Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2020 23:11 Bærinn Auðnar er í Vesturbyggð en þaðan er 78 kílómetra akstur með börnin í skóla á Patreksfirði. Styttra er til Þingeyrar, 74 kílómetrar. Ef skólinn á Birkimel væri starfandi væri 38 kílómetra akstur þangað frá Auðnum. Kort/Hafsteinn Þórðarson Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. Í fréttum Stöðvar 2 var aftur fjallað um fjölskylduna sem flutti í vor inn í nýtt hús að Auðnum í Kjálkafirði. Þau eru með þrjú börn, þar af tvö á leik- og grunnskólaaldri, 2ja og 6 ára. En þá vaknaði spurningin: Hvert áttu börnin að fara í skóla? Það flækir málin að fyrir fjórum árum lokaði bæjarstjórn Vesturbyggðar sveitaskólanum á Birkimel vegna fækkunar barna á Barðaströnd. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, er amma barnanna á Auðnum.Egill Aðalsteinsson „Því var lofað að opna hann aftur þegar tækifæri gæfist til. Nú eru komin tólf börn í sveitina, þrjú á skólaaldri og restin alveg niður í nokkurra daga gamalt. Og það á ekki að gera neitt,“ segir Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi og amma barnanna á Auðnum. Hún segir að verið sé að aka börnunum yfir stórhættulegar heiðar, til Patreksfjarðar um Kleifaheiði og Raknadalshlíð, þar sem snjóflóð séu tíð. Frá Patreksfirði. Grunnskólinn er með rauðu þökunum ofan við kirkjuna fyrir aftan sundlaugina og iþróttahúsið.Egill Aðalsteinsson Vesturbyggð býður foreldrum í sveitunum upp á skólaakstur á Patreksfjörð. Þau á Auðnum sáu hins vegar Þingeyri sem skárri valkost eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. „Síðan eru þeir að vinna í því að gera Dynjandisheiðina að alvöru vegi. Og hún á að vera opin núna allan veturinn eða fimm daga í viku,“ segir pabbi barnanna, Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður. Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður við nýja íbúðarhúsið í Kjálkafirði.Egill Aðalsteinsson Frá Auðnum að gamla skólahúsinu á Birkimel eru 38 kílómetrar, til Patreksfjarðar 78 kílómetrar en til Þingeyrar 74 kílómetrar. Valgerður á Auðshaugi, amma barnanna, segir að akstur á Patreksfjörð þýði í reynd þriggja tíma veru barnanna í skólabíl á dag, sem aki börnunum heim á bæi og síðast að Auðnum. Með því að pabbinn aki þeim á Þingeyri séu þetta tveir tímar. Frá Þingeyri. Grunnskólinn sést fremst fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson „Þau fara með sín börn á Þingeyri. Það er aðeins styttra. Og svo þegar vegurinn verður orðinn góður yfir Dynjandisheiðina – vonandi 2-3 ár kannski í það – þá verður þetta bara miklu betri leið. Miklu betra að fara þessa leið heldur en vestur eftir,“ segir Valgerður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2016 um lokun skólans á Barðaströnd: Einnig var fjallað um byggðina á Barðaströnd og skólann á Birkimel í þættinum Um land allt árið 2014, sem sjá má hér: Skóla - og menntamál Vesturbyggð Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Byggðamál Um land allt Tengdar fréttir Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. 16. desember 2020 22:46 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var aftur fjallað um fjölskylduna sem flutti í vor inn í nýtt hús að Auðnum í Kjálkafirði. Þau eru með þrjú börn, þar af tvö á leik- og grunnskólaaldri, 2ja og 6 ára. En þá vaknaði spurningin: Hvert áttu börnin að fara í skóla? Það flækir málin að fyrir fjórum árum lokaði bæjarstjórn Vesturbyggðar sveitaskólanum á Birkimel vegna fækkunar barna á Barðaströnd. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, er amma barnanna á Auðnum.Egill Aðalsteinsson „Því var lofað að opna hann aftur þegar tækifæri gæfist til. Nú eru komin tólf börn í sveitina, þrjú á skólaaldri og restin alveg niður í nokkurra daga gamalt. Og það á ekki að gera neitt,“ segir Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi og amma barnanna á Auðnum. Hún segir að verið sé að aka börnunum yfir stórhættulegar heiðar, til Patreksfjarðar um Kleifaheiði og Raknadalshlíð, þar sem snjóflóð séu tíð. Frá Patreksfirði. Grunnskólinn er með rauðu þökunum ofan við kirkjuna fyrir aftan sundlaugina og iþróttahúsið.Egill Aðalsteinsson Vesturbyggð býður foreldrum í sveitunum upp á skólaakstur á Patreksfjörð. Þau á Auðnum sáu hins vegar Þingeyri sem skárri valkost eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. „Síðan eru þeir að vinna í því að gera Dynjandisheiðina að alvöru vegi. Og hún á að vera opin núna allan veturinn eða fimm daga í viku,“ segir pabbi barnanna, Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður. Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður við nýja íbúðarhúsið í Kjálkafirði.Egill Aðalsteinsson Frá Auðnum að gamla skólahúsinu á Birkimel eru 38 kílómetrar, til Patreksfjarðar 78 kílómetrar en til Þingeyrar 74 kílómetrar. Valgerður á Auðshaugi, amma barnanna, segir að akstur á Patreksfjörð þýði í reynd þriggja tíma veru barnanna í skólabíl á dag, sem aki börnunum heim á bæi og síðast að Auðnum. Með því að pabbinn aki þeim á Þingeyri séu þetta tveir tímar. Frá Þingeyri. Grunnskólinn sést fremst fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson „Þau fara með sín börn á Þingeyri. Það er aðeins styttra. Og svo þegar vegurinn verður orðinn góður yfir Dynjandisheiðina – vonandi 2-3 ár kannski í það – þá verður þetta bara miklu betri leið. Miklu betra að fara þessa leið heldur en vestur eftir,“ segir Valgerður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2016 um lokun skólans á Barðaströnd: Einnig var fjallað um byggðina á Barðaströnd og skólann á Birkimel í þættinum Um land allt árið 2014, sem sjá má hér:
Skóla - og menntamál Vesturbyggð Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Byggðamál Um land allt Tengdar fréttir Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. 16. desember 2020 22:46 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. 16. desember 2020 22:46
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent