Stefnir í annað kjörtímabil Mark Rutte þrátt fyrir hneykslismál Eiður Þór Árnason skrifar 18. mars 2021 00:05 Líklegt er að Mark Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu Hollands. EPA/BART MAAT Flokkur Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, er sigurvegari þingkosninga þar í landi, ef marka má útgönguspár. Fari svo mun Rutte og VVD flokkurinn líklega hefja fjórða kjörtímabil sitt við stjórnvölinn. Ríkisstjórn hans sagði af sér í janúar í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu og gert að endurgreiða ríkinu bætur. Hinn 54 ára Rutte hefur setið á forsætisráðherrastól í tíu ár og fari svo fram sem horfir er líklegast að hann nái að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Kjörstaðir opnir í þrjá daga til að dreifa álaginu Þinkosningar hófust í landinu á mánudag og lokaði kjörstöðum í kvöld. Samkvæmt útgönguspám mun íhaldsflokkur forsætisráðherrans hljóta 36 þingsæti af 150, vinstrimiðjuflokkurinn Democrats 66 fá 27 sæti og Frelsisflokkurinn, sem er undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, sautján þingsæti. Þá er hægrimiðjuflokknum Christian CDA spáð fjórtán sætum, Verkamannaflokknum (PvdA) níu og græna vinstri flokknum Groenlinks átta. Kjörsókn var 82,6 prósent. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna en aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam var komið upp sérstökum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis var komið upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Almennt er talið að kjósendur hafi nýtt þingkosningarnar til að leggja dóm á viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum. Yfir sextán þúsund hafa látist af völdum Covid-19 þar í landi og hefur harka reglulega færst í mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Útgöngubann er nú í gildi á næturnar þar í landi, fjöldasamkomur óheimilaðar og hefur flestum verslunum verið lokað. Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Ríkisstjórn hans sagði af sér í janúar í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu og gert að endurgreiða ríkinu bætur. Hinn 54 ára Rutte hefur setið á forsætisráðherrastól í tíu ár og fari svo fram sem horfir er líklegast að hann nái að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Kjörstaðir opnir í þrjá daga til að dreifa álaginu Þinkosningar hófust í landinu á mánudag og lokaði kjörstöðum í kvöld. Samkvæmt útgönguspám mun íhaldsflokkur forsætisráðherrans hljóta 36 þingsæti af 150, vinstrimiðjuflokkurinn Democrats 66 fá 27 sæti og Frelsisflokkurinn, sem er undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, sautján þingsæti. Þá er hægrimiðjuflokknum Christian CDA spáð fjórtán sætum, Verkamannaflokknum (PvdA) níu og græna vinstri flokknum Groenlinks átta. Kjörsókn var 82,6 prósent. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna en aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam var komið upp sérstökum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis var komið upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Almennt er talið að kjósendur hafi nýtt þingkosningarnar til að leggja dóm á viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum. Yfir sextán þúsund hafa látist af völdum Covid-19 þar í landi og hefur harka reglulega færst í mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Útgöngubann er nú í gildi á næturnar þar í landi, fjöldasamkomur óheimilaðar og hefur flestum verslunum verið lokað.
Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira