Guardian fjallar um skjálftana: „Ég er ekki hrædd, bara þreytt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:06 Á morgun eru þrjár vikur síðan stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa, og sá sem hratt henni af stað, varð skammt frá Keili og Fagradalsfjalli. Vísir/RAX Fjallað er um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga á vef breska blaðsins Guardian en á morgun eru þrjár vikur síðan skjálfti að stærð 5,7 varð í grennd við fjöllin Keili og Fagradalsfjall. Síðan þá hefur jörðin á suðvesturhorni landsins nötrað og hafa nokkrir skjálftar fimm að stærð eða aðeins stærri mælst. Þá hafa fjölmargir skjálftar mælst stærri en fjórir. Kvikugangur hefur myndast á milli Keilis og Fagradalsfjalls og kvika flæðir inn í ganginn. Vísindamenn hafa sagt að líkurnar á eldgosi aukist með hverjum deginum sem líður. Í frétt Guardian segir að Íslendingar séu orðnir langeygir eftir góðum nætursvefni vegna skjálftavirkninnar undanfarnar vikur. „Við finnum stöðugt fyrir þessu. Það er eins og þú sért að labba yfir viðkvæma hengibrú,“ er haft eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, kennara í Grindavík, í frétt Guardian. Spyr sig á hverju kvöldi hvort hún nái að sofa í nótt „Við höfum aldrei séð svona mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Sara Barsotti, fagstjóri eldjfallavár á Veðurstofu Íslands. Rannveig segir að allir séu mjög þreyttir. „Þegar ég fer að sofa á kvöldin er það eina sem ég hugsa um: ætli ég nái að sofa í nótt?“ Í frétt Guardian segir að yfirvöld hafi þegar í fyrra búið til neyðaráætlun fyrir Grindvík enda hófst árið 2020 með mikilli jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn sem stendur við bæinn. Einn möguleikinn í þeirri neyðaráætlun sé að flytja íbúana frá bænum á bátum ef eldgos lokar vegunum í kring. „Ég treysti yfirvöldum til þess að halda okkur upplýstum og rýma bæinn. Ég er ekki hrædd, bara þreytt,“ segir Rannveig. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Síðan þá hefur jörðin á suðvesturhorni landsins nötrað og hafa nokkrir skjálftar fimm að stærð eða aðeins stærri mælst. Þá hafa fjölmargir skjálftar mælst stærri en fjórir. Kvikugangur hefur myndast á milli Keilis og Fagradalsfjalls og kvika flæðir inn í ganginn. Vísindamenn hafa sagt að líkurnar á eldgosi aukist með hverjum deginum sem líður. Í frétt Guardian segir að Íslendingar séu orðnir langeygir eftir góðum nætursvefni vegna skjálftavirkninnar undanfarnar vikur. „Við finnum stöðugt fyrir þessu. Það er eins og þú sért að labba yfir viðkvæma hengibrú,“ er haft eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, kennara í Grindavík, í frétt Guardian. Spyr sig á hverju kvöldi hvort hún nái að sofa í nótt „Við höfum aldrei séð svona mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Sara Barsotti, fagstjóri eldjfallavár á Veðurstofu Íslands. Rannveig segir að allir séu mjög þreyttir. „Þegar ég fer að sofa á kvöldin er það eina sem ég hugsa um: ætli ég nái að sofa í nótt?“ Í frétt Guardian segir að yfirvöld hafi þegar í fyrra búið til neyðaráætlun fyrir Grindvík enda hófst árið 2020 með mikilli jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn sem stendur við bæinn. Einn möguleikinn í þeirri neyðaráætlun sé að flytja íbúana frá bænum á bátum ef eldgos lokar vegunum í kring. „Ég treysti yfirvöldum til þess að halda okkur upplýstum og rýma bæinn. Ég er ekki hrædd, bara þreytt,“ segir Rannveig.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira