Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2021 19:30 Gunnar og Karen Lind ætla gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu, jafnvel þó þau þurfi að standa vaktina nánast allan sólarhringinn. Vísir/Egill Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. Það voru eflaust mikil vonbrigði fyrir marga þegar fermingar féllu niður vegna kórónuveirufaraldursins síðasta vor. Þá hafði samkomubann verið sett á í fyrsta sinn í sögunni og öllum veisluhöldum þurfti að fresta. Nú er hins vegar staðan önnur, þó hún geti breyst hratt, og útlit fyrir að fyrstu fermingar fari fram eftir um hálfan mánuð. Boðskortin send út með fyrirvara „Fólk er aðeins það er auðvitað leiðinlegt að vera búinn að undirbúa, og venjulega er búið að bjóða í fermingar, en fólk er hefur verið að geyma það því það veit ekki hvaða fjöldatakmarkanir verða í gangi. Þannig að fólk er búið að senda boð með fyrirvara um sóttvarnareglur,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, prestur í Hjalla- og Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigurjónsson tekur undir. „Það er auðvitað alltaf erfitt fyrir fólk að takast á við breytingar. Það er bara eins og gefur. En mér finnst ég ekki upplifa neitt nema bara skilning. Fólk áttar sig á því hvað við erum að stefna á,“ segir hann, en athöfnum hefur verið fjölgað í nokkrar á dag. Passað verður upp á að dagsetningin haldist en tímasetningin gæti hins vegar breyst, ef sóttvarnaaðgerðir breytast. Nú má kirkjan taka á móti allt að 200 manns í einu en almennar fjöldatakmarkanir kveða á um 50 manns. „Það sem við erum að reyna að gera er að fjölga athöfnum en tryggja að allir haldir þeim fermingardegi sem þeir voru búnir að velja,“ segir Karen. Full tilhlökkunar „Plan A var þetta sem upphaflega var gert. Það er farið og ekkert í gildi lengur. Við erum komin í plan B. Við erum tilbúin með plan C og D. Þannig að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa við dagsetningarnar,“ segir Gunnar. „Við búum líka að reynslunni síðan í fyrra. Við ætlum ekki að fara þangað aftur.“ Þau eru bæði spennt fyrir næstu vikum. „Ó já,“ segir Gunnar og Karen tekur undir. „Heldur betur,“ segir hún. „Og líka bara að hafa guðsþjónustu, þetta er bara æðislegt. Loksins!“ segir Gunnar og brosir sínu breiðasta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Fermingar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Það voru eflaust mikil vonbrigði fyrir marga þegar fermingar féllu niður vegna kórónuveirufaraldursins síðasta vor. Þá hafði samkomubann verið sett á í fyrsta sinn í sögunni og öllum veisluhöldum þurfti að fresta. Nú er hins vegar staðan önnur, þó hún geti breyst hratt, og útlit fyrir að fyrstu fermingar fari fram eftir um hálfan mánuð. Boðskortin send út með fyrirvara „Fólk er aðeins það er auðvitað leiðinlegt að vera búinn að undirbúa, og venjulega er búið að bjóða í fermingar, en fólk er hefur verið að geyma það því það veit ekki hvaða fjöldatakmarkanir verða í gangi. Þannig að fólk er búið að senda boð með fyrirvara um sóttvarnareglur,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, prestur í Hjalla- og Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigurjónsson tekur undir. „Það er auðvitað alltaf erfitt fyrir fólk að takast á við breytingar. Það er bara eins og gefur. En mér finnst ég ekki upplifa neitt nema bara skilning. Fólk áttar sig á því hvað við erum að stefna á,“ segir hann, en athöfnum hefur verið fjölgað í nokkrar á dag. Passað verður upp á að dagsetningin haldist en tímasetningin gæti hins vegar breyst, ef sóttvarnaaðgerðir breytast. Nú má kirkjan taka á móti allt að 200 manns í einu en almennar fjöldatakmarkanir kveða á um 50 manns. „Það sem við erum að reyna að gera er að fjölga athöfnum en tryggja að allir haldir þeim fermingardegi sem þeir voru búnir að velja,“ segir Karen. Full tilhlökkunar „Plan A var þetta sem upphaflega var gert. Það er farið og ekkert í gildi lengur. Við erum komin í plan B. Við erum tilbúin með plan C og D. Þannig að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa við dagsetningarnar,“ segir Gunnar. „Við búum líka að reynslunni síðan í fyrra. Við ætlum ekki að fara þangað aftur.“ Þau eru bæði spennt fyrir næstu vikum. „Ó já,“ segir Gunnar og Karen tekur undir. „Heldur betur,“ segir hún. „Og líka bara að hafa guðsþjónustu, þetta er bara æðislegt. Loksins!“ segir Gunnar og brosir sínu breiðasta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Fermingar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira