Kynna hugsanleg næstu skref á fimmtudag Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2021 19:52 Ekker hefur komið fram sem bendir til tengsla á milli bóluefnis AstraZeneca og blóðtappa í fólki. Vísir/EPA Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun á fimmtudag ræða niðurstöður athugunar á mögulegum aukaverkunum bóluefnis AstraZeneca við Covid-19 og ræða hugsanleg næstu skref. Notkun bóluefnisins hefur verið stöðvuð tímabundið í yfir tíu Evrópuríkjum, þar á meðal á Íslandi. Er um að ræða varúðarráðstöfun sem er í gildi á meðan nokkur tilfelli blóðtappa sem komu upp hjá bólusettum einstaklingum eru rannsökuð. Í dag ítrekaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að enn bentu engin gögn til þess að orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á bóluefni AstraZeneca. Undir þetta taka forsvarsmenn Lyfjastofnunar Evrópu og AstraZeneca sem hafa sagt að blóðtappar í fólki hafi ekki aukist með tilkomu bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjöldinn sé á pari við það sem almennt gengur og gerist. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Rannsaka nú WHO og EMA skýrslur um tilkynningar um aukaverkanir til að ganga fullkomlega úr skugga aum að ekkert orsakasamhengi sé á milli blóðtappa og notkunar á efninu. Að þeirra mati er mikilvægt að bólusetning haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist þar sem sjúkdómsfyrirbyggjandi kostir bóluefnisins séu mun meiri en möguleg áhætta af aukaverkunum. Frestuðu boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítalans Fram kemur í tilkynningu frá EMA að stofnunin vinni nú að ítarlegri athugun á öllum gögnum sem tengjast umræddum blóðtappatilfellum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Þetta sé gert til að öðlast betri skilning á því hvort bóluefnið hafi átt þátt í tilfellunum eða þau skýrist af öðrum orsökum. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) mun halda áfram að yfirfara gögnin á morgun og hefur efnt til aukafundar fimmtudaginn 18. mars til þess að fara yfir niðurstöður athugunarinnar og ákveða möguleg næstu skref. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við RÚV í dag að hún búist við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir AstraZeneca bóluefnisins liggi fyrri á fimmtudaginn. Hún geri þó ekki ráð fyrir að bólusetning með efninu hefjist á ný hér landi í þessari viku. Öllum boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítala með bóluefninu frá AstraZeneca sem fyrirhugaðar voru á morgun og á miðvikudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma eða þar sóttvarnalæknir ákveður um framhald þeirra. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Notkun bóluefnisins hefur verið stöðvuð tímabundið í yfir tíu Evrópuríkjum, þar á meðal á Íslandi. Er um að ræða varúðarráðstöfun sem er í gildi á meðan nokkur tilfelli blóðtappa sem komu upp hjá bólusettum einstaklingum eru rannsökuð. Í dag ítrekaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að enn bentu engin gögn til þess að orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á bóluefni AstraZeneca. Undir þetta taka forsvarsmenn Lyfjastofnunar Evrópu og AstraZeneca sem hafa sagt að blóðtappar í fólki hafi ekki aukist með tilkomu bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjöldinn sé á pari við það sem almennt gengur og gerist. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Rannsaka nú WHO og EMA skýrslur um tilkynningar um aukaverkanir til að ganga fullkomlega úr skugga aum að ekkert orsakasamhengi sé á milli blóðtappa og notkunar á efninu. Að þeirra mati er mikilvægt að bólusetning haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist þar sem sjúkdómsfyrirbyggjandi kostir bóluefnisins séu mun meiri en möguleg áhætta af aukaverkunum. Frestuðu boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítalans Fram kemur í tilkynningu frá EMA að stofnunin vinni nú að ítarlegri athugun á öllum gögnum sem tengjast umræddum blóðtappatilfellum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Þetta sé gert til að öðlast betri skilning á því hvort bóluefnið hafi átt þátt í tilfellunum eða þau skýrist af öðrum orsökum. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) mun halda áfram að yfirfara gögnin á morgun og hefur efnt til aukafundar fimmtudaginn 18. mars til þess að fara yfir niðurstöður athugunarinnar og ákveða möguleg næstu skref. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við RÚV í dag að hún búist við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir AstraZeneca bóluefnisins liggi fyrri á fimmtudaginn. Hún geri þó ekki ráð fyrir að bólusetning með efninu hefjist á ný hér landi í þessari viku. Öllum boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítala með bóluefninu frá AstraZeneca sem fyrirhugaðar voru á morgun og á miðvikudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma eða þar sóttvarnalæknir ákveður um framhald þeirra.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira