Innlent

Stöðva tíma­bundið inn­lagn­ir nýrra sjúk­linga í end­ur­hæf­ingu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Reykjalundur hefur undanfarið sinnt endurhæfingu sjúklinga sem fengið hafa Covid-19.
Reykjalundur hefur undanfarið sinnt endurhæfingu sjúklinga sem fengið hafa Covid-19. Vísir/Egill

Reykjalund­ur hef­ur stöðvað tíma­bundið inn­lagn­ir nýrra sjúk­linga í end­ur­hæf­ingu vegna eftir­kasta Covid-19.

Þetta segir Stefán Yngvason fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á Reykjalundi í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að viðræður standi yfir við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands um fram­hald end­ur­hæf­ing­ar­inn­ar og gerir ráð fyrir að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum.

Vonandi verði hægt að taka inn nýja sjúk­linga fljót­lega eft­ir páska. Stefán segir að svigrúm sem skapaðist í haust sé ekki lengur fyrir hendi því aftur sé komin full starf­semi á Reykjalundi.

Í blaðinu segir einnig að flestir sem hófu end­ur­hæf­ingu vegna Covid-19 hafi nú lokið henni en um 50 manns séu á biðlista, þar sé um að ræða beiðnir sem borist hafi á undanförnum vikum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×