Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2021 20:48 Lögreglan í Bretlandi hefur verið harðlega gagnrýnd vegna lögregluaðgerða sem gripið var til við minningarsamkomu fyrir Everard á laugardaginn. EPA-EFE/ANDY RAIN Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. Fólk safnaðist saman klukkan fimm síðdegis á þingtorginu í Lundúnum til þess að minnast Everard. Viðburðurinn var skipulagður sem minningarathöfn en fjöldi fólks bættist í hópinn til þess að mótmæla lögregluaðgerðum við minningarathöfn í Clapham Common almenningsgarðinum um helgina. Á laugardagskvöld fór fram minningarathöfn fyrir Everard í Clapham Common og var hún skipulögð af aðgerðarhópnum Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti). Aðgerðarhópurinn aflýsti minningarathöfninni vegna kórónuveirufaraldursins en hundruð söfnuðust saman þrátt fyrir það. Lögreglan var viðstödd athöfninni frá upphafi en eftir sólarlag fór að bera á aukinni hörku af hálfu lögreglu. Ræðumenn voru handteknir og færðir á lögreglustöð og lögregla reyndi að binda endi á athöfnina. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðirnar, enda var það lögreglumaður sem myrti Everard og meirihluti gesta konur. Aðgerðirnar við minningarathöfnina hafa verið settar í samhengi við viðveru lögreglu við það þegar fótboltabullur gengu um götur Lundúna í liðinni viku eftir að fótboltalið þeirra sigraði. Gekk lögregla þar samhliða fótboltaaðdáendunum og greip ekki til aðgerða gegn þeim, þrátt fyrir að þeir hafi brotið sóttvarnareglur, eins og fólkið við minningarathöfn Everard. Mótmælendur bættust í hóp þeirra sem minntust Everard síðdegis í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Nú hafa mótmælendur fært sig frá Þingtorginu í gegn um Soho-hverfið, kyrja slagorð og halda uppi spjöldum þar sem lögregla er gagnrýnd. Fréttamaður fréttastofu Sky sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi hvatt aðra til að „hlaupa“ og halda áfram, en lögreglumenn hafa nú skipt sér af mótmælendum og reynt að binda endi á gönguna. Þá hefur öll umferð í nágrenninu verið stöðvuð. Lögreglan hefur handtekið fjölda viðstaddra og hefur mótmælendum verið greint frá því að fari þeir ekki heim verði þeir handteknir vegna brota á sóttvarnareglum. Einn mótmælandi, sem er kona, sagði lögreglumönnum eftir að hún var handtekin að hún búi í nágrenninu og hafi verið að ganga heim þegar þeir handtóku hana. Annar mótmælandi var handtekinn og settur í járn og kölluðu aðrir mótmælendur „ekki krjúpa á hálsinn á honum“ og vísuðu þar í dauða George Floyds i Minneapolis í Bandaríkjunum. England Bretland Lögreglumál Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40 Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fólk safnaðist saman klukkan fimm síðdegis á þingtorginu í Lundúnum til þess að minnast Everard. Viðburðurinn var skipulagður sem minningarathöfn en fjöldi fólks bættist í hópinn til þess að mótmæla lögregluaðgerðum við minningarathöfn í Clapham Common almenningsgarðinum um helgina. Á laugardagskvöld fór fram minningarathöfn fyrir Everard í Clapham Common og var hún skipulögð af aðgerðarhópnum Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti). Aðgerðarhópurinn aflýsti minningarathöfninni vegna kórónuveirufaraldursins en hundruð söfnuðust saman þrátt fyrir það. Lögreglan var viðstödd athöfninni frá upphafi en eftir sólarlag fór að bera á aukinni hörku af hálfu lögreglu. Ræðumenn voru handteknir og færðir á lögreglustöð og lögregla reyndi að binda endi á athöfnina. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðirnar, enda var það lögreglumaður sem myrti Everard og meirihluti gesta konur. Aðgerðirnar við minningarathöfnina hafa verið settar í samhengi við viðveru lögreglu við það þegar fótboltabullur gengu um götur Lundúna í liðinni viku eftir að fótboltalið þeirra sigraði. Gekk lögregla þar samhliða fótboltaaðdáendunum og greip ekki til aðgerða gegn þeim, þrátt fyrir að þeir hafi brotið sóttvarnareglur, eins og fólkið við minningarathöfn Everard. Mótmælendur bættust í hóp þeirra sem minntust Everard síðdegis í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Nú hafa mótmælendur fært sig frá Þingtorginu í gegn um Soho-hverfið, kyrja slagorð og halda uppi spjöldum þar sem lögregla er gagnrýnd. Fréttamaður fréttastofu Sky sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi hvatt aðra til að „hlaupa“ og halda áfram, en lögreglumenn hafa nú skipt sér af mótmælendum og reynt að binda endi á gönguna. Þá hefur öll umferð í nágrenninu verið stöðvuð. Lögreglan hefur handtekið fjölda viðstaddra og hefur mótmælendum verið greint frá því að fari þeir ekki heim verði þeir handteknir vegna brota á sóttvarnareglum. Einn mótmælandi, sem er kona, sagði lögreglumönnum eftir að hún var handtekin að hún búi í nágrenninu og hafi verið að ganga heim þegar þeir handtóku hana. Annar mótmælandi var handtekinn og settur í járn og kölluðu aðrir mótmælendur „ekki krjúpa á hálsinn á honum“ og vísuðu þar í dauða George Floyds i Minneapolis í Bandaríkjunum.
England Bretland Lögreglumál Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40 Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40
Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58