Botnvörpuveiðar taldar losa jafnmikið og flugsamgöngur Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 15:09 Togarar í höfn. Fiskveiðar við Ísland fara að miklu leyti fram með botnvörpu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Allt að milljarður tonna af koltvísýringi losnar út í höf jarðar vegna botnvörpuveiða á ári, meira en losnar frá samgöngum út í loftið. Þetta er á meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar á hvernig þjóðir geta barist gegn loftslagsbreytingum og hruni vistkerfa hafsins. Lengi hefur verið vitað að veiðar með botnvörpu valda miklum skaða á lífríki hafsbotnsins. Í rannsókninni sem birtist í vísindaritinu Nature í gær er hins vegar reiknað í fyrsta skipti hversu miklu kolefni botnvörpuveiðar þyrla upp úr setlögum á hafsbotninum. Setlögin eru einn stærsti kolefnissvelgur jarðarinnar. Þau gætu órsökuð bundið kolefnis þar í tugi þúsunda ára, að sögn New York Times. Kolefnislosunin frá hafsbotninum hefur ekki bein áhrif á hlýnun við yfirborð jarðar eins og útblástur á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Þess í stað eykur hún á súrnun sjávar og ógnar þannig lífríki sjávar. Ákveðnar kalkmyndandi sjávarlífverur eins og kórallar, áta, þörungar, skeldýr og lirfur ýmissa sjávardýra eru afar viðkvæmar fyrir smávægilegum breytingum í sýrustigi hafsins. Höf jarðar hafa þegar tekið við um 20-30 prósentum þess kolefnis sem menn hafa losað út í lofthjúp jarðar frá 9. áratugnum og um 90 prósentum umframhlýnunar vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og jarðgasi. Þannig hefur hafið takmarkað þá hlýnun sem hefur orðið við yfirborð jarðar. Losun kolefnis úr hafsbotninum út í hafið dregur aftur á móti úr getu þess til að taka við kolefni úr lofti. Kínverjar, Rússar, Ítalir, Bretar og Danir eru stórtækustu þjóðirnar í botnvörpuveiðum í heiminum. Veiðar við strendur Íslands fara einnig að mestu leyti fram með botnvörpu. Ákveðin svæði hafa þó verið friðuð til að venda viðkvæmt lífríki eins og kóralla og svampa. Niðurstöður útreikninganna á kolefnisfótspori botnvörpuveiða kom vísindamönnunum verulega á óvart. Trisha Atwood, hafvistfræðingur við Ríkisháskólann í Utah í Bandaríkjunum og einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, líkir togaraveiðum við það að ryðja skóg fyrir landbúnað í viðtali við New York Times. „Þetta þurrkar út líffræðilegan fjölbreytileika, þetta þurrkar út fyrirbæri eins og djúpsjávarkóralla sem taka hundruð ára að vaxa,“ segir Atwood. Nú séu einnig vísbendingar um að veiðarnar losi gríðarlegt magn af koltvísýringi. Atwood og fleiri rannsaka nú hvort að koltvísýringur af hafsbotni endi að lokum úti í lofthjúpnum. Frumniðurstöður benda til þess að mikill hluti hans geri það. Uppfært 19.3.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að höfin hefðu tekið við 90% af kolefni sem menn hafa losað frá upphafi iðnbyltingarinnar. Það rétta er að höfin hafa tekið við um 90% þeirrar umframhlýnunar sem hefur orðið vegna gróðurhúsaáhrifa þess kolefnis sem menn hafa brennt. Loftslagsmál Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Lengi hefur verið vitað að veiðar með botnvörpu valda miklum skaða á lífríki hafsbotnsins. Í rannsókninni sem birtist í vísindaritinu Nature í gær er hins vegar reiknað í fyrsta skipti hversu miklu kolefni botnvörpuveiðar þyrla upp úr setlögum á hafsbotninum. Setlögin eru einn stærsti kolefnissvelgur jarðarinnar. Þau gætu órsökuð bundið kolefnis þar í tugi þúsunda ára, að sögn New York Times. Kolefnislosunin frá hafsbotninum hefur ekki bein áhrif á hlýnun við yfirborð jarðar eins og útblástur á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Þess í stað eykur hún á súrnun sjávar og ógnar þannig lífríki sjávar. Ákveðnar kalkmyndandi sjávarlífverur eins og kórallar, áta, þörungar, skeldýr og lirfur ýmissa sjávardýra eru afar viðkvæmar fyrir smávægilegum breytingum í sýrustigi hafsins. Höf jarðar hafa þegar tekið við um 20-30 prósentum þess kolefnis sem menn hafa losað út í lofthjúp jarðar frá 9. áratugnum og um 90 prósentum umframhlýnunar vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og jarðgasi. Þannig hefur hafið takmarkað þá hlýnun sem hefur orðið við yfirborð jarðar. Losun kolefnis úr hafsbotninum út í hafið dregur aftur á móti úr getu þess til að taka við kolefni úr lofti. Kínverjar, Rússar, Ítalir, Bretar og Danir eru stórtækustu þjóðirnar í botnvörpuveiðum í heiminum. Veiðar við strendur Íslands fara einnig að mestu leyti fram með botnvörpu. Ákveðin svæði hafa þó verið friðuð til að venda viðkvæmt lífríki eins og kóralla og svampa. Niðurstöður útreikninganna á kolefnisfótspori botnvörpuveiða kom vísindamönnunum verulega á óvart. Trisha Atwood, hafvistfræðingur við Ríkisháskólann í Utah í Bandaríkjunum og einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, líkir togaraveiðum við það að ryðja skóg fyrir landbúnað í viðtali við New York Times. „Þetta þurrkar út líffræðilegan fjölbreytileika, þetta þurrkar út fyrirbæri eins og djúpsjávarkóralla sem taka hundruð ára að vaxa,“ segir Atwood. Nú séu einnig vísbendingar um að veiðarnar losi gríðarlegt magn af koltvísýringi. Atwood og fleiri rannsaka nú hvort að koltvísýringur af hafsbotni endi að lokum úti í lofthjúpnum. Frumniðurstöður benda til þess að mikill hluti hans geri það. Uppfært 19.3.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að höfin hefðu tekið við 90% af kolefni sem menn hafa losað frá upphafi iðnbyltingarinnar. Það rétta er að höfin hafa tekið við um 90% þeirrar umframhlýnunar sem hefur orðið vegna gróðurhúsaáhrifa þess kolefnis sem menn hafa brennt.
Loftslagsmál Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent