Sú nýjasta hjá Þór/KA æfði með strákum í Úganda frá fimm til fjórtán ára aldurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 16:00 Uppruni, ferill og afrek Söndru Nabweteme gera hana að virkilega áhugaverðum leikmanni og verður gaman að sjá hvernig hún mun standa sig í íslensku deildinni í sumar. Instagram/@thorkastelpur Þór/KA hefur styrkt sig með þremur erlendum leikmönnum fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu en leikmennirnir koma frá Bandaríkjunum, Kanada og Úganda. Þór/KA segir frá nýjum erlendum leikmönnum liðsins á miðlum sínum. Þetta eru þær Sandra Nabweteme frá Úganda (framherji), Miranda Smith frá Kanada (miðjumaður) og Colleen Kennedy frá Bandaríkjunum (kantmaður/framherji). Gengið hefur verið frá samningum við þær allar og er unnið að því að fá tilskilin leyfi hjá Útlendingastofnun þannig að KSÍ geti staðfest félagaskipti þeirra. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Andri Hjörvar Albertsson þjálfari kveðst spenntur fyrir komandi tímabili og þessum nýju leikmönnum en var í suttu spjalli við Instagram síða Þór/KA stelpna. „Með tilkomu þessara þriggja erlendu leikmanna fáum við reynslu inn í hinn unga leikmannahóp okkar og styrkjum ákveðnar stöður á vellinum. Leikmannahópurinn hefur tekið miklum breytingum eftir undanfarin þrjú tímabil, bæði með brotthvarfi erlendra leikmanna og innlendra sem ýmist hafa haldið utan í atvinnumennsku eða til félaga á suðvesturhorninu. Við horfum bjartsýn fram á komandi tímabil og hlökkum til að takast á við þær áskoranir sem bíða okkar. Við bindum miklar vonir við þessa þrjá erlendu leikmenn og vonumst til að þær geri okkar öflugu heimastelpur í Þór/KA enn öflugri,“ sagði Andri Hjörvar. Sandra Nabweteme, sem er fædd árið 1996, er landsliðskona frá Katwe í Úganda. Þar hóf hún að æfa knattspyrnu með strákum þegar hún var fimm ára og æfði með strákum þar til hún varð 14 ára. Sandra hafði hún vakið athygli þjálfara og var boðið í Kawempe Muslim-skólann í Úganda þar sem hún spilaði bæði fyrir skólaliðið og meistaraflokksliðið þegar kvennadeildin var stofnuð 2015. Sandra Nabweteme spilaði tvö tímabil í deildinni í Úganda. Á fyrra tímabilinu skoraði hún 17 mörk í níu leikjum og 23 mörk í 14 leikjum á síðari tímabilinu. Árið 2016 hélt hún til Bandaríkjanna í háskólanám og lék með SWOSU-háskólaliðinu (Southwestern Oklahoma State University) næstu fjögur árin meðfram námi í eðlisverkfræði og stærðfræði. Sandra hélt áfram að raða inn mörkum vestra, spilaði samtals 81 leik með SWOSU-liðinu, skoraði 78 mörk og átti 36 stoðsendingar. Hún átti meðal annars stóran þátt í að liðið vann GAC-deildina (Great American Conference) og vann til margvíslegra viðurkenninga á ferli sínum þar, bæði innan deildarinnar og á landsvísu. Hér fyrir neðan má sjá líka kynningu Þór/KA á hinum leikmönnum liðsins. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Þór/KA segir frá nýjum erlendum leikmönnum liðsins á miðlum sínum. Þetta eru þær Sandra Nabweteme frá Úganda (framherji), Miranda Smith frá Kanada (miðjumaður) og Colleen Kennedy frá Bandaríkjunum (kantmaður/framherji). Gengið hefur verið frá samningum við þær allar og er unnið að því að fá tilskilin leyfi hjá Útlendingastofnun þannig að KSÍ geti staðfest félagaskipti þeirra. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Andri Hjörvar Albertsson þjálfari kveðst spenntur fyrir komandi tímabili og þessum nýju leikmönnum en var í suttu spjalli við Instagram síða Þór/KA stelpna. „Með tilkomu þessara þriggja erlendu leikmanna fáum við reynslu inn í hinn unga leikmannahóp okkar og styrkjum ákveðnar stöður á vellinum. Leikmannahópurinn hefur tekið miklum breytingum eftir undanfarin þrjú tímabil, bæði með brotthvarfi erlendra leikmanna og innlendra sem ýmist hafa haldið utan í atvinnumennsku eða til félaga á suðvesturhorninu. Við horfum bjartsýn fram á komandi tímabil og hlökkum til að takast á við þær áskoranir sem bíða okkar. Við bindum miklar vonir við þessa þrjá erlendu leikmenn og vonumst til að þær geri okkar öflugu heimastelpur í Þór/KA enn öflugri,“ sagði Andri Hjörvar. Sandra Nabweteme, sem er fædd árið 1996, er landsliðskona frá Katwe í Úganda. Þar hóf hún að æfa knattspyrnu með strákum þegar hún var fimm ára og æfði með strákum þar til hún varð 14 ára. Sandra hafði hún vakið athygli þjálfara og var boðið í Kawempe Muslim-skólann í Úganda þar sem hún spilaði bæði fyrir skólaliðið og meistaraflokksliðið þegar kvennadeildin var stofnuð 2015. Sandra Nabweteme spilaði tvö tímabil í deildinni í Úganda. Á fyrra tímabilinu skoraði hún 17 mörk í níu leikjum og 23 mörk í 14 leikjum á síðari tímabilinu. Árið 2016 hélt hún til Bandaríkjanna í háskólanám og lék með SWOSU-háskólaliðinu (Southwestern Oklahoma State University) næstu fjögur árin meðfram námi í eðlisverkfræði og stærðfræði. Sandra hélt áfram að raða inn mörkum vestra, spilaði samtals 81 leik með SWOSU-liðinu, skoraði 78 mörk og átti 36 stoðsendingar. Hún átti meðal annars stóran þátt í að liðið vann GAC-deildina (Great American Conference) og vann til margvíslegra viðurkenninga á ferli sínum þar, bæði innan deildarinnar og á landsvísu. Hér fyrir neðan má sjá líka kynningu Þór/KA á hinum leikmönnum liðsins. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur)
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira