort hann ætli sér að gera það. Þar að auki hefur hann ekki opinberað formlega afstöðu sína gagnvart Kína, að öðru leyti en Hvíta húsið hefur lagt meiri áherslu á mannréttindabrot Kínverja. Viðræðurnar munu halda áfram í dag.
Bandaríkin Kína Taívan Hong Kong Suður-Kínahaf Mannréttindi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira