Segir það betri fjárfestingu að setja pening í kvennadeildina en í karlana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 14:31 Alexis Ohanian sést hér með eignkonu sinni Serenu Williams og dóttur þeirra Alexis Olympiu. Getty/Hannah Peters Bandaríski fjárfestirinn Alexis Ohanian, sem er einn af stofnendum Reddit og eiginmaður tennisstjörnunnar Serena Williams, hefur ákveðnar skoðanir á kvennafótbolta í heimalandi sínu. Ohanian er einn af þeim sem standa að baki nýja bandaríska kvennafótboltaliðinu Angel City FC en þar hefur hann verið í fararbroddi. Angel City liðið er frá Los Angeles og mun væntanlega byrja að spila í NWSL-deildinni árið 2022 en margir heimsfrægir aðilar eru í eigandahópnum, þar á meðal eiginkonan og súperstjarnan Serena Williams. Angel City: Initializing a Women s Football Club in Los Angeles | by Alexis Ohanian | Initialized Capital | Jul, 2020 | Medium https://t.co/pUfFTxEifv— Kai Ryssdal (@kairyssdal) July 29, 2020 Ohanian segir að það sé að hans meti betri fjárfesting að setja pening í NWSL-deild stelpnanna en í MLS-deild strákanna. „Það er gríðarlega mikils virði að vera tengdur þessum konum. Heildarmarkaðsvirði af slíku er meira í dag en að tengja sig karlaboltanum. Þetta segi með ég með fullri virðningu fyrir körlunum því þeir eru að skila flottu starfi líka. Mér finnst bara fáránlegt hvað þessar konur eru vanmetnar,“ sagði Alexis Ohanian í samtali við ESPN. In an interview with ESPN colleague @fernandopalomo, #WeAreAngelCity lead investor Alexis Ohanian says, "The value of being associated with these women, I think, is a greater brand value than being associated with their male counterparts." https://t.co/MQEAvVC7g5 #NWSL— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) March 17, 2021 „Bandarískir aðdáendur eru að átta sig á því að það eru frábærir íþróttamenn að spila þessa íþrótt út um allan heim og bestu knattspyrnukonur heims eru bandarískar. Það er ekki hægt að segja það um knattspyrnumenn þjóðarinnar,“ sagði Ohanian. Í eigandahóp Angel City eru auk hjónanna leikkonurnar Natalie Portman, Jennifer Garner og Eva Longoria og gömlu fótboltastjörnurnar Julie Foudy, Mia Hamm og Abby Wambach svo einhverjar séu nefndar. Liðið mun spila heimaleiki sína á Banc of California leikvanginum sem er suður af miðbæ Los Angeles en karllið LAFC úr MLS-deildinni spilar líka á vellinum. Fótbolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Ohanian er einn af þeim sem standa að baki nýja bandaríska kvennafótboltaliðinu Angel City FC en þar hefur hann verið í fararbroddi. Angel City liðið er frá Los Angeles og mun væntanlega byrja að spila í NWSL-deildinni árið 2022 en margir heimsfrægir aðilar eru í eigandahópnum, þar á meðal eiginkonan og súperstjarnan Serena Williams. Angel City: Initializing a Women s Football Club in Los Angeles | by Alexis Ohanian | Initialized Capital | Jul, 2020 | Medium https://t.co/pUfFTxEifv— Kai Ryssdal (@kairyssdal) July 29, 2020 Ohanian segir að það sé að hans meti betri fjárfesting að setja pening í NWSL-deild stelpnanna en í MLS-deild strákanna. „Það er gríðarlega mikils virði að vera tengdur þessum konum. Heildarmarkaðsvirði af slíku er meira í dag en að tengja sig karlaboltanum. Þetta segi með ég með fullri virðningu fyrir körlunum því þeir eru að skila flottu starfi líka. Mér finnst bara fáránlegt hvað þessar konur eru vanmetnar,“ sagði Alexis Ohanian í samtali við ESPN. In an interview with ESPN colleague @fernandopalomo, #WeAreAngelCity lead investor Alexis Ohanian says, "The value of being associated with these women, I think, is a greater brand value than being associated with their male counterparts." https://t.co/MQEAvVC7g5 #NWSL— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) March 17, 2021 „Bandarískir aðdáendur eru að átta sig á því að það eru frábærir íþróttamenn að spila þessa íþrótt út um allan heim og bestu knattspyrnukonur heims eru bandarískar. Það er ekki hægt að segja það um knattspyrnumenn þjóðarinnar,“ sagði Ohanian. Í eigandahóp Angel City eru auk hjónanna leikkonurnar Natalie Portman, Jennifer Garner og Eva Longoria og gömlu fótboltastjörnurnar Julie Foudy, Mia Hamm og Abby Wambach svo einhverjar séu nefndar. Liðið mun spila heimaleiki sína á Banc of California leikvanginum sem er suður af miðbæ Los Angeles en karllið LAFC úr MLS-deildinni spilar líka á vellinum.
Fótbolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira