Sportið í dag: Fengu leikmenn að velja hvort þeir spiluðu með A- eða U-21 árs landsliðinu? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 10:30 Úr leik með U-21 árs landsliðinu í undankeppni EM. vísir/vilhelm Strákarnir í Sportinu í dag veltu því fyrir hvort leikmenn sem eru bæði gjaldgengir í A- og U-21 árs landslið Íslands í fótbolta hefðu fengið að velja hvoru landsliðinu þeir spiluðu með í þessum mánuði. Hópur U-21 árs landsliðsins fyrir EM í Ungverjalandi var birtur í gær þótt KSÍ hafi ætlað að kynna hann á fimmtudaginn. Athygli vakti að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson voru ekki í EM-hópnum en þeir verða þá væntanlega með A-landsliðinu í þremur leikjum þess í undankeppni HM 2022. Leikirnir fara fram sömu daga og leikir U-21 árs landsliðsins á EM. „Það hlýtur að vera niðurstaðan að Alfons og Arnór verði með A-landsliðinu. Síðan sjáum við stráka sem hafa verið í hópnum hjá A-landsliðinu undanfarna mánuði sem eru í U-21 árs liðinu,“ sagði Guðmundur Benediktsson sem leysti Kjartan Atla Kjartansson af í Sportinu í dag. „Ég heyrði einhvers staðar orðróm um það, og sel það ekki dýrara en ég keypti það, þessir leikmenn sem eru gjaldgengir í þessa keppni hafi fengið val hvort þeir vildu fara með U-21 árs eða A-landsliðinu, því þeir hafi allir verið inni í myndinni.“ Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson sögðust finna til með nýjum þjálfara U-21 árs landsliðsins, Davíð Snorra Jónassyni, sem fær afar knappan tíma til að undirbúa fyrstu leiki liðsins undir sinni stjórn. „Það eru engir leikir og hann þarf að vinna með það sem búið var að gera,“ sagði Henry Birgir. Hann sagði að ef leikmenn hafi fengið að velja milli landsliða minni það á þegar gullkynslóðin svokallaða spilaði frekar leiki í umspili um sæti á EM en leiki með A-landsliðinu. „Stóri munurinn er að A-landsliðið er að byrja nýja undankeppni en á þessum tíma var það í einhverju þroti í sinni undankeppni. Það var auðveldara að setja alla á stórmótið og Óli Jóh var svo bara brjálaður að fá ekki strákana,“ sagði Henry Birgir. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. 16. mars 2021 10:01 „Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. 16. mars 2021 09:45 UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49 Danir í sömu stöðu og Íslendingar: „Mjög óheppilegt“ Danir tilkynntu í gær hvaða leikmenn fara með U21 árs landsliðinu á EM og mæta þar meðal annars Íslandi sem og hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppninni með A-landsliðinu. 16. mars 2021 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Hópur U-21 árs landsliðsins fyrir EM í Ungverjalandi var birtur í gær þótt KSÍ hafi ætlað að kynna hann á fimmtudaginn. Athygli vakti að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson voru ekki í EM-hópnum en þeir verða þá væntanlega með A-landsliðinu í þremur leikjum þess í undankeppni HM 2022. Leikirnir fara fram sömu daga og leikir U-21 árs landsliðsins á EM. „Það hlýtur að vera niðurstaðan að Alfons og Arnór verði með A-landsliðinu. Síðan sjáum við stráka sem hafa verið í hópnum hjá A-landsliðinu undanfarna mánuði sem eru í U-21 árs liðinu,“ sagði Guðmundur Benediktsson sem leysti Kjartan Atla Kjartansson af í Sportinu í dag. „Ég heyrði einhvers staðar orðróm um það, og sel það ekki dýrara en ég keypti það, þessir leikmenn sem eru gjaldgengir í þessa keppni hafi fengið val hvort þeir vildu fara með U-21 árs eða A-landsliðinu, því þeir hafi allir verið inni í myndinni.“ Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson sögðust finna til með nýjum þjálfara U-21 árs landsliðsins, Davíð Snorra Jónassyni, sem fær afar knappan tíma til að undirbúa fyrstu leiki liðsins undir sinni stjórn. „Það eru engir leikir og hann þarf að vinna með það sem búið var að gera,“ sagði Henry Birgir. Hann sagði að ef leikmenn hafi fengið að velja milli landsliða minni það á þegar gullkynslóðin svokallaða spilaði frekar leiki í umspili um sæti á EM en leiki með A-landsliðinu. „Stóri munurinn er að A-landsliðið er að byrja nýja undankeppni en á þessum tíma var það í einhverju þroti í sinni undankeppni. Það var auðveldara að setja alla á stórmótið og Óli Jóh var svo bara brjálaður að fá ekki strákana,“ sagði Henry Birgir. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. 16. mars 2021 10:01 „Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. 16. mars 2021 09:45 UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49 Danir í sömu stöðu og Íslendingar: „Mjög óheppilegt“ Danir tilkynntu í gær hvaða leikmenn fara með U21 árs landsliðinu á EM og mæta þar meðal annars Íslandi sem og hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppninni með A-landsliðinu. 16. mars 2021 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. 16. mars 2021 10:01
„Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. 16. mars 2021 09:45
UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49
Danir í sömu stöðu og Íslendingar: „Mjög óheppilegt“ Danir tilkynntu í gær hvaða leikmenn fara með U21 árs landsliðinu á EM og mæta þar meðal annars Íslandi sem og hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppninni með A-landsliðinu. 16. mars 2021 07:00