Guardian fjallar um skjálftana: „Ég er ekki hrædd, bara þreytt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:06 Á morgun eru þrjár vikur síðan stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa, og sá sem hratt henni af stað, varð skammt frá Keili og Fagradalsfjalli. Vísir/RAX Fjallað er um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga á vef breska blaðsins Guardian en á morgun eru þrjár vikur síðan skjálfti að stærð 5,7 varð í grennd við fjöllin Keili og Fagradalsfjall. Síðan þá hefur jörðin á suðvesturhorni landsins nötrað og hafa nokkrir skjálftar fimm að stærð eða aðeins stærri mælst. Þá hafa fjölmargir skjálftar mælst stærri en fjórir. Kvikugangur hefur myndast á milli Keilis og Fagradalsfjalls og kvika flæðir inn í ganginn. Vísindamenn hafa sagt að líkurnar á eldgosi aukist með hverjum deginum sem líður. Í frétt Guardian segir að Íslendingar séu orðnir langeygir eftir góðum nætursvefni vegna skjálftavirkninnar undanfarnar vikur. „Við finnum stöðugt fyrir þessu. Það er eins og þú sért að labba yfir viðkvæma hengibrú,“ er haft eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, kennara í Grindavík, í frétt Guardian. Spyr sig á hverju kvöldi hvort hún nái að sofa í nótt „Við höfum aldrei séð svona mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Sara Barsotti, fagstjóri eldjfallavár á Veðurstofu Íslands. Rannveig segir að allir séu mjög þreyttir. „Þegar ég fer að sofa á kvöldin er það eina sem ég hugsa um: ætli ég nái að sofa í nótt?“ Í frétt Guardian segir að yfirvöld hafi þegar í fyrra búið til neyðaráætlun fyrir Grindvík enda hófst árið 2020 með mikilli jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn sem stendur við bæinn. Einn möguleikinn í þeirri neyðaráætlun sé að flytja íbúana frá bænum á bátum ef eldgos lokar vegunum í kring. „Ég treysti yfirvöldum til þess að halda okkur upplýstum og rýma bæinn. Ég er ekki hrædd, bara þreytt,“ segir Rannveig. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Síðan þá hefur jörðin á suðvesturhorni landsins nötrað og hafa nokkrir skjálftar fimm að stærð eða aðeins stærri mælst. Þá hafa fjölmargir skjálftar mælst stærri en fjórir. Kvikugangur hefur myndast á milli Keilis og Fagradalsfjalls og kvika flæðir inn í ganginn. Vísindamenn hafa sagt að líkurnar á eldgosi aukist með hverjum deginum sem líður. Í frétt Guardian segir að Íslendingar séu orðnir langeygir eftir góðum nætursvefni vegna skjálftavirkninnar undanfarnar vikur. „Við finnum stöðugt fyrir þessu. Það er eins og þú sért að labba yfir viðkvæma hengibrú,“ er haft eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, kennara í Grindavík, í frétt Guardian. Spyr sig á hverju kvöldi hvort hún nái að sofa í nótt „Við höfum aldrei séð svona mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Sara Barsotti, fagstjóri eldjfallavár á Veðurstofu Íslands. Rannveig segir að allir séu mjög þreyttir. „Þegar ég fer að sofa á kvöldin er það eina sem ég hugsa um: ætli ég nái að sofa í nótt?“ Í frétt Guardian segir að yfirvöld hafi þegar í fyrra búið til neyðaráætlun fyrir Grindvík enda hófst árið 2020 með mikilli jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn sem stendur við bæinn. Einn möguleikinn í þeirri neyðaráætlun sé að flytja íbúana frá bænum á bátum ef eldgos lokar vegunum í kring. „Ég treysti yfirvöldum til þess að halda okkur upplýstum og rýma bæinn. Ég er ekki hrædd, bara þreytt,“ segir Rannveig.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira