„Reiður og vonsvikinn“ Ronaldo svaraði gagnrýnisröddunum með fullkominni þrennu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2021 11:31 Cristiano Ronaldo skoraði sína 57. þrennu á ferlinum í gær. ap/Alessandro Tocco Eftir erfiða daga í kjölfar þess að Juventus féll úr leik í Meistaradeild Evrópu skoraði Cristiano Ronaldo þrennu þegar ítölsku meistararnir sigruðu Cagliari, 1-3, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni eftir að Juventus komst ekki áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku, þrátt fyrir 3-2 sigur á Porto. Ronaldo var sérstaklega gagnrýndur fyrir furðulega tilburði í varnarveggnum í öðru marki Porto. Giovanni Cobolli, fyrrverandi forseti Juventus, sagði meðal annars að það hefðu verið stór mistök hjá félaginu að kaupa Ronaldo fyrir þremur árum. Ronaldo sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar á Sardiníu í gær og skoraði fullkomna þrennu, eitt mark með hægri fæti, eitt með þeim vinstri og eitt með skalla, á aðeins 22 mínútum í fyrri hálfleik. Á 10. mínútu reis Ronaldo hæst í vítateig Cagliari og skallaði hornspyrnu Juans Cuadrado í netið. Á 25. mínútu skoraði Portúgalinn annað mark sitt úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ronaldo skoraði svo þriðja markið með föstu vinstri fótar skoti á 32. mínútu. Í kjölfarið hljóp hann að myndavélunum og benti á eyrað á sér til að sýna að hann hefði hlustað á gagnrýnisraddirnar. Giovanni Simeone lagaði stöðuna fyrir Cagliari á 61. mínútu en sigur Juventus var aldrei í hættu. Juventus er í 3. sæti ítölsku deildarinnar með 55 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter. Klippa: Cagliari 1-3 Juventus Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, var að vonum ánægður með hvernig Ronaldo og félagar svöruðu vonbrigðunum gegn Porto. „Hann var reiður og vonsvikinn, ekki bara fyrir sína hönd heldur einnig hönd liðsins því hann er hluti af því og það var erfitt fyrir alla að kyngja því að detta út úr Meistaradeildinni,“ sagði Pirlo eftir leik. „Hann spilaði frábærlega og sýndi hversu ótrúlegur sigurvegari hann er, lét verkin tala inni á vellinum.“ Klippa: Viðtal við Andrea Pirlo Þrennan sem Ronaldo skoraði í gær var hans 57. á ferlinum. Hann hefur skorað þrjá þrennur fyrir Juventus, gerði eina fyrir Manchester United, 44 fyrir Real Madrid og níu með portúgalska landsliðinu. Ronaldo er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur með 23 mörk. Romelu Lukaku, framherji Inter, er næstmarkahæstur með nítján mörk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01 Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni eftir að Juventus komst ekki áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku, þrátt fyrir 3-2 sigur á Porto. Ronaldo var sérstaklega gagnrýndur fyrir furðulega tilburði í varnarveggnum í öðru marki Porto. Giovanni Cobolli, fyrrverandi forseti Juventus, sagði meðal annars að það hefðu verið stór mistök hjá félaginu að kaupa Ronaldo fyrir þremur árum. Ronaldo sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar á Sardiníu í gær og skoraði fullkomna þrennu, eitt mark með hægri fæti, eitt með þeim vinstri og eitt með skalla, á aðeins 22 mínútum í fyrri hálfleik. Á 10. mínútu reis Ronaldo hæst í vítateig Cagliari og skallaði hornspyrnu Juans Cuadrado í netið. Á 25. mínútu skoraði Portúgalinn annað mark sitt úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ronaldo skoraði svo þriðja markið með föstu vinstri fótar skoti á 32. mínútu. Í kjölfarið hljóp hann að myndavélunum og benti á eyrað á sér til að sýna að hann hefði hlustað á gagnrýnisraddirnar. Giovanni Simeone lagaði stöðuna fyrir Cagliari á 61. mínútu en sigur Juventus var aldrei í hættu. Juventus er í 3. sæti ítölsku deildarinnar með 55 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter. Klippa: Cagliari 1-3 Juventus Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, var að vonum ánægður með hvernig Ronaldo og félagar svöruðu vonbrigðunum gegn Porto. „Hann var reiður og vonsvikinn, ekki bara fyrir sína hönd heldur einnig hönd liðsins því hann er hluti af því og það var erfitt fyrir alla að kyngja því að detta út úr Meistaradeildinni,“ sagði Pirlo eftir leik. „Hann spilaði frábærlega og sýndi hversu ótrúlegur sigurvegari hann er, lét verkin tala inni á vellinum.“ Klippa: Viðtal við Andrea Pirlo Þrennan sem Ronaldo skoraði í gær var hans 57. á ferlinum. Hann hefur skorað þrjá þrennur fyrir Juventus, gerði eina fyrir Manchester United, 44 fyrir Real Madrid og níu með portúgalska landsliðinu. Ronaldo er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur með 23 mörk. Romelu Lukaku, framherji Inter, er næstmarkahæstur með nítján mörk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01 Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01
Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55