Landsliðsþjálfarinn segir að leikmenn eigi að fá bóluefni sem fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 10:01 Gareth Southgate þakkar danska landsliðsmanninum Christian Eriksen fyrir leikinn eftir leik Englendinga og Dana fyrir áramót. EPA-EFE/Toby Melville Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, er harður á því að knattspyrnumenn eigi nú að ganga fyrir í röðinni þar sem beðið er eftir því að fá bóluefni gegn kórónuveirunni. Nú þegar hafa 25 milljónir Breta fengið bóluefni eða næstum því helmingur íbúa. Bólusetningin er því komin vel á veg þar. Enginn fótboltamaður hefur samt fengið bólusetningu en margir leikmenn hafa ferðast um Evrópu og víðar til að keppa í íþrótt sinni að undanförnu. England manager Gareth Southgate says footballers should be offered the coronavirus vaccine soon because of the risks of playing during the pandemic.Full story #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2021 Southgate tilkynnti hópinn sinn fyrir leiki í undankeppni HM og ræddi þá skoðun sína á bólusetningum. Southgate sagði að fótboltinn beri ábyrgð á því að verja heilsu leikmanna sem eru látnir spila við þessar aðstæður í miðjum heimsfaraldri. „Við erum komnir á þann stað að við erum að biðja íþróttafólk um að fara út í aðstæður þar sem þau eru líklegri en aðrir til að smitast og mér finnst við bera ábyrgð gagnvart þeim líka,“ sagði Gareth Southgate. Heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem vinnur við félagslega þjónustu var í hópi þeirra fyrstu sem fengu bólusetningu í Bretlandi en þeir sem hafa fengið boð um bólusetningu eru aðallega eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Að mínu meti þá finnst mér við vera komin nálægt þeim stað að það sé orðið ásættanlegt að íþróttafólk komist á þennan lista. Við erum að biðja þau um að halda áfram að keppa,“ sagði Southgate. Players should be offered #covid19 vaccine, says England boss Gareth Southgatehttps://t.co/3kd3YV5HbI— The National Sport (@NatSportUAE) March 19, 2021 „Ég er ekki að tala um að þeir hafi átt að vera á undan lykilstarfsfólki eða kennurum en við erum að komast í þá stöðu að það ætti að vera ásættanlegt að íþróttafólki fái bóluefni. Fótboltinn gæti líka sparað heilbrigðisþjónustunni pening með því að kaupa bóluefnið og sjá um dreifingu á því líka, sagði Southgate. „Fótboltamenn eru að taka áhættu með að koma aftur heim til fjölskyldna sinna eftir keppnisferðalög og margir þeirra hafa fengið kórónuveiruna vegna vinnu sinnar,“ sagði Gareth Southgate. HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira
Nú þegar hafa 25 milljónir Breta fengið bóluefni eða næstum því helmingur íbúa. Bólusetningin er því komin vel á veg þar. Enginn fótboltamaður hefur samt fengið bólusetningu en margir leikmenn hafa ferðast um Evrópu og víðar til að keppa í íþrótt sinni að undanförnu. England manager Gareth Southgate says footballers should be offered the coronavirus vaccine soon because of the risks of playing during the pandemic.Full story #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2021 Southgate tilkynnti hópinn sinn fyrir leiki í undankeppni HM og ræddi þá skoðun sína á bólusetningum. Southgate sagði að fótboltinn beri ábyrgð á því að verja heilsu leikmanna sem eru látnir spila við þessar aðstæður í miðjum heimsfaraldri. „Við erum komnir á þann stað að við erum að biðja íþróttafólk um að fara út í aðstæður þar sem þau eru líklegri en aðrir til að smitast og mér finnst við bera ábyrgð gagnvart þeim líka,“ sagði Gareth Southgate. Heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem vinnur við félagslega þjónustu var í hópi þeirra fyrstu sem fengu bólusetningu í Bretlandi en þeir sem hafa fengið boð um bólusetningu eru aðallega eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Að mínu meti þá finnst mér við vera komin nálægt þeim stað að það sé orðið ásættanlegt að íþróttafólk komist á þennan lista. Við erum að biðja þau um að halda áfram að keppa,“ sagði Southgate. Players should be offered #covid19 vaccine, says England boss Gareth Southgatehttps://t.co/3kd3YV5HbI— The National Sport (@NatSportUAE) March 19, 2021 „Ég er ekki að tala um að þeir hafi átt að vera á undan lykilstarfsfólki eða kennurum en við erum að komast í þá stöðu að það ætti að vera ásættanlegt að íþróttafólki fái bóluefni. Fótboltinn gæti líka sparað heilbrigðisþjónustunni pening með því að kaupa bóluefnið og sjá um dreifingu á því líka, sagði Southgate. „Fótboltamenn eru að taka áhættu með að koma aftur heim til fjölskyldna sinna eftir keppnisferðalög og margir þeirra hafa fengið kórónuveiruna vegna vinnu sinnar,“ sagði Gareth Southgate.
HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira