Þingeyringar sannfærðir um að ferðafólk komi í hrönnum Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2021 21:43 Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. Egill Aðalsteinsson Með opnun Dýrafjarðarganga í haust hætti Vestfjarðavegur að liggja um Þingeyri, sem féll við það úr alfaraleið. Þingeyringar segjast samt sannfærðir um að þeir muni fá ferðamenn í hrönnum. Þegar Hrafnseyrarheiði opnaðist á vorin lá Vestfjarðavegur um hlaðið á Þingeyri þangað til hann lokaðist aftur, venjulega fyrir jól. En með Dýrafjarðargöngum er leiðin greiðfær nánast allt árið. Þó er sú breyting að Þingeyri er ekki lengur við aðalveginn, þangað er níu kílómetra aukakrókur frá Dýrafjarðarbrú, en fjallað var um þessa breyttu stöðu í fréttum Stöðvar 2. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr göngunum Dýrafjarðarmegin. Brúin yfir Dýrafjörð fyrir miðri mynd. Fjær sést hvernig Sandafell og Mýrafell mynda einskonar dyr í miðjum Dýrafirði.Egill Aðalsteinsson „Það eru margir búnir að segja það að þegar keyrt er hérna framhjá þá nenni fólk ekki að koma út á Þingeyri. Við verðum svona, eins og þú segir, einhverskonar botnlangi, sem menn kannski nenna ekki að æða út á. Ég er alveg sannfærður um að ferðafólk kemur í hrönnum. Við höfum svo margt upp á að bjóða,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. „Ég sé bara tækifæri með þessum göngum. Þau hefðu bara þurft að vera komin aðeins fyrr, miðað við þessa landsbyggðarþróun. En bara tækifæri,“ segir Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri grunn- og leikskólans á Þingeyri. Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri grunn- og leikskólans á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Við verðum bara girnilegri staðir til þess að heimsækja og líka girnilegri staðir til þess að búa á. Því að hérna eru góðir skólar og dásamlegt að ala upp börn líka,“ segir Erna. Formaður íbúasamtakanna spáir því að umferðin um vesturleiðina snaraukist. Þingeyri hafi margt að bjóða. „Að fara fyrir nes, það er frægt. Vegurinn hans Elísar Kjaran, hann er frábær, og við notum hann óspart. Nota svo Hrafnseyrarheiðina. Þarna getum við bætt við allskonar leiðum. Hæsta fjall Vestfjarða. Við erum bara með ómæld tækifæri fyrir ferðamenn,“ segir Sigmundur. Í þættinum Um land allt er fjallað um breytt landslag og ný tækifæri sem blasa við Vestfirðingum með Dýrafjarðargöngum og öðrum væntanlegum samgöngubótum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Samgöngur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Þegar Hrafnseyrarheiði opnaðist á vorin lá Vestfjarðavegur um hlaðið á Þingeyri þangað til hann lokaðist aftur, venjulega fyrir jól. En með Dýrafjarðargöngum er leiðin greiðfær nánast allt árið. Þó er sú breyting að Þingeyri er ekki lengur við aðalveginn, þangað er níu kílómetra aukakrókur frá Dýrafjarðarbrú, en fjallað var um þessa breyttu stöðu í fréttum Stöðvar 2. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr göngunum Dýrafjarðarmegin. Brúin yfir Dýrafjörð fyrir miðri mynd. Fjær sést hvernig Sandafell og Mýrafell mynda einskonar dyr í miðjum Dýrafirði.Egill Aðalsteinsson „Það eru margir búnir að segja það að þegar keyrt er hérna framhjá þá nenni fólk ekki að koma út á Þingeyri. Við verðum svona, eins og þú segir, einhverskonar botnlangi, sem menn kannski nenna ekki að æða út á. Ég er alveg sannfærður um að ferðafólk kemur í hrönnum. Við höfum svo margt upp á að bjóða,“ segir Sigmundur Fríðar Þórðarson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar. „Ég sé bara tækifæri með þessum göngum. Þau hefðu bara þurft að vera komin aðeins fyrr, miðað við þessa landsbyggðarþróun. En bara tækifæri,“ segir Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri grunn- og leikskólans á Þingeyri. Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri grunn- og leikskólans á Þingeyri.Egill Aðalsteinsson „Við verðum bara girnilegri staðir til þess að heimsækja og líka girnilegri staðir til þess að búa á. Því að hérna eru góðir skólar og dásamlegt að ala upp börn líka,“ segir Erna. Formaður íbúasamtakanna spáir því að umferðin um vesturleiðina snaraukist. Þingeyri hafi margt að bjóða. „Að fara fyrir nes, það er frægt. Vegurinn hans Elísar Kjaran, hann er frábær, og við notum hann óspart. Nota svo Hrafnseyrarheiðina. Þarna getum við bætt við allskonar leiðum. Hæsta fjall Vestfjarða. Við erum bara með ómæld tækifæri fyrir ferðamenn,“ segir Sigmundur. Í þættinum Um land allt er fjallað um breytt landslag og ný tækifæri sem blasa við Vestfirðingum með Dýrafjarðargöngum og öðrum væntanlegum samgöngubótum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Samgöngur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22
„Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35