Innlent

Lang­holts­skóli sigur­vegari Skrekks

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá atriði Langholtsskóla, sem bar sigur úr býtum í Skrekk.
Frá atriði Langholtsskóla, sem bar sigur úr býtum í Skrekk. skjáskot

Langholtsskóli sigraði Skrekk en úrslitakvöldið fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ingunnarskóli hafnaði í öðru sæti og Hagaskóli í því þriðja.

Vegna kórónuveirufaraldursins frestaðist úrslitakvöld keppninnar 2020 þar til nú og er Langholtsskóli því sigurvegari Skrekks 2020. 

Siguratriðið bar nafnið Boðorðin 10 og fjallaði um óskrifuðu reglurnar sem unglingar eiga oft að fylgja. Unglingum finnst þær oft segja of mikið til um það hvernig þeir eigi að vera og haga sér og því fylgi oft mikið álag.

Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, en allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina.

Fyrirkomulag keppninnar í ár var þannig að nítján skólar kepptu á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsi, en átt skólar kepptu í úrslitum sem fóru svo fram í kvöld. Sýnt var frá keppninni á RÚV og er hægt að sjá atriði Langholtsskóla hér. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.