Erlent

Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, reynir að fullvissa bresku þjóðina um ágæti bóluefnis AstraZeneca á meðan tortryggni gætir í garð bóluefnisins vegna tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, reynir að fullvissa bresku þjóðina um ágæti bóluefnis AstraZeneca á meðan tortryggni gætir í garð bóluefnisins vegna tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir. Stefan Rousseau - WPA Pool/Getty

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir.

Johnson hvatti fólk eindregið til að þiggja bólusetningu og sagði að leiðin út úr útgöngubanni væri samkvæmt áætlun. Engar breytingar væru á umræddri áætlun en bætti við að einhverjar tafir yrðu á afhendingu bóluefnis.

Johnson sagði að bóluefnið væri öruggt, öfugt við það að smitast af kórónuveirunni. Þess vegna væri það svo gríðarlega mikilvægt að fólk myndi láta bólusetja sig þegar röðin kæmi að því.

Sjálfur var Johnson lagður inn á spítala vegna veirunnar í aprílmánuði 2020 þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir.

Frá því að tilkynningar um blóðtappa tóku að spyrjast út hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ítrekað sagt að bólusetning með AstraZeneca væri öruggari en útbreidd veira og hefur hvatt þjóðir heims til að gera ekki hlé á notkun þess á meðan efnið væri rannsakað frekar. Stofnunin mun birta niðurstöður eigin rannsóknar á bóluefninu síðar í dag.

Noregur, Svíþjóð og Danmörk hyggjast að bíða með að hefja bólusetningar með efninu um stundarsakir á meðan frekari upplýsinga er aflað.


Tengdar fréttir

Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×