„Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 09:45 Davíð Snorri Jónasson stýrir U21-landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Rússlandi í Ungverjalandi eftir níu daga, í fyrsta leiknum á EM. vísir/Sigurjón „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. Davíð Snorri segir að KSÍ hafi þurft að skila inn drögum að EM-hópnum á sunnudag. Hópurinn verði ekki endanlega tilkynntur fyrr en á fimmtudag, á blaðamannafundi sem boðaður var í síðustu viku. Davíð Snorri segir að valið velti á óvissuþáttum varðandi A-landsliðið, sem spilar á sömu dögum og U21-liðið spilar á EM, en vildi þó ekki útskýra nánar í hverju óvissan fælist. Þó er alla vega ljóst að óvíst er hvort leikmenn frá enskum félagsliðum megi spila með A-landsliðinu í Þýskalandi, í fyrsta leiknum í undankeppni HM, þarnæsta fimmtudag, vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. „Þetta er ekki staðfestur hópur. Við staðfestum hann ekki fyrr en á fimmtudaginn því við erum enn að vinna í ýmsum málum á milli landsliðanna. Staðan er enn svolítið óljós,“ fullyrðir Davíð Snorri, og þvertekur fyrir að einfaldlega sé um klúður að ræða af hálfu KSÍ, að hafa ekki tilkynnt hópinn fyrr. Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað. pic.twitter.com/U2hmxkgcbr— Gummi Ben (@GummiBen) March 16, 2021 „Það gæti enn hugsanlega eitthvað gerst. Þetta veltur dálítið á því hvað er í gangi með A-landsliðið og við bíðum eftir ákveðnum lokasvörum varðandi það. Þangað til þá er þessi hópur ákveðinn grunnur sem við þurftum að skila inn til UEFA.“ Getum breytt hópnum vel fram að fyrsta leik En er þá ekki afar óheppilegt að UEFA skuli hafa birt EM-hópinn, eða drögin að honum eins og Davíð vill meina? „Ég veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta. Mínir menn [í KSÍ] eru að vinna í því að fá að vita af hverju þetta er sett svona upp. Við reiknuðum alla vega ekki með því.“ Eins og staðan er núna er það að minnsta kosti svo að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson verða ekki í EM-hópnum, heldur með A-landsliðinu, en menn á borð við Jón Dag Þorsteinsson, Mikael Anderson og Ísak Bergmann Jóhannesson verða með U21-landsliðinu. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið er einnig í riðli með Danmörku og Frakklandi. „Við getum ennþá breytt hópnum vel fram að fyrsta leik. Allt þar til að 48 klukkustundir eru í fyrsta leik, ef eitthvað kemur upp á, en við munum staðfesta okkar hóp á fimmtudaginn,“ segir Davíð Snorri. EM U21 í fótbolta 2021 UEFA Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Leik lokið: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sjá meira
Davíð Snorri segir að KSÍ hafi þurft að skila inn drögum að EM-hópnum á sunnudag. Hópurinn verði ekki endanlega tilkynntur fyrr en á fimmtudag, á blaðamannafundi sem boðaður var í síðustu viku. Davíð Snorri segir að valið velti á óvissuþáttum varðandi A-landsliðið, sem spilar á sömu dögum og U21-liðið spilar á EM, en vildi þó ekki útskýra nánar í hverju óvissan fælist. Þó er alla vega ljóst að óvíst er hvort leikmenn frá enskum félagsliðum megi spila með A-landsliðinu í Þýskalandi, í fyrsta leiknum í undankeppni HM, þarnæsta fimmtudag, vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. „Þetta er ekki staðfestur hópur. Við staðfestum hann ekki fyrr en á fimmtudaginn því við erum enn að vinna í ýmsum málum á milli landsliðanna. Staðan er enn svolítið óljós,“ fullyrðir Davíð Snorri, og þvertekur fyrir að einfaldlega sé um klúður að ræða af hálfu KSÍ, að hafa ekki tilkynnt hópinn fyrr. Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað. pic.twitter.com/U2hmxkgcbr— Gummi Ben (@GummiBen) March 16, 2021 „Það gæti enn hugsanlega eitthvað gerst. Þetta veltur dálítið á því hvað er í gangi með A-landsliðið og við bíðum eftir ákveðnum lokasvörum varðandi það. Þangað til þá er þessi hópur ákveðinn grunnur sem við þurftum að skila inn til UEFA.“ Getum breytt hópnum vel fram að fyrsta leik En er þá ekki afar óheppilegt að UEFA skuli hafa birt EM-hópinn, eða drögin að honum eins og Davíð vill meina? „Ég veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta. Mínir menn [í KSÍ] eru að vinna í því að fá að vita af hverju þetta er sett svona upp. Við reiknuðum alla vega ekki með því.“ Eins og staðan er núna er það að minnsta kosti svo að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson verða ekki í EM-hópnum, heldur með A-landsliðinu, en menn á borð við Jón Dag Þorsteinsson, Mikael Anderson og Ísak Bergmann Jóhannesson verða með U21-landsliðinu. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið er einnig í riðli með Danmörku og Frakklandi. „Við getum ennþá breytt hópnum vel fram að fyrsta leik. Allt þar til að 48 klukkustundir eru í fyrsta leik, ef eitthvað kemur upp á, en við munum staðfesta okkar hóp á fimmtudaginn,“ segir Davíð Snorri.
EM U21 í fótbolta 2021 UEFA Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Leik lokið: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sjá meira