Innlent

Bein útsending: Að lesa í hegðun ungra barna - hagnýt ráð í uppeldi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Berglind Sveinbjörnsdóttir veitir vafalítið einhver góð ráð varðandi uppeldi í fyrirlestri sínum.
Berglind Sveinbjörnsdóttir veitir vafalítið einhver góð ráð varðandi uppeldi í fyrirlestri sínum.

Berglind Sveinbjörnsdóttir, lektor og forstöðumaður meistaranáms í hagnýtri atferlisgreiningu, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis klukkan tólf í dag. Þar fjallar hún um að lesa í hegðun ungra barna og gefur hagnýt ráð í uppeldi. Reiknað er með því að fyrirlesturinn standi í um klukkustund.

Öll viljum við það sem er börnum er fyrir bestu og góðar aðferðir í uppeldi barna er málefni sem flestir láta sig varða. Það getur hins vegar reynt mjög á foreldra og aðra umönnunaraðila þegar þær aðferðir og úrræði sem þau kunna, duga ekki til að mæta börnum sem af ýmiskonar ástæðum sýna krefjandi hegðun.

Í þessum fyrirlestri verður farið yfir þá þætti sem hafa áhrif á hegðun barna, rætt hvernig við getum fyrirbyggt hegðunarerfiðleika og fjallað um gagnreyndar aðferðir sem umönnunaraðilar geta notað við uppeldi barna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×