Innlent

Stærsti skjálftinn í nótt 4,2 að stærð

Kjartan Kjartansson skrifar
Svæðið sunnan við Fagradalsfjall hefur verið sérstaklega virkt síðustu daga.
Svæðið sunnan við Fagradalsfjall hefur verið sérstaklega virkt síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Jarðhræringar á Reykjanesskaga héldu áfram í nótt og var stærsti jarðskjálftinn 4,2 að stærð þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fimm í morgun. Alls mældust sjö skjálftar þrír eða stærri eftir miðnætti í nótt.

Stóri skjálftinn átti upptök sín á um 3,6 kílómetra dýpi um 2,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli klukkan 4:40 samkvæmt sjálfvirkum mælingum Veðurstofu Íslands.

Aðrir stærri jarðskjálftar sem mældust í nótt voru á bilinu 3,0 til 3,7 að stærð. Upptök þeirra allra voru sunnan við Fagradalsfjall.

Síðustu tvo sólarhringana hafa tæplega 2.200 jarðskjálftar mælst. Af þeim hafa 56 verið stærri en þrír.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×