ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2021 16:03 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Hún telur ekki hægt að una við það hversu slæmar heimtur hafa orðið á bóluefni frá AstraZeneca á Bretlandi. Vísir/EPA Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti óánægju sinni með hversu hægt hafi gengið að fá AstraZeneca til að afhenda bóluefni sem það seldi sambandinu á sama tíma og um tíu milljónir skammta af öðrum bóluefnum hafi verið fluttir frá meginlandinu til Bretlands. „Við erum í neyðarástandi aldarinnar,“ sagði hún og vísaði til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins virtist í uppsiglingu víða í álfunni. Afar hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni innan Evrópusambandsins. Reuters-fréttastofan segir að innan við tíu prósent íbúa aðildarríkjanna hafi verið fullbólusett til þessa. „Ef staðan breytist ekki verðum við að íhuga hvernig við gerum útflutning til landa sem framleiða bóluefni háðan hversu opin þau eru. Við munum íhuga hvort að samræmi sé í útflutning til landa með hærra hlutfall bólusettra en hjá okkur,“ sagði von der Leyen. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, furðaði sig á hótunum sambandsins í dag og sagði þær stangast á við þau fyrirheit sem framkvæmdastjórnin hefði gefið Bretlandi. „Við ætlumst til þess að þessi fyrirheit og lagalega tryggt framboð verði virt. Satt best að segja er ég hissa á að við skulum vera að ræða þetta,“ sagði Raab. Útflutningsstopp og tímabundið bann Mikill styr hefur staðið um bóluefnið AstraZeneca í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld beittu fyrr í þessum mánuði heimild til þess að stöðva útflutning á hundruð þúsundum skammta af bóluefninu til Ástralíu sem höfðu verið framleiddir á Ítalíu. Undanfarna daga hefur hvert Evrópuríki á fætur öðru, þar á meðal stóru ríkin Þýskaland, Frakkland og Spánn, sett tímabundið bann við notkun á bóluefni AstraZeneca vegna tilkynningar um að nokkrir einstaklingar af fleiri milljónum sem hafa fengið það hafi fengið blóðtappa í kjölfarið. Engar vísbendingar um orsakasamhengi liggja þó fyrir að svo stöddu. Til stendur að Lyfjastofnun Evrópu gefi út leiðbeiningar um notkun bóluefnis AstraZeneca á morgun. Ísland er eitt þeirra ríkja sem stöðvaði notkun bóluefnisins tímabundið í síðustu viku. Landspítalinn þurfti meðal annars að henda um hundrað skömmtum af efninu sem höfðu þegar verið blandaðir þegar ákvörðunin var tekin. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti óánægju sinni með hversu hægt hafi gengið að fá AstraZeneca til að afhenda bóluefni sem það seldi sambandinu á sama tíma og um tíu milljónir skammta af öðrum bóluefnum hafi verið fluttir frá meginlandinu til Bretlands. „Við erum í neyðarástandi aldarinnar,“ sagði hún og vísaði til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins virtist í uppsiglingu víða í álfunni. Afar hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni innan Evrópusambandsins. Reuters-fréttastofan segir að innan við tíu prósent íbúa aðildarríkjanna hafi verið fullbólusett til þessa. „Ef staðan breytist ekki verðum við að íhuga hvernig við gerum útflutning til landa sem framleiða bóluefni háðan hversu opin þau eru. Við munum íhuga hvort að samræmi sé í útflutning til landa með hærra hlutfall bólusettra en hjá okkur,“ sagði von der Leyen. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, furðaði sig á hótunum sambandsins í dag og sagði þær stangast á við þau fyrirheit sem framkvæmdastjórnin hefði gefið Bretlandi. „Við ætlumst til þess að þessi fyrirheit og lagalega tryggt framboð verði virt. Satt best að segja er ég hissa á að við skulum vera að ræða þetta,“ sagði Raab. Útflutningsstopp og tímabundið bann Mikill styr hefur staðið um bóluefnið AstraZeneca í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld beittu fyrr í þessum mánuði heimild til þess að stöðva útflutning á hundruð þúsundum skammta af bóluefninu til Ástralíu sem höfðu verið framleiddir á Ítalíu. Undanfarna daga hefur hvert Evrópuríki á fætur öðru, þar á meðal stóru ríkin Þýskaland, Frakkland og Spánn, sett tímabundið bann við notkun á bóluefni AstraZeneca vegna tilkynningar um að nokkrir einstaklingar af fleiri milljónum sem hafa fengið það hafi fengið blóðtappa í kjölfarið. Engar vísbendingar um orsakasamhengi liggja þó fyrir að svo stöddu. Til stendur að Lyfjastofnun Evrópu gefi út leiðbeiningar um notkun bóluefnis AstraZeneca á morgun. Ísland er eitt þeirra ríkja sem stöðvaði notkun bóluefnisins tímabundið í síðustu viku. Landspítalinn þurfti meðal annars að henda um hundrað skömmtum af efninu sem höfðu þegar verið blandaðir þegar ákvörðunin var tekin.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50
Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09